Silfurkórinn (1977-80)

Silfurkórinn var ekki kór í þeirri merkingu sem algengast er, heldur var hann settur sérstaklega saman fyrir plötuupptöku og eftir því sem best verður komist söng hann ekki nema einu sinni eða tvisvar opinberlega. Samt sem áður komu út fjórar plötur með kórnum á þremur árum. Svavar Gests hjá SG-hljómplötum auglýsti haustið 1977 eftir ungum…

Silfurkórinn – Efni á plötum

Silfurkórinn – Hvít jól Útgefandi: SG-hljómplötur / Skífan / Sena Útgáfunúmer: SG 110 & 754 / SGCD 110 / SCD 543  Ár: 1977 / 1993 / 2012 1. Syrpa 1; Ég sá mömmu kyssa jólasvein / Krakkar mínir komið þið sæl / Jólin koma / Bráðum koma jólin / Ó, Grýla 2. Syrpa 2; Jólin…

Sigursveinn D. Kristinsson – Efni á plötum

Sigursveinn D. Kristinsson: Lög fyrir söngrödd og píanó / Complete songs – ýmsir (x2) Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK 78 Ár: 2011 1. Á vordegi / A day in spring 2. Systurnar góðu / The good sisters 3. Heimþrá / Pining for home 4. Gæti ég / If I could 5. Á strönd / On a…

Sigursveinn D. Kristinsson (1911-90)

Allir þekkja nafn Sigursveins D. Kristinssonar enda er Tónskóli Sigursveins beintengdur honum, nafn Sigursveins er þó einnig tengd baráttusögu fatlaðra og Sjálfsbjörgu en hann glímdi við lömun megnið af ævi sinni og þurfti að nota hjólastól frá unglingsaldri. Það kom þó ekki í veg fyrir þrekvirki sem hann vann á ævi sinni á hinum ýmsu…

Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur [1] – Efni á plötum

Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 3 Ár: 1949 1. Ísland I 2. Ísland II Flytjendur: Tónlistarfélagskórinn – söngur undir stjórn Victors Urbancic Guðmunda Elíasdóttir – einsöngur Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur – leikur undir stjórn Viktors Urbancic Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JORX 1 Ár: 1949 1. Friðarbæn úr óratoríunni “Friður á jörðu”, 1. hluti 2. Friðarbæn úr óratoríunni “Friður á jörðu”,…

Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur [1] (1947-50)

Segja má að Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur (hin fyrri) hafi verið eins konar brú á milli Hljómsveitar FÍH og upphaflegrar útgáfu Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sami mannskapur skipaði þessar þrjár sveitir að mestu. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar á Íslandi frá því á þriðja áratugnum til að stofna hljómsveitir sem spiluðu klassíska tónlist og höfðu fáeinar þeirra gengið…

Sextett Árna Scheving (1982-93)

Tónlistarmaðurinn Árni Scheving starfrækti að minnsta kosti þrívegis hljómsveitir á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, sem féllu undir sextetts-hugtakið og líklega var skipan þeirra sveita með mismunandi hætti. Árið 1982 setti hann saman sextett í eigin nafni sem lék á djasstónleikum í tilefni af 50 ára afmælishátíð FÍH, engar upplýsingar er að finna um…

Skjóni (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi ár Seyðisfirði árið 1973 undir nafninu Skjóni. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem á við í umfjöllun sem þessari.

Skjaldmeyjar flotans (1996)

Hljómsveit skipuð kvenfólki í meirihluta starfaði árið 1996 undir nafninu Skjaldmeyjar flotans og var eins konar kántrísveit. Meðlimir Skjaldmeyja flotans voru Kidda rokk (Kristín Þórisdóttir) bassaleikari [?], Eygló [Kristjánsdóttir?] gítarleikari [?], Guðveig [Anna Eyglóardóttir?] söngkona [?], Sigríður Árnadóttir söngkona [?], Valtýr Björn Thors gítarleikari [?] og Jón Mýrdal trommuleikari. Kunnugir mættu gjarnan staðfesta nöfn og…

Skoðanabræður (1985)

Tríó þingmanna sjálfstæðisflokksins kom fram (að öllum líkindum á skemmtun innan flokksins) undir nafninu Skoðanabræður árið 1985. Þetta tríó skipuðu þeir Árni Johnsen gítarleikari, Ólafur G. Einarsson munnhörpuleikari og Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, hér er giskað á að Árni hafi sungið. Ekki er víst að Skoðanatríóið hafi skemmt opinberlega nema í þetta eina sinn.

