Tóta litla tindilfætt

Tóta litla tindilfætt (Lag / texti: erlent lag / Gústaf A. Jónasson) Hún var hýr og rjóð, hafði lagleg hljóð, og sveif með söng um bæinn, sumarlangan daginn. Hún var hér og þar á hoppi alls staðar, en saumaskap og lestri, sinnti’ hún ekki par. Tóta litla tindilfætt tók þann arf úr föðurætt, að vilja…

Tóm tilviljun

Tóm tilviljun (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Þegar að nóttin æðir yfir á ný eygi ég vonir og varlega smeygi mér í. Smám saman færist ég allur í aukana oh, oh, oh, undarleg tilfinning grípur og grefur sér leið. Þýtur í laufi, svignar einmana strá, skuggaleg andlit, augu fara á stjá. Ég…

Tondeleyó

Tondeleyó (Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson) Á suðrænum sólskinsdegi ég sá þig, ó ástin mín, fyrst. Þú settist hjá mér í sandinn, þá var sungið, faðmað og kysst. Þá var drukkið, dansað og kysst, Tondeleyó, Tondeleyó. Hve áhyggjulaus og alsæll í örmum þínum ég lá og oft hef ég elskað síðan en…

Til eru fræ

Til eru fræ (Lag / texti: erlent lag / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Til eru fræ sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm. Eins eru skip sem aldrei landi ná og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá og von sem hefir vængi sína misst og varir sem að aldrei…

Tengjum fastara bræðralagsbogann

Tengjum fastara bræðralagsbogann (Lag / texti: höfundur ókunnur / Haraldur Ólafsson) Tengjum fastara bræðralagsbogann, er bálið snarkar hér rökkrinu í. Finnum ylinn og lítum í logann og látum minningar vakna á ný. Í skátaeldi býr kynngi og kraftur, kyrrð og ró en þó festa og þor. Okkur langar að lifa upp aftur liðin sumur og…

Tómleiki tímans

Tómleiki tímans (Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Rúnar Þór Pétursson og Heimir Már Pétursson) Í tómleika tímans tók hann sér frí frá líkama lúnum, og lifnaði á ný. Feginn frelsinu, flýgur á braut, horfin er sérhver sálarþraut. Líður um loftin há, laus við allan ótta undan lífsins lotu, ekki lengur á flótta. Svefninn…

Tina stjörnur

Tina stjörnur (Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson) Tina stjörnur á himni, fullur máninn lýsir nótt, ég er víraður á sinni, verð að finna lífið fljótt. Ég er með fiðring í skónum, blóðið kraumar og ég finn þorstann læsa í mig klónum, vindinn strjúka mér um kinn. Fullur máninn mig tryllir,…

Sölvi Helgason

Sölvi Helgason (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Hver var það sem hló að sínum lítilsgildu löndum sem skildu ekki skáld og förumenn. Klæðalítill, fátækur á köldum Íslands ströndum, hann kemur fram í huga okkar enn. Var hann helgur maður eða latur flækingshundur? Var hann sendur til að vekja nýja von? Hvað var það minn kæri,…

Syngjandi sveittur

Syngjandi sveittur (Lag / texti: Jón Ólafsson) Sælt veri fólkið, skyrhvítt og skóbrúnt. Ég tigna það að sjá ykkur brosandi breitt með bindishnút og blóm. Við vonumst til að geta veitt ykkur það sem hittir ykkur beint í hjartastað. Ég segi við ykkur: Allir út á gólf og syngjum einum róm. viðlag Ég er syngjandi…

Sagan um upptrekkta karlinn

Sagan af upptrekkta karlinum (Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason) Hér eitt sinn meðan ég ungur var og ákafur í brall, færði mér hann faðir minn einn feitan trekktan kall. Já, hann var svei mér hýr á brá af hundrað litum skær og aldrei hefur annar hlutur orðið mér jafn kær. viðlag Hann…

Sagan af Nínu og Geira

Sagan af Nínu og Geira (Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) viðlag Ef þú vilt bíða eftir mér á ég margt að gefa þér, alla mína kossa, ást og trú. Enginn fær það nema þú. Nína átti heima á næsta bæ. Ég næstum það ekki skilið fæ, hún var eftir mér alveg óð,…

Saga (Hring eftir hring)

Saga (Hring eftir hring) (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson) Einu sinni var hún þessi eirðarlausa snót. Já, ég man hún var gefin fyrir menn og mannamót. Hún var mætt,  síðan dansaði hún þar eða sat á næsta bar. Hún var vinamörg og dáð. Sumum þykir grasið grænna hinum megin við, eins og…

