Opið blúskvöld verður haldið þriðjudagskvöldið 18. nóvember nk. í Tjarnarbíói við Tjarnargötu 12.
Þar geta þeir sem vilja látið söng sinn óma og túlkað blúsinn á sinn hátt, eins og segir í fréttatilkynningu frá Tjarnarbíói.
Viðburðurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.














































