Haugur (1982-83)

Haugur

Haugur var hljómsveit sem starfaði í nokkra mánuði frá haustmánuðum 1982 og fram á vorið 1983. Sveitin var í sumum fjölmiðlum nefnd Haugar en rétta nafnið var Haugur.

Það mun hafa verið Einar Pálsson gítarleikari og söngvari sem stofnaði sveitina með fyrrum félögum sínum úr Jonee Jonee (sem þá lá í dvala), þeim Bergsteini Björgúlfssyni trommuleikara og Heimi Barðasyni bassaleikara en sá síðarnefndi kynnti þeim fyrir Húsvíkingnum Helga Péturssyni hljómborðsleikara sem bættist svo einnig í hópinn.

Tónlist Haugsins var í anda nýbylgjurokks.