Lobbukvæði

Lobbukvæði (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Lobba gamla‘ er skrítin og skelfilegt flón. Hún skundar eftir götunni og með henni Larfa-Jón. Þau eru gráðug greyin og geta étið flest sem á vegi þeirra verður, já vísast heilan hest. Þau éta illa lyktandi ullarsokk, andrésblöð og spunarokk, jötunuxa‘ og jólasvein, járnkarl, hnífapör og stein. Þau…

Krummavísur [2]

Krummavísur [2] (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hefur séð hann svarta krumma sem er oft að flækjast hér? Einu sinni át hann nammi úti‘ á tröppunum hjá mér. Einn á heima‘ í háum turni, horfir yfir stræti og torg, fylgist vel með ferðum þínum, furðar sig á stórri borg. Krunkaðu nú krummi svarti, kallaðu…

Óskaðu þér!

Óskaðu þér! (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ef þú gætir fundið fyrirhafnarlaust fjögralaufa smára í sumar eða haust, væri enginn vandi, vittu bara til, að eignast alla hluti eða hér um bil. Sumir vilja eignast allra handa dót, eitilharðan víking með bæði sverð og spjót, altalandi apa eða kranabíl, bakpoka‘ eða bolta og bleikan…

Ormurinn mjói

Ormurinn mjói (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Undan stórum, stórum, stórum steini stingur ormurinn mjói höfði og sér grasið, laufið og gráan himin og grútskítugar tærnar á þér. Það sem einum finnst stórt getur öðrum fundist smátt, það sem Ara sýnist grænt virðist Rósu kannski blátt. Það sem mömmu þykir mikið mælir pabbi og…

Hákarlinn í hafinu

Hákarlinn í hafinu (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hákarlinn í hafinu kemur upp úr kafinu lítur í átt að landi, langar til að skipin strandi. Vini á hann voðalega fáa hákarlinn í hafdjúpina bláa. Hákarlinn í hafinu kann að vera í kafinu leikur hann sér að löngu, loðnu og síldargöngu. Hefur skrápinn skelfilega gráa…

Bland í poka

Bland í poka (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hefurðu séð hana Siggu, hún er sólgin í gotterí og vinkona hennar Viggu sem vinnur sjoppunni í? Og þar er sko nóg af nammi já næstum því troðfullt hús. Þar er sykurhæna og seigur ormur og súkkulaði-hagamús. En best er að fá sér bland í poka,…

Ég er snigill

Ég er snigill (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég er snigill og sniglast áfram, sniðugur er ég og klár en ég hef enga fætur, já hugsaðu þér það hentar mér vel því aldrei ég er fúllyndur og fótsár. En stundum verð ég alveg ær og hugsa: ef ég hefði bara tær þá gæti ég…

Hvínandi vindur

Hvínandi vindur (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hvínandi hvínandi vindur, hvaðan ber þig að? Hvert ertu að fara, viltu segja mér það? Hvínandi hvínandi vindur kætir mína lund og kann svo marga leiki sem taka stutta stund. Hvínandi hvínandi vindur hvarf frá mér í brott en kom mér til að hlæja og mikið var…

Drippedí-dripp, droppedí-dropp

Drippedí-dripp, droppidí-dropp (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí, droppedí-dropp Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí-dropp. Rigning hér og rigning þar, já rigningin er alls staðar en sama er mér og sama er þér, við sullum og bullum hér. Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí, droppedí-dropp Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí-dropp. [af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn…

Krúsilíus

Krúsilíus (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Kannastu við köttinn minn? Hann klókur er en besta skinn. Hann er stærri en hestur og stærri en hús. Já, kötturinn minn heitir Krús – Krús – Krús – Krúsilíus. Hann er gulur og grænn og blár galdraköttur í húð og hár. Og ég veit hvað hann syngur…

Hljóða nótt

Hljóða nótt (Lag / texti: erlent lag / Matthías Jochumsson) Hljóða nótt, heilaga nótt. Hvílir barn vært og rótt. Betlehemsstjarnan með blikinu, skær, boðar um jörðina tíðindin kær. Mikil er himinsins náð, Mikil er himinsins náð. Hljóða nótt, heilaga nótt. Heimi í sefur drótt. Víða þó hirðarnir völlunum á vaka í myrkrinu fé sínu hjá,…

Vögguvísa handa pabba

Vögguvísa handa pabba (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sofnaðu nú pabbi minn, og sofnaðu fljótt. Senn er liðinn dagurinn og komin rauðanótt. Ef þú lokar augunum ætla ég að lita og kannski að fá mér karamellu eða kökubita. Sefur bók í hillu og bíll úti‘ í skúr, blómin í glugganum fá sér líka dúr,…

