Landspítalinn

Landspítalinn (Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson) Ég hitti mann uppi á Landspítala, hann stoppaði mig og við fórum að tala. Hann þekkti pabba fyrir langa löngu en hafði upp á síðkastið staðið í ströngu. Dóttir hans hafði flutt inn kött, serbneskan krútthaus með hala. En það sem mér fannst út í höll var þegar…

Tipp topp

Tipp topp (Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson) Seint um kvöld ég ranka við mér úr rotinu. Það er enginn heima, ég er aleinn í kotinu. Má ég fá mér púðursykur og rjóma? Ekki fella dóma, ekki kalla mig róna. Sé glitta í skottið á þér niðri á Hlölla. Hvað ertu að gera? Ertu að…

Finn á mér

Finn á mér (Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson) Ég hætti ekki að gráta þó allt sé orðið bjart. Hjarta mitt er svart því það er svo margt sem ég þori ekki að segja þér því ég er svo viss um að þú farir frá mér og finnir annan mann. Svo ég loka þetta inni…

Gallar

Gallar (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Það þýðir ekki að reyna að leyna þeim göllum sem þú gengur með. Því frekar en að þegja þá skaltu því segja frá þeim til að kæta geð. Því náunginn gleðst yfir fáu eins og göllum þínum. Í huganum gerir hann samanburð á þeim og sínum. Reyndu ekki að…

Álfarnir

Álfarnir (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Einu sinni villtist ég í þokunni í heiðinni. Huldufólk, huldufólk hitti ég á leiðinni. Ég fór um þeirra byggð, og við þá tók ég tryggð. Álfana, álfana, álfana á heiðinni. Dönsuðu bláklæddar meyjarnar í þokunni. Ég var svo glaður að ég glataði glórunni. Gekk inn í gráan stein, ginnti…

Ræfilskvæði

Ræfilskvæði (Lag / texti: Magnús Eiríksson / Steinn Steinarr) Ég er réttur og sléttur ræfill, já ræfill sem ekkert kann. Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan myndu gera úr mér afbragðs mann. Ef til vill framsóknarfrömuð því fátt er nú göfugra en það. Og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju með saltfisk í…

Kontóristinn

Kontóristinn (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Vaknaði í morgun klár og hress, klæddi mig í föt og sagði bless. Sólin skein og fuglar sungu‘ í trjánum, borgin var ei byrjuð daglegt stress. Laugaveginn rölti ég í ró, röflaði við sjálfan mig og hló. Þegar klukkan nálgaðist hálf níu, ég kortið mitt í stimpilklukku sló. Nú…

Einn, tveir, þrír

Einn, tveir, þrír (Lag / texti: Magnús Eiríksson / Jónas R. Jónsson) Hérna sitjum við einn, tveir, þrír og við raulum eitt lítið lag. Viljum skemmta bæði mér og þér, semjum textann í dag, seinna kemst hann í lag. Um það hugsum ekki nú. Við skulum tralla og raula með þó að reyndar við séum…

Ónæði

Ónæði (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Heyrðu kæra, síminn hringir á mig svo við hættum þessum leik um sinn, láttu ekki nokkra sálu sjá þig. Svona skelltu þér í sloppinn minn. Við verðum víst að finna annan tíma til að lyfta okkur enn á kreik. Ónæði er oft að hafa síma sem að hringir svona…

Lilla Jóns

Lilla Jóns (Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) Það segja margir að ég hafi verið hafi verið heppinn að ná í Lillu Jóns og satt er það að engin engin er líkt því eins kát og Lilla Jóns. Ég veit aldrei hvert hún fer eða hjá hverjum hún er mér til tjóns, hún…

Graði Rauður

Graði Rauður (Lag / texti: erlent lag / Magnús Eiríksson) Sextán vetra gamall var ég sendur í sveit, sumarið var gott og sólin heit. Það vantaði frækinn hestamann til að hugsa um stóðið, og ég var hann. Mér var kennt að ríða og hugsa um stóð, og mér var kennt að rekja hestaslóð. Ég þekkti…

