Glatkistan

Tónlistarvefur

Valmynd

Hoppa yfir í efni
  • Heim
  • Gagnagrunnur
    • 0-9 [7]
    • A [68]
    • Á [11]
    • B [502]
    • C [131]
    • D [143]
    • Ð [3]
    • E [84]
    • É [4]
    • F [348]
    • G [391]
    • H [1099]
    • I [69]
    • Í [54]
    • J [113]
    • K [165]
    • L [63]
    • M [252]
    • N [116]
    • O [66]
    • Ó [77]
    • P [152]
    • Q [3]
    • R [127]
    • S [1326]
    • T [319]
    • U [42]
    • Ú [34]
    • V [176]
    • W [19]
    • X [16]
    • Y [12]
    • Ý [3]
    • Z [5]
    • Þ [107]
    • Æ [5]
    • Ö [14]
  • Fréttir
    • Fréttasafn
  • Greinar
    • Greinasafn
  • Gagnrýni
    • Gagnrýnasafn
  • Textar
    • Eurovisionlög [54]
    • Þjóðhátíðarlög [85]
    • A [131]
    • Á [107]
    • B [170]
    • C [13]
    • D [105]
    • E [168]
    • É [138]
    • F [179]
    • G [139]
    • H [202]
    • I [16]
    • Í [91]
    • J [69]
    • K [155]
    • L [196]
    • M [146]
    • N [82]
    • O [27]
    • Ó [48]
    • P [42]
    • Q [1]
    • R [73]
    • S [431]
    • T [96]
    • U [46]
    • Ú [23]
    • V [216]
    • W [1]
    • Y [8]
    • Ý [1]
    • Z [2]
    • Þ [196]
    • Æ [16]
    • Ö [14]
  • Á döfinni
    • Viðburðaskrá
  • Tenglar
  • Heimildir
  • Annað
    • Getraunir
    • Kannanir
    • Krossgátur
    • Topp tíu listar
  • Hafið samband
  • Styrkir
  • Um síðuna

Stuðkompaníið (1986-88)

Helgi J / 19/01/2015
Stuðkompaníið1

Stuðkompaníið

Stuðkompaníið var hljómsveit frá Akureyri og starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið (1986-88), hún kom fyrst fram vorið 1986 og starfaði fram á haust 1988 við nokkrar vinsældir en sveitin sigraði Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1987.

Upphaflega mun bandið hafa borið nafnið Steðjabandið en meðlimir sveitarinnar voru tvennir bræður, Trausti Már trommuleikari og Jón Kjartan bassaleikari Ingólfssynir og Karl söngvari og Atli hljómborðsleikari Örvarssynir (Kristjánssonar harmonikkuleikara), auk Magna Friðriks Gunnarssonar gítarleikara.
Allir voru fimmmenningarnir ungir að árum og ekki komnir af menntaskólaaldri.

Vorið 1987 tók Stuðkompaníið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar með það að markmiði að sigra keppnina enda spilaði sveitin hið svokallaða “gleðipopp” sem þá var kallað, í anda Greifanna frá nágrannabyggðalaginu Húsavík en þeir höfðu sigrað árið áður. Markmiðið náðist í fyrstu tilraun og lenti bandið í fyrsta sæti og tók sumarið með trompi í kjölfarið.

Hluti sigurlaunanna voru hljóðverstímar og ekki leið langur tími áður en út kom fjögurra 12 tomma stuttskífa sem nefndist Skýjum ofar og naut lagið Tunglskinsdansinn mikilla vinsælda sumarið 1987. Plötuna tók Gunnar Smári Helgason upp í Hljóðrita en hún fékk mjög góða dóma í DV og þokkalega í Þjóðviljanum.

Samhliða útgáfu plötunnar var hún gefin út á snælduformi ásamt plötunni Sviðsmynd með Greifunum en sveitirnar tvær skiptu með sér hliðum snældunnar.
Við tók mikil keyrsla á sveitaböllum um allt land og næsta sumar (1988) kom út önnur 12 tomma sem innihélt lögin Framadrauma og Þegar allt er orðið hljótt í tveimur útgáfum sem þá var nýlunda á Íslandi, þessi sömu lög birtust á safnplötunni Bongóblíðu þetta sumar. Tólf tommu platan fékk reyndar mjög slæma dóma í Alþýðublaðinu.

