
Islandia
Hljómsveitin Islandia (Íslandía) starfaði um nokkurra mánaða skeið þjóðhátíðarárið 1974. Hún var stofnuð snemma árs líklega í því skyni að vera húshljómsveit í Sigtúni en einnig lék hún nokkuð á skemmtunum sjálfstæðisflokksins um sumarið.
Islandia var skipuð söngvurunum og hjónakornunum Þuríði Sigurðardóttur og Pálma Gunnarssyni en einnig voru í sveitinni Austfirðingarnir Örn Óskarsson trompetleikari og Hlöðver Smári Haraldsson hljómborðsleikari, auk Más Elíssonar trommuleikara, Rúnars Georgssonar saxófónleikara og Odds Garðarssonar gítarleikara. Pálmi lék aukinheldur á bassagítar.
Sveitin hætti störfum síðla sumars þegar Pálmi gekk til liðs við Mána.
Sveitin hætti störfum síðla sumars þegar Pálmi gekk til liðs við Mána.














