Í fjörunni

Í fjörunni (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Geng ég um í fjörunni við þungan sjávarnið. Þar sem angan er af tjörunni og bátar liggja á hlið. Öldur hafsins falla að ströndu ótt. Hugur minn til flugs sig hefur skjótt Fjarlægt tif í trilluvél, tindrar sól á sæ. Brotnar undan færi skel í blíðum sunnanblæ. Bylgjur…

Guðsblús

Guðsblús (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Þú veist að djúpt í þínu hjarta er ennþá einn örlítill guð. Og þú veist að hann er af því bjarta, ef þú syndgar þá heyrirðu suð. Þá samviska þín er að syngja við sofandi innri mann óð. Við guð minn nú glösum skal klingja, og kveða hans ljúfustu…

Ferjumaðurinn

Ferjumaðurinn (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Við stöndum saman, ég og gamall maður. Glampar á steina, hann gengur um í gúmmískóm. Dálítið skrýtinn, fær sér einn lítinn. Ofan um fjöru við færum lítinn trillubát. Og hann flytur mig að ströndu hinum megin. Þessi feyskni ferjumaður vísar veginn. Hvert skal heitið ferð? Hann svarar engu. En…

Vorvísa

Vorvísa (Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum) Yfir dali, fjöll og heiðar líður heitur sunnanblær. Himinleiðir bláar, breiðar, roðnar bjarmi fagurskær. Víkur sorgarrökkrið svarta fyrir sindri geislabáls. Nú er sól í heimi’ og hjarta, nú er hátíð vorsins sjálfs. Þegar aftangeislar glitra, þegar glampinn sólar dvín, þegar kvöldsins tónar titra, kem ég…

Það er svo geggjað

Það er svo geggjað (Lag / texti: erlent lag / Flosi Ólafsson) Finn ég fjólunnar angan, fugla kvaka í móa. Kvaka vordaginn langan villtir svanir og tófa. Hjartað fagnandi flytur fagra vornæturljóðið. Aleinn einbúinn situr, og hann rennur á hljóðið. Það er svo geggjað að geta hneggjað. Það er svo geggjað að geta það. Það…

Vísitölufjölskyldan

Vísitölufjölskyldan (Lag / texti: erlent lag / Pétur Bjarnason) Hér vestur á vogskornum firði voru eitt sinn hjón. Þau hétu Ása og Jón. Þau áttu ekki eyrisvirði, utan eina kú, sem gaf þeim björg í bú, samt sem áður: sæl voru hjú. Þau áttu auman kofa, hann var með ónýtt þak sem að oftast lak.…

Afmælissöngur Ú.Í.A.

Afmælissöngur U.Í.A. (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Sigurður Ó. Pálsson) Með bróður og systur björtum hug við bindumst U.Í.A., sýnum í verkunum sóknardug, er sæmir U.Í.A. Gengið þú hefur gæfunnar spor og ganga munt U.Í.A. Hönd þín er styrk, í hjarta þor. Við hyllum U.Í.A. [á plötunni Slagbrandur – Afmælishljómplata U.Í.A.]

Baráttusöngur Ú.Í.A.

Baráttusöngur U.Í.A (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Sigurður Ó. Pálsson) Heill þér U.Í.A. þegn. Stattu andbyri gagn, Einatt sannur í hugsun og gerð. Met þú drengskapinn hátt, aldrei lúta mátt lágt, er þíns landshluta merki þú berð. Þitt er Austurlands mál. Þín er Austurlandssál. Vertu U.Í.A. maður á stormandi ferð. [á plötunnni Slagbrandur…

Draumur um Nínu

Draumur um Nínu (Lag / texti: Eyjólfur Kristjánsson) Núna ertu hjá mér, Nína. Strýkur mér um vangann, Nína. Ó haltu‘ í höndina‘ á mér, Nína, því þú veist að ég mun aldrei aftur, ég mun aldrei, aldrei aftur, aldrei aftur eiga stund með þér. Það er sárt að sakna einhvers, lífið heldur áfram – til…

Þú veist hvað ég meina mær (Þjóðhátíðarlag 1997)