Kónguló

Kónguló (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Uppi‘ á lofti, úti í horni ein á bak við gamlan skó liggur bústin lipurtáta lítil anga kónguló. Hún á nú að hátta og sofna, hún á að vera þæg og góð svo á morgun mamma geti með henni fetað nýja slóð. Loðin er og ljót á svipinn…

Eldurinn

Eldurinn (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Eldurinn hefur svo ógurlegar tungur og eldurinn er líka brúnaþungur. Hann ákafur sleikir allt sem hann getur. Með áfergju ræðst á það sem hann étur. Eldurinn hvæsir og eldurinn syngur því eldurinn er víst nokkuð slyngur. Hann ógnandi leikur við sprek og spýtur og spennandi finnst honum pappír…

Berrössuð á tánum

Berrössuð á tánum (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sumarið er komið, sælt og blítt: við sitjum hér úti á túni. Fuglarnir kvaka og flest er nýtt og fáni er dreginn að húni. Við erum berrössuð, berrössuð, berrössuð á tánum hópur af kátum krökkum sem kunna‘ að leika sér. Lækurinn streymir um laut og mel…

Kvæði um gamla staura

Kvæði um gamla staura (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég gamall er og lúinn girðingarstaur með gaddavír sem ryðgar því ég á ekki aur. Ég núinn er og nagaður og næstum illa lagaður en samt ég uni sæll við það að sitja hér á góðum stað. Ég er snúrustaur sem gleymdist í garði bakatil.…

Litli fugl í búri

Litli fugl í búri (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Litli fugl í búri, hver leysir þig? Litli fugl í búri, þekkir þú mig? La, la, la… [af plötunni Leikskólalögin – ýmsir]

Þrír litlir hermenn

Þrír litlir hermenn (Lag / texti: höfundur ókunnur / Egill Bjarnason) Þrír litlir hermenn heim úr stríði komu, þrír litlir hermenn heim úr stríði komu ta ta ramm ta ta ta tamm þeir heim úr stríði komu. Einn þeirra þriggja hélt á rós í hendi, einn þeirra þriggja hélt á rós í hendi ta ta…

Kisa mín

Kisa mín (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Kisa mín, kisa mín, kisa litla grætur. Veistu um, veistu um vetrar myrku nætur? Litli grís, litli grís, leggstu hér á feldinn. Sé þér kalt, sé þér kalt, settu sprek á eldinn. Góða kýr, góða kýr, gáfuleg í auga. Bítur gras, bítur gras, býr…

Bátasmiðurinn

Bátasmiðurinn (Lag og texti: höfundur ókunnur / Birgir Sigurðsson) Ég negli og saga og smíða mér bát og síðan á sjóinn ég sigli með gát. Og báturinn vaggar og veltist um sæ, ég fjörugum fiskum með færinu næ. [m.a. á plötunni Leikskólalögin – ýmsir]

Pompulagið

Pompulagið (Lag og texti: Stefán S. Stefánsson) Ég pompa‘ á bossann í skólanum, ég pompa´ á bossann í skólanum, ég pompa‘ á bossann en iss iss iss iss með það, ég pompa‘ á bossann, stend upp og held af stað. [af plötunni Leikskólalögin -ýmsir]

Bull og vitleysa

Bull og vitleysa (Lag / texti: Stefán S. Stefánsson / Stefán Jónsson) Ein stór og digur kerling í stígvéli bjó. Svo marga hafði hún krakka að meira var en nóg. Ef þeir vildur ekki hlýða hún tók þeim ærlegt tak. Hún sló þau beint á bossann og í bæli sín þau rak. Bull, bull, bull,…

Óskastund

Óskastund (Lag og texti: Ana Pálína Árnadóttir / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Óskastund, allt er hljótt úti björt stjörnunótt. Dimmblá fjöll, dúnmjúk sæng draumablik, silfurtjörn. Leika sér lítil börn. Kristaltær klakahöll klukka slær, vakna tröll. Álfabyggð, undur stór enn á ný birtast mér. Leyndarmálið lífið er. Mánaljós, munablóm minning um helgan dóm englasöng, ástarljóð orð sem…

Ljúflingsdilla

Ljúflingsdilla (Lag / texti: Jón Ásgeirsson / þjóðvísa) Sofi, sofi, sofi sonur minn. Sefur selur í sjó, svanur á báru, mús undir steini, maðkur í jörðu. Sofðu, ég unni þér. Sofi, sofi, sofi sonur minn. Heill hann vakni og horskur í mörgu, gjarn til góðra verka. Guðs fulltrúi. Sofðu, ég unni þér. [af plötunni Kiddý…

Barnabæn

Barnabæn (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Friðrik Friðriksson) Guð sem elskar öll þín börn, ætíð faðir, sért þeim vörn, hjá mér vertu úti‘ og inni, allt mitt fel ég miskunn þinni. [af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]