Sem aldrei fyrr

Sem aldrei fyrr (Lag / texti: Bubbi Morthens) Suma dreymir gull og græna skóga og gráta að þeir eiga ekki meir. Með gallbragð í munni brosa beiskir og bölva þar til sálin í þeim deyr. Og Júdas er verðlaus lúser sem lífinu hafnaði, segja þeir. En mig dreymir aðeins þessa einu konu, það er eldfimt…

Sá ég spóa

Sá ég spóa (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Sá ég spóa suður í Flóa, syngur lóa úti í móa. Bí, bí, bí, bí. Vorið er komið víst á ný. [m.a. á plötunni Íslandsklukkur – ýmsir]

Sautjándi júní

Sautjándi júní (Lag / texti: Haukur Ingibergsson / Bjartmar Hannesson) Blómin springa út og þau svelgja í sig sól, sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag því lýðveldið Ísland á afmæli í dag. viðlag Hæ hó, jibbí jei og jibbí jei, það er kominn…

Samferða

Samferða (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Opna dyr upp á gátt til að bjóða mína sátt. Það sem einu sinni var, það getur lifnað við á ný. Annað líf, enginn veit, endalaus er okkar leit. Ef þú átt aðeins þetta líf er betra að fara að lifa því. Samferða, öll við erum samferða. Hvert sem…

Salt í sárin

Salt í sárin (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Það er ei nokkur leið að þóknast konu eins og þér. Alls ekkert líst þér á, því er nú miður og verr. Já það er engin leið að henda reiður á því hve oft ég sakna þín, hve oft mig langar í. Ég kaupi…

Skólaball

Skólaball (Lag / texti: Magnús Kjartansson) Ég sá hana á skólaballinu í gær og allt í einu var sem minningin skær lýsti upp í huga mínum, í gegnum fólksfjöldann ég færði mig nær. En þá ég allt í einu sá ég þá vá að einn af vinum mínum stóð henni hjá og er þau sáu…

Skapar fegurðin hamingjuna?

Skapar fegurðin hamingjuna? (Lag / texti Bubbi Morthens) Fallegu stelpurnar farnar að sofa, finnurðu í náranum seyðing og dofa? Segja okkur í vöku sögur af draugum, frá systrum sínum biluðum á taugum. viðlag Skapar fegurðin hamingjuna? Skapar fegurðin hamingjuna? Skapar fegurðin hamingjuna? Skapar fegurðin hamingjuna? Ungfrú heimur heilsar þér í Heimsmynd, sendir þér uppskrift af…

Sjómannavísa

Sjómannavísa (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Vindur í laufi og vor upp í sveit, vesælir mávar í æti að leit. Verbúðin tómlega vingast við mig en vina ég elska aðeins þig. Eitt er að lifa og annað að þrá, ætíð í drauminum þig mun ég sjá á plani sitjandi prúða á svip er ég príla…

Sjómannavalsinn

Sjómannavalsinn (Lag / texti: Svavar Benediktsson / Kristján frá Djúpalæk) Það gefur á bátinn við Grænland og gustar um sigluna kalt en togarasjómanni tamast það er að tala sem minnst um það allt. En fugli sem flýgur í austur er fylgt yfir hafið með þrá og vestfirskur jökull sem heilsar við Horn í hillingu með…

Síldarvalsinn

Síldarvalsinn (Lag / texti: Steingrímur Sigfússon / Haraldur Sófaníasson) Syngjandi sæll og glaður til síldarveiða nú ég held, það er gaman á Grímseyjarsundi við glampandi kvöldsólareld. Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip við háfana fleiri og fleiri, svo landa ég síldinni sitt á hvað á Dalvík og Dagverðareyri. Seinna er sumri hallar og…

Síðasti dans

Síðasti dans (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason) Manstu það enn? Þá var unun að dansa. Ævin svo löng, engin þörf á að stansa. Því nóttin var ung og eldur í hjörtum tveim er dönsuðum við tvö á dögum þeim. Í daganna rás urðu dansarnir færri. Við daganna stríð, varð oft þreytan…

Síðasta sjóferðin

Síðasta sjóferðin (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Fyrir nokkru fór ég eina sjóferð því ég vildi reyna ærlegt puð. Gvend á Eyrinni og Róda raunamædda hitti ég þar en kokkurinn hét Stína stuð. Það var alltaf bræla af og til, við þráðum Sól og sumaryl, ég reyndi‘ að hringja heim en mamma…

Síðan eru liðin mörg ár

Síðan eru liðin mörg ár (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Ég læðist oft upp á háaloft til að hnýsast í gömul blöð. Þegar sit ég einn þar koma upp minningar og atburðarás verður hröð. Allir strákarnir voru í támjóum skóm og stelpur með túperað hár. Já á sunnudögum var restrarsjón en síðan…

