
Rassar
Hljómsveitin Rassar var skólahljómsveit Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði veturinn 1969-70.
Rassar var tríó, skipað þeim Rúnari Þór Péturssyni, Agli Ólafssyni og Benedikt Helga Benediktssyni. Ekki liggur fyrir hvernig hljóðfæraskipanin var utan þess að Benedikt lék á trommur, líklegast lék Rúnar Þór á gítar og Egill á bassa.
Þeir Rassar fóru ekki alltaf eftir reglum skólans og þegar þeir höfðu látið gera hljómsveitarplakat þar sem þeir „múnuðu“ framan í myndavélarlinsuna, voru þeir reknir úr skóla í vikutíma. Eftir það hafði sveitin ekki leyfi til að leika utan skólalóðarinnar. Vegna þess notuðu þeir félagar tækifærið þegar sveitin kom saman aftur 2014, og spilaði opinberlega á Ísafirði – og auðvitað á Núpi.
Sveitin starfaði aðeins þetta eina skólaár, Rúnar Þór og Egill urðu þekktir tónlistarmenn en Benedikt varð rannsóknarlögreglumaður.
Tæp hálf öld leið en þá var hljómsveitin endurvakin og hafði þá fengið lítils háttar nafnabreytingu – kölluðust Razzar. Meðlimir voru hinir sömu og árið 2019 sendi tríóið frá sér stökulinn Talandi um Dýrafjörðinn á tónlistarveitum, og svo fimm árum lagið Bene Benedikt.














































