Hljómsveitin Hreinir sveinar frá Akureyri og nágrenni keppti í Músíktilraunum 1990 en komst ekki í úrslit þar. Meðlimir sveitarinnar voru þar Jón Aðalsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari, Hjörleifur Árnason trommuleikari, Brynjólfur Brynjólfsson gítarleikari og Atli Már Rúnarsson söngvari og gítarleikari.














