Siggi Jóns

Siggi Jóns (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Hann Siggi Jóns í sorgum stórum lenti, en Siggi Jóns er góður vinur minn, er Gunna Spíra hringunum í hann henti og hljópst á brott og fór í kaupstaðinn. Hann Siggi Jóns í sorgum þessum frægum nú sagðist kveðja vilja fánýtt spil og komast…

Ship-o-hoj

Ship-o-hoj (Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Loftur Guðmundsson) Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, blikandi bárufans, býður í trylltan dans. Sjómannslíf, sjómannslíf, ástir og ævintýr, fögnuð í faðmi býr, brimhljóð og veðragnýr. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, ferðbúið liggur fley. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, boðanna býð ég ei. Við stelpurnar segi ég ástarljúf orð. Einn, tveir, þrír kossar, svo…

Sestu hérna hjá mér

Sestu hérna hjá mér (Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum) Sestu hérna hjá mér ástin mín og horfðu á sólarlagsins roðaglóð. Særinn ljómar líkt og gullið vín, léttar bárur kveða þýðan óð. Við öldunið og aftanfrið er yndislegt að hvíla þér við hlið. Hve dýrlegt er í örmum þér að una og…

Slappaðu af

Slappaðu af (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Slappaðu af, vertu ekki stíf og stirð og þver. Stundum þú gengur fram af mér. Stundum ertu ferleg, bæði frek og kröfuhörð, finnst mér stundum að þú sért illa‘ úr garði gjörð eins og brjáluð hundstík í stórri kindahjörð, eins og brjáluð hundstík í stórri…

Skýið

Skýið (Lag / texti: Björgvin Halldórsson / Vilhjálmur Vilhjálmsson) Mín leiðin löng er síðan ég lagði upp í ferð. Ég er ei efnismikið, ekki lengi verð. Vertu fljótur vinur, ég veitt get svör við því sem viltu fá að vita um veðurofsans gný. viðlag Vertu‘ ei spar að spyrja en spjara vel þinn hug, flýt…

Skyttan

Skyttan (Lag / texti: Bubbi Morthens) Eins og næfurþunnt, svart silki skríður nóttin til mín inn. Að njóta hennar er ekki mögulegt, allavega ekki fyrst um sinn. Föl sem genginn dagur, fellur hún á skuggann minn, hvíslar; Fegurstur allra er feigur maður sem fela kann ótta sinn. viðlag Ég er ekki viss um hvað skal…

Skvetta, falla, hossa og hrista

Skvetta, falla, hossa og hrista (Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson) viðlag Þær syngja skvetta, falla, hossa og hrista, skvetta, falla, hossa og hrista, skvetta, falla, hossa og hrista, hrista stög og borð. Út úr höfninni bylgjan ber með sér bátinn sem er undir fótum mér og hann vaggar vært og rótt, hann…

Spor

Spor (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson) Hvað er þetta líf nema andartak sem líður hjá, ævintýraleit sem að fær þitt hjarta til að slá? Finnur‘ekki freistingar toga í? Örlar ekki‘ á móð sem er eldur í? Þú átt næsta leik, ekki hætta við að horfa á. Láttu ekki seinna eitt lítið ef…

Spáðu í mig

Spáðu í mig (Lag / texti: Magnús Þór Jónsson (Megas)) Kvöldin eru kaldlynd úti á nesi, kafaldsbylur hylur hæð og lægð. Kalinn og með koffortið á bakinu kem ég til þín segjandi með hægð. viðlag Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig, spáðu í mig, þá mun ég spá í þig. Nóttin hefur…

Sóley

Sóley (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Gunnar Þórðarson og Toby Herman) Úti hamast heimsins stríð, hávær köll og nöpur hríð. Lítið barn með léttan fót, svo glatt, leikur sér glatt, brosir inn til mín með gullin sín. Barn er heimsins besta rós, bros þess okkar vonarljós. Sérðu ekki að sérhvert barn þarf skjól, frelsi…

Sól um nótt

Sól um nótt (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Vertu mér sól um nótt og ský á heiðum himni. Tifaðu títt og ótt taumlaust í sálu minni. Vertu eitt og allt; ólga í mínum æðum. Vertu mér sól um nótt. Ég skal vera það sem þú væntir af mér. Ég skal vera allt…

Sól, ég hef sögu að segja þér

Sól, ég hef sögu að segja þér (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Hvað olli því að allt er algjörlega á svig við það sem kenndi ég? Hvað kemur yfir mig? Í huldu- þennan heim, ég hélt með góðum hug. Svo kraftmikill og ör en kemst nú ekki á flug. Draumur engils er…

