Radíus [1] (1980-84)

Radius[1]1

Radíus frá Vestmannaeyjum

Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti.

Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði Arnarssyni bassaleikara, Sigurði Ómari Hreinssyni trommuleikara og Birki Hugasyni saxófónleikara. Áður hafði Högni Hilmisson líklega verið bassaleikari sveitarinnar og Eiður tekið við af honum, einnig störfuðu á einhverjum tímapunkti með Radíusi gítarleikarinn Steingrímur Guðmundsson og söngkonan Sigurbjörg Jónsdóttir.