Þú veist hvað ég meina mær (Þjóðhátíðarlag 1997) (Lag / texti: Sigurjón Ingólfsson / Guðjón Weihe) Hljótt í vestri kveður kvöld, kvikna eldar nætur. Táp og kæti taka völd, titra hjartarætur. Dalsins lífi greiðum gjöld, gleðin sanna lokkar. Þráin vaknar þúsundföld, þessi nótt er okkar. viðlag Þú veist hvað ég meina mær, munarblossar ginna. Komdu…

Það bera sig allir vel

Það bera sig allir vel (Lag / texti: Helgi Björnsson / Bragi Valdimar Skúlason og Helgi Björnsson) Mér var litið út um gluggann, sá að laufin voru fokin út á haf, lægðirnar að tikka inn og færa okkur öll á bólakaf. Á lofti svifu fuglarnir mót frelsinu því ekkert heftir þá, ég fékk mér meira…

Lipurtá [2]

Lipurtá (Lag / texti: höfundur ókunnur / Snæbjörn Einarsson) Þú ert ljúf og létt á fæti sem lítill fugl í vorsins geim. Þú et ör af æskukæti og aðeins þekkir bjartan heim. Lipurtá, blíð á brá, bros þú vekur öllum hjá. Aðeins vor, æskuspor áttu hér á meðal vor. Þú ert ein úr Austurstræti, sem…

Spilltur heimur

Spilltur heimur (Lag og texti Jóhann G. Jóhannsson) Við lifum öll í spilltum heimi, sem gefur engum grið. Þar sem samviska er engin til og lítil von um frið. Þar sem tortryggni og sjálfselska sér eiga engin mörk, þar sem jafnrétti og bræðralag eru orð á hvítri örk. Bissnessmenn þeir vilja stríð, svo seljist þeirra…

Ástin ein

Ástin ein (Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson) Veraldarvonska virðist svo stór, fullur ráðvilltrar reiði ég refilstig fór. Við kynni af þér var eins og hvíslað að mér: Aðeins ástin ein, ástin hrein, ástin ein, læknar öll mein. Stundum allt sýndist sárt, ljótt og vonlaust. Mig dreymdi og drakk dáðlaus vín. Ég byggði…

Hún hring minn ber

Hún hring minn ber (Lag / texti: erlent lag / Baldur Pálmason) Hún hring minn ber á hendi sér og heill úr augum skín, hún sýni þér og sannar mér að sé hún stúlkan mín. Ég hringinn dró á hönd svo fagurgerða og henni gaf ég nafnið Baugalín. Þann tryggðahring, gullna táknið um hamingjubrunna sem…

Serenata

Serenata (Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson) Gegn um laufið ljúfar nætur ljóðar vindurinn. Ástin tælir unga fætur undir gluggann þinn. Þín æ leitar þrá míns hjarta þótt mér sértu fjær. Unaðsljóða bylgjan bjarta brátt í draum þinn nær. Tunglskin sveipar láðið ljósi, lægir vindaklið. Upp með lygnum elfar ósi, ástmey, göngum við.…

Við gefumst aldrei upp

Við gefumst aldrei upp (Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) Um forfeður okkar búin til var saga sú, þeir sátu úti í Noregi og áttu börn og bú, en Haraldur með frekju fór að þröngva þeirra hag, þeir þutu út í skipin sín og kváðu þennan brag: Viðlag Við gefumst aldrei upp þótt…

Ég sá hana fyrst

Ég sá hana fyrst (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég sá hana fyrst í sumar sem leið í síldinni norður á Siglufirði. Og þá var nú kysst og kitlað um leið og hvíslað í eyra ljúflingsyrði. En eins og síldin bannsett stelpan brellin var, hún burtu flogin var um leið og…

Íslenskt ástarljóð

Íslenskt ástarljóð (Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Vilhjálmur frá Skáholti) Litla fagra, ljúfa vina, lífstrú mín er bundin þér. Sjáðu hvernig sólin brosir sigurglöð við þér og mér. Allt sem ég um ævi mína unnið hefi í ljóði og tón, verður hismi ef hjartað, vina, hefur gleymt að elska frón. Í augum þínum unaðsbláu,…