Um jólin 1987 hafði sveitin reyndar einnig sent frá sér lagið Jólastund á samnefndri safnplötu en það lag hefur einnig komið út á safnplötunum Rokk og jól og Pottþétt jól. Jólastund hefur fyrir löngu síðan orðið ómissandi þáttur í jólahaldi Íslendinga.

Síðar sumarið 1988 hætti sveitin störfum enda búin að vera á fullri keyrslu síðan sigurinn vannst í Músíktilraunum. Stuðkompaníið kom aftur saman á tuttugu ára afmæli þess árið 2006. Í tilefni af því kom út safnplatan 2xtólf: Öll lögin á einni geislaplötu …meira að segja líka jólalagið!.

Efni á plötum

Rate this:

Deila:

  • Click to share on Facebook(Opnast í nýjum glugga) Facebook
  • Click to email a link to a friend(Opnast í nýjum glugga) Tölvupóstur
  • Click to print(Opnast í nýjum glugga) Prenta
Líka við Hleð...
19/01/2015 í S. Merki:12 tomma, 2xtólf: öll lögin á einni geislaplötu ...meira að segja líka jólalagið!, Akureyri, Atli Örvarsson, Jón Kjartan Ingólfsson, Karl Örvarsson, Magni Friðrik Gunnarsson, Skýjum ofar, Steðjabandið, Stuðkompaníið, Trausti Már Ingólfsson

Tengdar færslur

Glatkistan.is – nýr vefur um íslenska tónlist

Nöfn íslenskra hljómsveita I: – Fábreytni framan af

Getraun 1 – íslenskir gítarleikarar

Getraun 2 – íslensk plötuumslög 1960-70

Afmælisbörn 1. nóvember 2014

Afmælisbörn 2. nóvember 2014

Bjössi Thor á Múlanum

Áframhaldandi partí með afturhvarfi til eitísins

Afmælisbörn 3. nóvember 2014

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Stelpur rokka! með off-venue tónleika á Loft Hostel

Off venue dagskrá Iðu fyrir Iceland Airwaves 2014

Off venue dagskrá Lucky records fyrir Iceland Airwaves 2014

Off venue dagskrá Icewear fyrir Iceland Airwaves 2014

Getraun 3 – Sálin hans Jóns míns

Afmælisbörn 6. nóvember 2014

Ragnheiður snýr aftur í desember

Fyrsta kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Afmælisbörn 7. nóvember 2014

The Blues Project á Café Rósenberg í kvöld

Annað kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Ljúft með morgunkaffinu

Þriðja kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Afmælisbörn 9. nóvember 2014

Fjórða kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Afmælisbörn 10. nóvember 2014

Fjölbreytileg flóra tónlistaratriða

Afmælisbörn 11. nóvember 2014

Afmælisbörn 12. nóvember 2014

Getraun 4 – hljómsveitir og bæjarfélög

Afmælisbörn 13. nóvember 2014

Ný plata – Dýr merkurinnar: söngur dýranna

TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Poppsveitin Sólstafir kveður sér hljóðs

Afmælisbörn 16. nóvember 2014

Blús á Café Rosenberg

Opið blúskvöld í Tjarnarbíói

Afmælisbörn 17. nóvember 2014

Afmælisbörn 18. nóvember 2014

Nöfn íslenskra hljómsveita II: – Unglingamenningin tekur völdin

Afmælisbörn 19. nóvember 2014

Getraun 5 – Bubbi Morthens

Óhefðbundin snilld

Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk auglýsir eftir umsóknum

Afmælisbörn 21. nóvember 2014

Afmælisbörn 22. nóvember 2014

Afmælisbörn 23. nóvember 2014

Afmælisbörn 24. nóvember 2014

Glamúrfyllt geimpopp

Afmælisbörn 26. nóvember 2014

Færslu leiðarstýring

← Stuðkompaníið – Efni á plötum
Strump-serían [safnplöturöð] (1990-95) →

Leit á Glatkistunni

Glatkistan á Facebook

Glatkistan á Facebook

Færsludagatal

janúar 2015
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Des   Feb »

Tölfræði

  • 3.160.375 flettingar frá upphafi
Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Konstantin Kovshenin.
Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Glatkistan
    • Join 36 other subscribers
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Glatkistan
    • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Copy shortlink
    • Report this content
    • View post in Reader
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...
 

    %d