Hljómsveitin Grandmaster Gámur and the umpalumpos var frá Vopnafirði og var starfandi allavega 1985 og 86. Sveitin sem yfirleitt gekk undir nafninu Grandmaster Gámur, keppti í hljómsveitakeppni um verslunarmannahelgina 1985 í Atlavík og ári síðar á Laugum.
Fastir meðlimir Grandmasters Gáms voru þeir Björn Sigurðsson [?], Maggi Boggu [?] og Nonni Pillu [?] en Magnús Þór Róbertsson og hugsanlega einnig Magnús Kristjánsson komu einnig við sögu sveitarinnar.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hana.














