Fjallajurt

Fjallajurt (Lag / texti: Guðmundur Haukur Jónsson) Hún er svo falleg, enginn skynjar það til fulls. Hún lifir ein við stein í sandi. Á vorin lifnar hún, en enginn er samt hjá henni, nema vindurinn, jörðin, vatnið og sólin. Hún berst og stækkar í nekt, í nöktu landi. Og blóm hennar nýtur sólar, sem gefur…

Í hjónasæng

Í hjónasæng (Lag / texti: Birgir Marinósson) Lifir mér hjá, logandi þrá og löngun að giftast þér. Þú ert mitt rós, þú ert mín ljós, þér í ég vitlaus er. Ástar af glóð, yrki ég ljóð, ávallt hjá þér, hugur minn er. Augun þín skær, augun þín kær eru að æra mig. Láttu mig sjá,…

Svona er að vera siðprúð

Svona er að vera siðprúð (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Það vildi enginn piltur mig faðma forðum daga, þeim fannst ég víst svo siðprúð en það er önnur saga. En þroska hef ég öðlast með ári hverju nýju, þau orðin verða bráðlega næstum fjörutíu. viðlag Ekkert skil ég í því þeim ósköpum…

Óðurinn um árans kjóann, hann Jóhann

Óðurinn um árans kjóann, hann Jóhann (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Ég eignaðist fádæma úrillan mann, ég ætti því sjálfsagt að skilja við hann. viðlag En ég elska’ hann Jóhann, árans kjóann, jafnvel þó hann sé eins og hann er. Hann heldur að guð hafi’ af gæsku við mig, mér gefið það…

Ég bið um söng og sólskin

Ég bið um söng og sólskin (Lag / texti: erlent lag / Steindór Sigurðsson) Ég syng af þrá út í sólskinið hvern dag, þau seiða nú vordægrin löng. Nú yrkir sólþeyrinn yndisdraumalag. Heyrið ástþyrstan smáfuglasöng. Þá bjart skín sól hver mín hugsun héðan fer um höfin og leitar til þín. Þó Bleikur gamli hann bíði…

Enn syngur vornóttin

Enn syngur vornóttin (Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson) Enn syngur vornóttin vögguljóð sín, veröldin ilmar, glitrar og skín. Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg. Öldurnar sungu sig sjálfar í dá, síðustu ómarnir ströndinni frá hurfu í rökkurró. Manstu það, ást mín, hve andvakan var yndisleg forðum? Hamingjan bar ljóð okkar vorlangt á…

Ég leitaði blárra blóma

Ég leitaði blárra blóma (Lag / texti: Gylfi Þ. Gíslason / Tómas Guðmundsson) Ég leitaði blárra blóma til að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handamað heldur þá hljóma sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástin,…

Ótalmargt alla tíð

Ótalmargt alla tíð (All kinds of everything) (Lag / texti: erlent lag / Páll Sigurðsson)   Fjólur og bláklukkur, fiðrildi og tún, sjómenn með netin sín, seglið við hún. Klukknahljóð, heillaósk, hjúpuð döggum strá, ótalmargt alla tíð mun þig minna á. Mávar og flugvélar, himinsins her, andvarinn ljúfi, byrinn sem ber, húsaljós, neonljós, himinfesting blá,…

Vornótt

Vornótt (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Ó. Pálsson) Yfir sund og sveitir svífur næturró, dróttum draum veitir, dottar fugl í mó, létt um loftið bláa líða gullin ský. Vina sinna vorið vitjar enn á ný. Litlu bláu blóm, björtu, gulu blóm lokið krónu og ljúfan festið blund. Sofið sætt og rótt, sólin björt…

Labbaðu nú með mér

Labbaðu nú með mér (Lag / texti: höfundur ókunnur / Auðunn Bragi Sveinsson) Labbaðu nú með mér í ljúfa kvöldsins blænum, létt sér vagga öldurnar úti’ á bláa sænum. Nú erum við frjáls, ó sú náð að vera ein, og núna er vor ást svo undurhrein. Í baksýn tindra ljósin í hárri skólahöllu. Hugurinn er…