Sko (1986)

Hljómsveitin Sko frá Hólmavík starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar en upplýsingar um þessa hljómsveit eru afar takmarkaðar. Sko lék á Skeljavíkurhátíð um verslunarmannahelgina 1986 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma en annað liggur ekki fyrir um sveitina og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hana, starfstíma og meðlima- og…

SKLF (1982-83)

SKLF (sem var skammstöfun fyrir Samkór lögreglufélagsins) var pönkhljómsveit starfandi í Neskaupstað 1982-83. SKLF var stofnuð sumarið 1982 til þess eins að taka þátt í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina en þátttökusveitir fengu frítt inn á svæðið. Sveitin hafði nokkuð sérstaka hljóðfæraskipan en tveir trommuleikarar voru í henni, meðlimir voru trommuleikararnir Magnús Bjarkason og Kristinn…

Skeljavíkurhátíðin [tónlistarviðburður] (1986-87)

Útihátíð var haldin við Skeljavík á Ströndum tvívegis á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, hátíðin var ekki beinlínis í alfaraleið og var það án efa skýringin á því hvers vegna hún var ekki haldin oftar en aðsókn var fremur dræm, Vestfirðingar mættu þó vel á hátíðina. Skeljavík er steinsnar frá Hólmavík á Ströndum og…

Afmælisbörn 10. nóvember 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 9. nóvember 2021

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og sex ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni…

Afmælisbörn 8. nóvember 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Torfi Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og sex ára gamall í dag en fáir hafa líklega leikið á bassa og gítar með jafnmörgum pöbbasveitum og hann, þeirra á meðal má nefna sveitir eins Droplaugu, Rósina, Glæsi, Marz, Systur Söru, Venus, Borgarsveitina, Dansbandið, ET-bandið og Melódíku. Torfi er…

Afmælisbörn 7. nóvember 2021

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé fyrrverandi alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fimmtíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 6. nóvember 2021

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði…

Afmælisbörn 5. nóvember 2021

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Afmælisbörn 4. nóvember 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar…

300 textar bætast í Glatkistuna

Venju samkvæmt á miðvikudögum bætist við efni á Glatkistuna en að þessu sinni er ekki um að ræða viðbót við gagnagrunn síðunnar heldur textaflóruna, ríflega 300 söng- og dægurlagatextar frá ýmsum áttum og tímum bætast nú í þann flokk. Þess má geta að á næstu dögum mun tíu þúsundasta Glatkistufærslan líta dagsins ljós en vefsíðan…

Áfram stelpur

Áfram stelpur (Lag / texti: erlent lag / Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson) Í augsýn er nú frelsi og fyrr það mátti vera, nú fylkja konur liði og frelsismerki bera. Stundin er runnin upp. Tökumst allar hönd í hönd og höldum fast á málum þó ýmsir vilji aftur á bak en aðrir standa í stað,…

Á hverju lifa menn?

Á hverju lifa menn? (Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson) Þið kennið okkur kroppinn vel að sveigja, hve klókum augnagotum beita skal, en mat í okkur fyrst þið skuluð fleygja, þá fyrst er unnt að hefja þvílíkt tal. Þið dýrkið vora aumu smán og ykkar girnd en eitt að sönnu heyra megið þið,…

Internasjónalinn

Internasjónalinn (Lag / texti: erlent lag / Sveinbjörn Sigurjónsson) Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Bræður! Fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum…

Bræður til ljóss og til lausnar

Bræður til ljóss og til lausnar (Lag / texti: erlent lag / Aðalbjörn Pétursson) Bræður, til ljóss og til lausnar laðar oss heillandi sýn. Fögur mót fortíðar myrkrum framtíðin ljómandi skín. Endalaus milljóna móða máttug úr nóttinni brýst. Þrjár ykkar himninum hærra hrópa, því nóttin er lýst. Bræður, hver hönd tengist höndum. Hlægir oss dauði…

Fánasöngur

Fánasöngur (Lag / texti: Hallgrímur Jakobsson / Jón Rafnsson) Kvað við uppreisnarlag, lýsti‘ af öreigans brá þegar árgolan snerti þinn fald. Þú varst frelsisins tákn sem að treystum vér á, nú var takmarkið réttur og vald. Og þú beindir oss leið gegnum skugga og skin þar sem skiptast á ylur og gjóst. Þig vér lærðum…

Ertu nú ánægð?

