Dolby (1985-92)

Dolby

Hljómsveitin Dolby er frá Ísafirði en hún var starfandi a.m.k. á árunum 1985-92. 1989 komu út lög með henni á safnplötunni Vestan vindar. Meðlimir voru þar Guðmundur Hjaltason söngvari og bassaleikari, Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari og Hilmar Valgarðsson trommuleikari. Einnig léku með sveitinni á plötunni þeir Jónas Björnsson og Sigurður Jónsson á lúðra en óvíst er hvort þeir voru meðlimir sveitarinnar.

Sveitin starfaði líklega með hléum en árið 1990 hún var þá skipuð þeim Guðmundi og Jóni Hallfreð en auk þess voru í henni Barði Önundarson [trommuleikari?] og Þórunn Snorradóttir söngkona. Á einhverjum tímapunkti var Árni Brynjólfur Hjaltason einnig í henni.