Hljómsveitin Súper María Á frá Selfossi var stofnuð upp úr Sauðfé á mjög undir högg að sækja, sem hafði vakið athygli nokkru fyrr.
Súper María Á starfaði 1992-93 og var skipuð þeim Jóni Örlygssyni söngvara, Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara og Val Arnarsyni trommuleikara.
Sveitin var cover-band en óvenjuleg að því leyti að covera indí bönd og tónlistarmenn á borð við Ham, Bless og Nick Cave, enda með það yfirlýsta markmið að kynna almenningi þess konar tónlist.














