Ertu nú ánægð? (Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen)   Ertu nú ánægð áttræð og komin á Grund, á dánarfregnir þú hlustar með hægð og hugsar um liðna stund. Manstu hve mamma var þakklát er Mogens í vist þig réð við uppvask og ungbarnagrát þú ánægð gekkst Jónsa með. Og Mogens gifti þig…

Er hnígur sól

Er hnígur sól (Lag / texti: erlent lag / Jóhannes úr Kötlum) Er hnígur sól að hafsins djúpi og hlin sorg á brjóstum knýr, vér minnumst þeirra er dóu‘ í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þér úr öllum áttum með óskir þær, er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn…

Eiður vor

Eiður vor (Lag / texti: Auður Haraldsdóttir og Þorvaldur Örn Árnason / Jóhannes úr Kötlum) Vér stöndum , hver einasti einn, um Ísland hinn skylduga vörð, af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast best þess sál, þegar hættan er mest, hver einasti einn. Gegn kalsi um framandi kvöð skal…

Dánarfregn

Dánarfregn (Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Steinn Steinarr) Í gærkvöldi andaðist Guðmundur Jónsson, gamall maður frá Patreksfirði. Og það kom upp úr dúrnum að eignir hans eru ekki svo mikils sem fimm aura virði. Það gerði nú ef til vill ekki svo mikið, fyrst engum til byrði í lífinu varð hann, og slíkt mætti…

Berðu ekki lóminn

Berðu ekki lóminn (Lag og texti: Sverrir Stormsker)   Ég horfi á hafið blátt. Ó, hve hér allt er smátt, og ég er aðeins agnar peð. Lítið ólán er, ég ætti að drekkja mér og mínum sorgum með. Lífið er mér leitt, ég lánlaus er og þreytt. Hvað fær mína götu greitt? Þú og aðeins…

Feigð

Feigð (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Sit hér einn og sötra vín, sortinn byrgir augu mín. Mér sama er hvort að sólin skín, mér sama er um allt, hvort heitt er eða kalt. Ég ma kallast elliær, en andi minn er hreinn og tær. Ég finn að eitthvað færist nær, sem fangar hverja taug, sem…

Í bestu súpum finnast flugur

Í bestu súpum finnast flugur (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Margþættur er mannsins hugur. Í letingjum býr leyndur dugur. Á spekihjúpum sér í smugur. Í bestu súpum finnast flugur. Engin sála sér hve sjóndöpur hún er. Hver lifir í sjálfum sér og sálast einn og sér. Þú lýtin skalt smækka, en mikla þinn mátt, þá…

Jónas í hvalnum

Jónas í hvalnum (Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Þórður Árnason / Þórður Árnason) Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval, stórum hval, rosa stórum hval, Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval og þá varð honum ekki um sel. Í Gyðingalandi í gamla daga hefur Gamla testamentið fyrir satt, að upp í munn…

Hanarnir tveir

Hanarnir tveir (Lag / texti: erlent lag / Þórarinn Hjartarson) Heyrist gal hanans svarta verður dimmt og deginum lýkur. En er rauða hanans glymur gal þá glaðnar og nóttin víkur. Viðlag Syng, enginn mun heyra. Taktu vindur minn söng sem engu nær eyra. Syng, hvað get ég meira. Vindinum eigna ég söng minn sem engir…

Farfuglar

Farfuglar (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundarson)   Sól og blíða bæta skapið, brosir vorið hlýtt mót ströndum, fáum loks að fagna aftur fuglunum úr suðurlöndum. Farfuglar, farfuglar fögnuð vekja alls staðar. Farfuglar, farfuglar fögnuð vekja alls staðar. Lóa, heiðagæs og lundi, langvía með vængi þanda, keldusvín og oddhvass kjói, krían herská mjög…

Fyrsti maí

Fyrsti maí (Lag / texti: Sigursveinn D. Kristinsson / Jóhannes úr Kötlum) Yfir fjöll, yfir sveitir og sanda, nú suðrænir vindar þjóta. Úr hömrunum hengjur falla og hlaupaskriður leið sér brjóta. Nú veður í hjarnskaflinn harða, þar sem hvergi sást áður spor, og klakinn hann grætur af klökkva. Það er komið sólskin og vor. Út…

Framtíðardraumar

Framtíðardraumar (Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson) Ef ég tilskildum námsþroska næ og ég nafnbætur hjúkkunnar fæ munu langþjáðir sjá mig og langa að fá jafnvel lasnir mig þrá -tral-la-la. Allur spítalinn mænir á mig. Sérhver maður fær óró í sig, ef ég svíf honum frá eða sest honum hjá jafnvel sjúkir mig…

Hildur

Hildur (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég horfi í augu þín, úr augum þínum skín hrein ómeðvituð gjöf til mín. Það eina hér sem yljar mér í lífsins frosti og fönn, sem gefur dug í dagsins önn. Ég lít í augu þín og lít þar augu mín. Minn bústaður hann er í þér. Oft ástarhjal…