Vögguljóð

Vögguljóð (Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Benedikt Þ. Gröndal) Sofðu, sofðu litla barnið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. Móðurhöndin milda, milda, þýða, mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. Mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. Vaki, vaki auga guðs og gæti góða, veika litla barnsins þá. Sofðu, sofðu! Sorgin græti, sonur ljúfi, aldrei…

Nú vil ég enn í nafni þínu

Nú vil ég enn í nafni þínu (Lag / texti: þjóðlag / Hallgrímur Pétursson) Nú vil ég enn í nafni þínu, náðugi guð sem léttir pínu, mér að minni hvílu halla og heiðra þig fyrir gæsku alla. Þáða af þér á þessum degi, því er skylt ég gleymi eigi, en ég má það aumur játa,…

Sofa urtubörn á útskerjum

Sofa urtubörn á útskerjum (Lag / texti: Jón Laxdal / þjóðvísa) Sofa urtubörn á útskerjum. Vellur sjór yfir þau, og enginn, enginn, enginn þau svæfir. Sofa kisubörn á kerhlemmum. Þau murra og mala, og enginn, enginn, enginn þau svæfir. Sofa Grýlubörn á grjóthólum. Þau urra og ýla og enginn, enginn, enginn þau svæfir. Sofa bolabörn…

Brátt mun birtan dofna

Brátt mun birtan dofna (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Guðmundur Björnsson (Gestur) Brátt mun birtan dofna. Barnið á að sofna. Þei, þei og ró, ró. Þei, þei og ró, ró. Barnið á að blunda í mó. Sól af himni hnígur húm að jörðu sígur. Þei, þei og ró, ró. Þei, þei og ró, ró.…

Vögguvísa [5]

Vögguvísa [5] (Lag / texti: Ísólfur Pálsson / Freysteinn Gunnarsson) Fuglinn sefur suðrí mó, sefur kisa‘ í værð og ró, sefur, sefur dúfan. Sofðu líka sætt og rótt, sofðu vært í alla nótt, sofðu litla ljúfan. [af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]

Með vindinum þjóta skúraský

Með vindinum þjóta skúraský (Lag / texti: höfundur ókunnur / Magnús G. Ólafsson) Með vindinum þjóta skúraský, drýpur drop, drop, drop, drýpur drop, drop, drop. Og droparnir hníga og detta‘ á ný, drýpur drop, drop, drop, drýpur drop, drop, drop. Nú smáblómin vakna‘ eftir vetrarblund, drýpur drop, drop, drop, drýpur drop, drop, drop. Þau augu…

Vögguvísa [7]

Vögguvísa [7] (Lag / texti: Jónas Þórir / Magnús Pétursson) Þegar húma fer. Þegar dagur þver. Þegar hnígur sól að viði. Sofðu bangsi minn. Sofðu brúðan mín. Sofum öll í ró og friði. Því góðir englar guði frá þeir gæta alls og vaka oss hjá. Sofðu fugl í mó. Sofðu blóm í skógi. Sofðu lax…

Sofðu, sofðu góði

Sofðu, sofðu góði (Lag / texti; Sigvaldi Kaldalóns / Guðmundur Guðmundsson) Sofðu, sofðu góði, sefa grátinn þinn. Vef ég ljúflings ljóði litla drenginn minn. Syngur yfir sundi sár og þungur niður. Þey, þey, þey í blundi þér er búinn friður. [m.a. á plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]

Vögguvísa [6]

Vögguvísa [6] (Lag og texti: Þórarinn Jónsson) Sígur höfgi‘ á sætar brár, sefur lón og heiði, hann sem þerrar þrautatár þig í draumi leiði. Sofðu nú barn mitt og sofðu nú rótt, svífðu í draumagæðum, yfir þér vaki nú í nótt náðin guðs á hæðum. Svo er árdagssólin skær, sindrar hafs á straumum, aftur vaknarðu…

Morgunbæn

Morgunbæn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég bið þig minn faðir að blessa mig og bera mig áfram mót vaknandi degi. Ef gengur þú með mér á gæfunnar vegi þá geri ég ýmislegt fyrir þig. Ég bið þig að leiða mig langan veg, að lýsa hvert fótmál með andanum þínum. Ef viltu nú bergðast við…

Skrýtna fólkið

Skrýtna fólkið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég þekki eina konu sem kann ekki á bíl, hún kaupir sér á laugardögum súkkulaði og fleira og ef að hún er heima er allt í sama stíl þá inní stofu situr hún og þykist vera‘ að keyra. Bru-bru-bru-bru-bru-bru… Ég þekki heimskan karlmann sem kann svo ósköp fátt…