Draumur fjósamannsins

Draumur fjósamannsins (Það liggur svo makalaust) (Lag / texti: höfundur ókunnur / Guðlaugur Jónsson) Ég beislaði hestinn og heimanað reið, og hleypti nú klárnum á rjúkandi skeið, því Goðafoss hratt inn á höfnina bar. Með honum ég ætlaði’ að taka mér far. Ég ætlaði sem sé að bregða mér brott frá baslinu heima og vera…

Sjana síldarkokkur

Sjana síldarkokkur (Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson) Hver tekur haf og ást sem hverfult stundargaman? Sjana síldarkokkur, Sjana síldarkokkur. Hver töfrar sjóara og hlær að öllu saman? Sjana síldarkokkur á Sjöfn frá Grindavík. Ef karlinn ærist og allt stendur fast er eitt bros frá henni’ á við meðal kast. Hvort logn er…

Á skautum

Á skautum (Ob-la-di ob-la-da) (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Ó. Pálsson) Yfir fjallsins bröttu tindum bleikur máni hlær og bliki slær á hjarni þakið land. Geislum niður’ á ísa stafar stjarna skær og stynur hvítfext alda þungt við freðinn sand. Komdu út, komdu út, komdu’ á skauta í kvöld því að svellið er…

Hafið er fagurt

Hafið er fagurt (Havet er skjönt, når det roligen hvælver) (Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson) Hafið er fagurt og frítt, er það breiðir fágaða skjöldu á víkingagröf. Fagurt, er geislabjart sædjúpið seiðir sólþrunginn himinn og glitskýja tröf. Svipfrítt á kvöldin er svölu á djúpi sólgeislar bála með eldroða blæ. Indælt er máninn…

Seglprúð fley ber úr suðurátt

Seglprúð fley ber úr suðurátt (Brede seil over Nordsjö går) (Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson) Seglprúð fley ber úr suðurátt. Snemma morguns úr lyfting hátt Erlingur Skjálgsson frá Sóla horfir yfir Djúp að Danmörk: Kemur ekki Ólafur Tryggvason? Seglin drekarnir fella fljótt fimmtíu og sex. En sólbrennd drótt horfir yfir haf. Þá…

Brúðför

Brúðför (Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson) Sjá, byggðin og hlíðarnar brosa við sól. Nú er brúðfarar byr. Og laufvindar blása um leiti og hól. Í dag geisa gestir til kirkju. Og brúðurin keyrir sinn brimhvíta hest. Með svein þann við hlið sér, sem henni ann mest. Sjá kórónu hennar, sem klingir og…

Fyrsta ástin [2]

Fyrsta ástin (Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson) Ennþá yljar minningin um okkar fundi, vinur minn. Ég var fyrsta ástin þín og þú varst fyrsta ástin mín. Ó, manstu vinur, sumarkvöldið er við hittumst fyrst, við vorum aðeins sextán ára þá. Við leiddumst eftir litlum stíg og létum augun um að segja…

Á útleið

Á útleið (Lóan er komin) (Lag / texti:  þjóðlag / Herdís Guðmundsdóttir) Burtu frá þér út á hafið skal halda, hafið sem seiðir mig fagurt og glæst. Þannig mun lífið verða um aldir alda, og enginn veit hvenær að landi komið næst. Ég stari út í myrkrið og hugsa til þín heima, hugsa til þín…

Austfjarðaþokan

Austfjarðaþokan (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Sigurður Ó. Pálsson) Austfjarðaþokan yfir láð og lög læðist sínum mjúku daggarfótum, hylur fell og tind og daladrög, dimmust er hjá brekkurótum, sveipar döggum hlíð og græna grund, geymir lítinn bát á fiskimiði, inn í brjóst og Austfirðingsins lund andar sínum dula, þögla friði. Hún glettist stundum…

Æskunnar rauða rós

Æskunnar rauða rós (Roses are red) (Lag / texti: erlent lag / Herdís Guðmundsdóttir) Ég horfi inn í horfna glóð, hugur minn berst til þín. Kvöldin svo kyrr og hljóð þú komst til mín. viðlag Æskunnar rauða rós roðaði vanga þinn. Geislandi lokkaljós, það ljós þér lék um kinn. Örlög sín enginn veit. Ógæfan napurt…