
Stelpur rokka!
Stelpur rokka! ætla að taka þátt í Iceland Airwaves í ár með glæsilegri off-venue dagskrá á Loft Hostel í Bankastræti, fimmtudaginn 6. nóvember. Dagskráin hefst kl. 16:15 og stendur yfir til u.þ.b. 20:00.
Fram koma hljómsveitir og tónlistarkonur sem allar hafa komið að starfi Stelpur rokka! á einhvern hátt, auk tónlistarkonu frá Skotlandi. Dagskránni er ætlað að vekja athygli á sívaxandi starfsemi Stelpur rokka! og um leið beina sjónum að stöðu tónlistarkvenna á hátíðum sem þessum.
Stelpur rokka! hafa starfrækt rokkbúðir fyrir stelpur og konur í Reykjavík og á Akureyri síðustu ár. Skipuleggjendur verða á staðnum til að spjalla og segja frá því sem framundan er. Allir sem eru forvitnir um starfið ættu því endilega að líta við. Hér má lesa meira um starfsemina: www.stelpurrokka.org/
Allir hjartanlega velkomnir. Það er frítt inn og það þarf ekki Airwaves armband til að komast á þennan viðburð. Staðurinn er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun.
DAGSKRÁIN:
16:15 Kælan Mikla
17:00 Rachel Sermanni (SCO)
17:45 Adda
18:30 Margrét Arnar
19:15 Boogie Trouble














