Sódóma

Sódóma (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Skuggar í skjóli nætur skjóta rótum sínum hér. Farði og fjaðrahamur, allt svo framandi er. Fyrirheit enginn á, aðeins von eða þrá, svo á morgun er allt liðið hjá. Sviti og sætur ilmur saman renna hér í eitt. Skyrta úr leðurlíki getur lífinu breytt. Fyrirheit enginn…

Smók, smók, smók

Smók, smók, smók (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég er geysilega góðlyndur, gæðamaður, næsta fágaður, svona fýr sem vill ei meiða nokkurn mann. En ef sæi hér í samtíma, svínið það sem fann upp rettuna, held ég svei mér að ég bara berði hann. Víst ég totta sjálfur tóbakið og ég…

Svona er ástin

Svona er ástin (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason) Svona er ástin, yndisleg og góð. Eins og titri ómur eftir fagurt ljóð. Svona er ástin. Óravegu fer í leit sem aldrei endar eftir sjálfri sér. Það er ljúft að lifa í draumi. Láta sorglegt spil lífsins líða hjá í leik, sem ekki…

Svo ung og blíð

Svo ung og blíð (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Sveinsson) Það er lítið hús út við lygnan straum, þar sem laglegt fljóð átti ljúfan draum. Síðar draumsins mynd dulin varð það ei henni meir hjá Gilly, Gilly Ossenfeffer Katsenellen kofa út við sjó. Hún var úti þá, hélt um blómin sín, halur sagði…

Svínið

Svínið (Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson) Það var snemma í september að ég staulaðist heim hálfber því að mikinn mjöð ég lét í maga mér. Að lokum kylliflatur ég féll ofan í forarpoll með skell, þá kom syfjað svín og lagði sig hjá mér. Tvær fínar frúr þar gengu hjá og með…

Svartir fingur

Svartir fingur (16.05 1983) (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Svartir fingur við flygilinn. Fannhvít klæði og söngvarinn hefur fólkið í hendi sér. Horfir yfir salinn, og samtímis í augu mér. „Feður, mæður, stokkum spil. Systur, bræður, við megum til. Bugumst ei, hvergi hvika má. Það er brýnt að átta sig á því…

Sumarkveðja

Sumarkveðja (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Páll Ólafsson) Ó blessuð vertu sumarsól er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn um hvíta jökulinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir…

Sumarblús

Sumarblús (Lag / texti: Bubbi Morthens) Það gæti verið gaman, eiga geisla, fá að hafa hann þegar frost væri úti, að hleypa honum inn. Hann mundi bræða klakann, snjórinn mundi hata hann. Við gætum setið í grasinu og drukkið af stút. viðlag Geislar sólarinnar negla glerið en þú sérð ekki út. Það getur ekki verið,…

Suður um höfin

Suður um höfin (Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson) Suður um höfin að sólgylltri strönd sigldi ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd. Og meðan ég lifi, ei bresta þau bönd sem bundið mig hafa við suðræna strönd. Hún kom sem engill af himni til mín, heillandi eins og þegar sólin björt…

Ströndin

Ströndin (Lag / texti Guðmundur Jónsson) Þýður blær af hafi kemur og vekur minningar, er við hittumst fyrsta kvöldið út með sjó. Augu þín þau sögðu margt, þau lýstu þinni sál. Og við samleið áttum ofurlitla stund. viðlag Komdu með mér, komdu með mér á ströndina. Komdu með mér, komdu með mér á ströndina. Og…

Strákur að vestan

Strákur að vestan (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Hann sá fyrst þessa veröld sama ár og ég og svipuð var hans æska minni á flestan veg. Við leiki og nám þar leið hvert ár, hann lifði bæði gleði og tár. Já alveg eins og ég, já alveg eins og ég. Og…

Stórir strákar fá raflost

Stórir strákar (Lag / texti: Egó / Bubbi Morthens) Þeir hringdu í morgun, sögðu að Lilla væri orðin óð, að hún biti fólk í hálsinn, drykki úr þeim allt blóð. Hún hafði sagt að hún gæti ekki dottið, hún hafði engan stað til að detta á. Hún sagðist breytast í leðurblöku, að hún flygi um…

Stebbi og Lína

Stebbi og Lína (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Þegar Stebbi fór á sjóinn þá var sól um alla jörð og hún sat á bryggjupollanum hún Lína. Grét í vasaklút og svuntuhorn og svartan skýluklút og hún sá á eftir Stebba á hafið út. Og hann Stebbi út við lunningu á lakkskóm…