Einn + einn

Einn + einn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Einn plús einn eru tveir, tveir plús tveir eru fjórir, þrír plús þrír eru sex, fjórir plús fjórir eru átta, fimm plús fimm eru tíu og tíu plús tíu eru tuttugu. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 Þannig er nú þessi röð og…

Sandkassinn

Sandkassinn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Hér áðan rétt við sandkassann ég sá þig, og sjálfsagt fann ég kvikna heita þrá. Með augun blá þú stóðst og starðir á mig, svo stolt ég vildi leika við þig þá. Og okkur þótti gasalega gaman. Ég gaf þér þykjó-brauð og líka djús og eftir matinn sátum við…

Langavitleysa

Langavitleysa (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Við setjum krónu í umslag og umslag í buddu og buddu í veski og veski í tösku, svo setjum við töskuna í poka, við setjum pokann í kassa og kassann í kistu svo verðum við að muna eftir því að loka. Það er ekki til neinn endir á þessu…

Mig langar að læra

Mig langar að læra (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Mig langar að læra að lesa og skrifa, ég vil fá að vita, ég vil fá að lifa. Og seinna verð ég stór þá kvíði ég engu því heiminn ég skil, ég hlakka svo til, já ég hlakka svo til. Mig langar að læra að lita…

Haltu þér saman

Haltu þér saman (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Þú ert of lítill og þú ert of stór, þú ert of feitur og þú ert of mjór, þú ert of léttur og þú ert of þungur, þú ert of gamall og þú ert of ungur. Við ætlum að segja þér hvernig þú ert og auðvitað veistu…

Hláturfuglinn

Hláturfuglinn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég hitti um daginn hláturfugl, í húsi einn hann bjó og hann sagði gagga-gagga-gó. Og fuglinn vildi flýta sér og fara út á sjó. Og hann hló og hló og hló og hló. Hann hló agga-gagga-gó, hann hló agga-gagga-gó, hann hló og hló og hló og hló því hann…

Stafrófið

Stafrófið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) A, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u, ú, v, þá: x, y, og þ og æ, ö ég síðast nefna fæ. Stórkostlega stafrófið svo sterkt það fær að lifa, það leikur sér…

Kisa litla

Kisa litla (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Kisa situr úti‘ í glugga og segir bara: Mjá. Núna er hún orðin svöng og fiskinn vill hún fá, segir: Mjá. Fiskinn fá… já, já, já, já, já, já, já. Komdu kisa, sæl og fín og sestu nú mér hjá, ég vil eitthvað færa þér sem þú vilt…

Ferðalagið

Ferðalagið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Nú förum við í ferðalag, við ferðumst nótt sem nýtan dag, nú förum við í ferðalag, við förum nokkuð greitt. Við förum upp í fjallasal og förum síðan niðrí dal. Nú förum við í ferðalag, við ferðumst vítt og breitt. Við förum upp á fjallsins tind og förum síðan…

Afakvæði

Afakvæði (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég fór upp til himna að hitta hann afa minn og hann var svo frískur og alsæll með líkamann sinn. Hann kenndi mér kvæði í kyrrð og í næði. Við gengum um heilagan himininn. Svo lærði ég kvæðin og afi minn eldaði mat og auðvitað fékk ég að borða…

Sólin syngur

Sólin syngur (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Sólin á himni syngur, syngur sitt fegursta lag. Sólin á himni syngur, sumarið raular sinn brag. Sólin á himni syngur, sumarið byrjar í dag. Sólin okkar sendir geisla, sælustundir blasa við, þá er gaman, þá er veisla því við elskum sumarið. Og við förum fylktu liði í fögru…

Sögin

Sögin (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég heyrði eitt sinn lítið lag sem leikið var á sög, það breytti nótt í bjartan dag, var betra en önnur lög. Og hljómur þess var hreinn og tær, það hafði tök á mér, því það var eins og fugl sem fær að fljúga hvert sem er. Fallegt eins…

Svefngalsagarður

Svefngalsagarður (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Það er svo villt að mega vaka fram á nætur og fá að vera‘ í friði hvernig sem þú lætur. Það er æðislegt, alveg ótrúlegt, já svo ógeðslega kúl. Við megum garga, slást og góla eins og kettir og grenja‘ af hlátri þó að það sé…

Vökulagalag

Vökulagalag (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Alveg er bannað að blunda hér, birtist þá Vökulands lögguher. Syngur þér vörpulegt vökulag, vökulagssöngur er okkar fag. Vaki vaskir menn, vaka skulum enn. Vökulöggur verði á varast blund á brá. Vasklegir stöndum við hér á vakt, vasklega þrömmum við trommutakt. Rístu á fætur og flýttu…