Meinvillingarnir (1982)

engin mynd tiltækHljómsveitin Meinvillingarnir úr Reykjavík átti sér mjög stutta en þó nokkuð merkilega sögu haustið 1982, annars vegar tók sveitin þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sem haldnar voru stuttu eftir að sveitin var stofnuð og hins vegar innihélt hún söngkonuna Sigríði Beinteinsdóttur sem þá var að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Rúnar Þór Pétursson mun hafa verið í sveitinni áður en hún kom til sögunnar og einhvern tímann var gítarleikari að nafni Snorri [Björn Arnarson?] í henni.

Meinvillingarnir komust í úrslit en sveitin starfaði ekki lengi eftir þetta.