![Halldór Fannar[2]](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2014/09/halldc3b3r-fannar2.jpg?w=243&h=300)
Halldór Fannar
Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtug, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur.
Höskuldur Örn Lárusson söngvari og gítarleikari Spoon er 45 ára. Hann hefur verið í fjölmörgum öðrum hljómsveitum og má þar m.a. nefna Mikka ref, Munka í meirihluta og Lemon.
Sigurður Markan söngvari (1899-1973) átti afmæli á þessum degi, hann söng inn á nokkrar 78 snúninga plötur árið 1930.
Einnig hefði Halldór Fannar Ellertsson söngvari og hljómborðsleikari (Röðlar, Straumar, Fjötrar o.fl.) (f. 1950) átt afmæli á þessum degi en hann lést 1996.














































