Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára.

Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1989 og voru fyrstu meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson hljómborðsleikari, Þröstur Jóhannsson gítarleikari og Einar Björn Árnason söngvari en Óskar Haraldsson kom fljótlega inn í sveitina í stað Einars söngvara.

Sveitin lagði strax áherslu á frumsamið efni og þeir félagar spiluðu töluvert mikið á þeim tíma sem sveitin starfaði, m.a. á Þjóðhátíð en einnig við önnur tækifæri í Eyjum og uppi á fastalandinu. Sveitin var einnig meðal þátttökusveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1991 en komst þar ekki í úrslit

Árið 1991 áttu Mömmustrákar lag á safnplötunni Húsið en þá var sveitin skipuð þeim Óskari söngvara, Þresti gítarleikara, Árna gítarleikara, Pétri bassaleikara og Gísla trommuleikara.

Sveitin hætti störfum hautið 1991 og hafa komið fram að minnsta kosti einu sinni aftur í seinni tíð.