Hinn nýi íslenski þjóðsöngur

Hinn nýi íslenski þjóðsöngur (Lag og texti: Sverrir Stormsker og Þórður Magnússon) Þorskurinn, Ingólfur, Grettir og Glámur, Gullfoss og Þingvellir, hundurinn Sámur, Eyvindur, Halla og Laxness og landinn, lúsin og Fjallkonan, efnahagsvandinn, Geysir og sápan, Gunnar og Mjölnir, glíman og paparnir, Jónas og Fjölnir, Vigdís og Erró og þreyjandi þorri, Þórður og Sverrir og víðlesinn…

Ég get þig ekki glatt

Ég get þig ekki glatt (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Mér finnst það leitt að geta‘ ekki neitt gert fyrir þig, ég er staur. Ég segi þér alveins og er: Ég má ei missa aur. Ég segi þér hreina satt, ég milljónir greiði í skatt. Ég betla í minn kúluhatt. Ég get þig ekki glatt.…

Þú ert eini vinur þinn

Þú ert eini vinur þinn (Lag og texti: Sverrir Stormsker)   Þú leiðir einhvern á leið svo leiðin verði greið, gefum blindum sýn, leggur einhverjum lið, þið labbið hlið við hlið, en aðeins stutta stund, því maður sem að sér synjar fylgd með þér og burtu fer. Þú sýnir sanna dyggð, þú sýnir hreina tryggð,…

Komdu með

Komdu með (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Komdu með mér í partíið, taktu til á þér andlitið. Ekki vera með vol og víl, gargaður frekar á leigubíl (strax, nú strax). Ó, komdu með, það kætir gerð, ó, komdu, ég í seðlum veð. Hoppum og verum kát, skoppum við Twist and shout, stoppaðu harmagrát og komdu…

Alls staðar er fólk

Alls staðar er fólk (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Hve hátíðlegt er heimsins slekt, heimskt og leiðitamt, svo gáfnatregt og lúalegt, svo lúmskt og íhaldssamt. Mjög er normalt mannfólkið og mett af bábyljum. Svo þungbúið er þetta lið og þröngsýnt með afbrigðum. Samt er nákvæmlega sama hvert ég fer, já sama hvar ég er, alls…

Þú leiddir mig í ljós

Þú leiddir mig í ljós (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Þú sem ert fallinn frá, ert farinn, kominn að ós; Líf þér ég launa á, þú leiddir mig í ljós. Trú mína og tálsýnir þú tókst og fleygðir á bál. Ískaldur eldur þinn enn yljar minni sál. Vinur minn, kæri vinur minn, í bakkann reynir…

Ávallt viðbúnir

Ávallt viðbúnir (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Skátar eru yfir höfuð ekki mikið inná krám. Þeir nota frekar tímann til að taka ketti niður úr trjám. Hugsum til barnanna, unglinga, gamlingja. Við gerum margt góðverkið, sem göfgar mannkynið. Við björgum fólki úr fjöllunum og forðum því frá tröllunum. Rjúpnaskyttum skjótum vér skjólshúsi yfir, sem vera…

Paradís

Paradís (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Sumar, vetur, vor og haust ég vinn en ekkert hlýt. Já alla daga endalaust ég ösla slor og skít. Ó, ég vil fá mér nesti og nýja skó. Af nepju hef ég fengið meir en nóg. Já, það er ljóst á landi þessu líður engum vel. Hér er allt…

Göfugugginn

Göfugugginn (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ég kafa í minn innri manna, af alefli ég göfga hann með lestri um hin lífsins duldu mál. En ef mig vantar eitthvert svar ég alsæll rýni í stjörnurnar, því stöður þeirra stjórna minni sál. Ég er sjálfskoðuð sál, ég er sannleikans mál, ég er opinn sem útsprungið blóm.…

Austurstræti 1984

Austurstræti 1984 (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Skyggnið er ágætt, en hvort það er vor eða vetur, veit ég eigi svo gjörla en frostið stingur. Um Austurstræti ég eigra með hendur í vösum. Ælugrænn staur sit allra síðasta syngur. Á pulsubarnum bið ég um eina með rúsínu og bæti því við til fróðleiks ég hlynntur…

Glens er ekkert grín

Glens er ekkert grín (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Gjarnt er mönnum gáfnatregum að gleyma sér við skens og líta aldrei alvarlegum augum á spaug og glens. Þegar ég sé ánægt fólk, hreint ákaflega sælt, þá gæti ég í gremju minni gubbað, nú eða ælt. Já, gjarnt er háðskum heimskingjum að hafa allt í flimtingum;…