Chao chao (1986)

Chao chao var hljómsveit úr Reykjavík sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1986. Meðlimir þessarar sveitar voru Arnar Freyr Gunnarsson söngvari, Rafn Jónsson hljómborð og Þorsteinn Halldórsson hljómborðsleikari en hún lék eins konar raftónlist. Chao chao komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Dansdeildin (1988)

Dansdeildin var þriggja manna sveit úr Reykjavík, starfandi 1988 og tók þátt í Músítilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar þá um vorið. Meðlimir voru Árni E. Bergsteinsson, Einar M. Garðarsson og Ingibergur Kristinsson en þeir voru allir hljómborðsleikarar, Árni var jafnframt söngvari Dansdeildarinnar.

Diddi (1991)

Hljómsveitin Diddi kom úr Reykjavík og var starfandi 1991, tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Marteinsson trommuleikari, Einar Tönsberg bassaleikari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari og Þorri Jónsson söngvari. Diddi komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna en starfaði allavega eitthvað fram yfir mitt sumar.

Dos pilas (1992-96)

Grunge hljómsveitin Dos Pilas var stofnuð haustið 1992 í Reykjavík af þeim Ingimundi Ellert Þorkelssyni bassaleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara (Bleeding Volcano), Davíð Þór Hlinasyni gítarleikara og söngvara (Sérsveitin o.fl.), Heiðari Kristinssyni trommuleikara (Sérsveitin, No time o.fl.) og Jóni Símonarsyni söngvara (Bootlegs, Nabblastrengir o.fl.). Sveitin varð fljótlega áberandi í spilamennsku og eftir að lög með henni…

Dystophia (1992)

Reykvíska dauðarokkssveitin Dystophia var ein þeirra sveita sem þátt tóku í dauðarokksenunni upp úr 1990. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992 og var þá skipuð þeim Eiríki Guðjónssyni gítarleikara, Herbert Sveinbjörnssyni trommuleikara, Magnúsi Guðnasyni bassaleikara og Aðalsteini Aðalsteinssyni gítarleikara, sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…

Echo [6] (2009)

Echo hét hljómsveit starfandi í Reykjavík 2009, hún var stofnuð upp úr System failure og hafði á að skipa þeim Pétri Þór Sævarssyni gítarleikara, Aroni Tryggva Jóhannessyni trommuleikara, Skúla Arnarsyni gítarleikara, Birki Má Þrastarsyni bassaleikara og Kára [?] söngvara. Sveitin varð líklega ekki langlíf.

Einelti (2000)

Einelti hét hljómsveit úr Reykjavík, hún keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Bjarni Tryggvason gítarleikari, Þorsteinn Einarsson bassaleikari, Rolf Hákon Árnason trommuleikari og Björn Ingi Vilhjálmsson söngvari skipuðu sveitina sem komst ekki í úrslit tilraunanna.

Englabossar [1] (1981-82)

Hljómsveitin Englabossar úr Breiðholtinu starfaði 1982, keppti þá í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og hafnaði þar í öðru til þriðja sæti ásamt Fílharmóníusveitinni, á eftir DRON sem sigraði. Arngeir Heiðar Hauksson gítarleikari, Hörður Ýmir Einarsson trommuleikari og Hlynur Rúnarsson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var síðla árs 1981. Sveitin vakti nokkra athygli þegar hún kom fram…

Englaryk (1978-81)

Pönksveitin Englaryk var annar undanfari hljómsveitarinnar Vonbrigða, sem síðar varð hlutgervingur íslensks pönks enda átti titillag þeirrar sveitar ekki lítinn þátt í að kynna kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Englaryk mun hafa verið nokkuð langlíf sveit á þess tíma mælikvarða, hún var líklega stofnuð 1978 af þeim Jóhanni Vilhjálmssyni gítarleikara, Jökli Friðfinnssyni bassaleikara, Grétari [?] og…

Exodus [1] (1978-81)

Exodus var hljómsveit sem skipuð var nokkrum ungmennum á aldrinum 13-15 ára sem síðar urðu þjóðþekktir tónlistarmenn, sveitin skóp af sér tvær þekktar sveitir síðar. Sveitin var stofnuð síðla árs 1978 í Árbænum en haustið 1979 hafði hún tekið á sig endanlega mynd, þá var hún skipuð söngkonunni og þverflautuleikaranum Björk Guðmundsdóttur, Ásgeiri Sæmundssyni (Geira…

Expet (1988)

Hljómsveitin Expet starfaði í Reykjavík 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir voru þá Róbert Bjarnason og Guðjón Guðjónsson hljómborðsleikarar, og Óttar Pálsson og Ingvar Ólafsson söngvarar og ásláttarleikarar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina en þær væru vel þegnar.

Tha Faculty (1999)

Tha Faculty var hópur ungra hip hop tónlistarmanna og rappara, stofnaður upp úr Subterranean snemma vors 1999 og starfaði um nokkurra mánaða skeið, fram á haust þetta sama ár. Hópurinn innihélt hóp ungra manna og kvenna en hann var nokkuð breytilegur að stærð og skipan þar sem menn komu og fóru, iðulega var kjarninn í…

Fagmenn (1986-87)

Hljómsveit úr Reykjavík, starfandi 1987 og keppti þá í Músíktilraunum, komust þar í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Bjarni Páll Ingason bassaleikari, Jón T. Gylfason gítarleikari og Gísli Leifsson trommuleikari. Sveitin var stofnuð haustið 1986 en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði.

Falcon [1] (1957-60)

Hljómsveitin Falcon var starfrækt í Reykjavík um þriggja ára skeið í kringum 1960. Sveitin lék einkum á ballstöðum höfuðborgarinnar og fór lítið út á landsbyggðina. Eins og yfirleitt var í auglýsingum þess tíma var bætt aftan við nafn sveitarinnar kvintett eða sextett eftir stærð hennar í hvert sinn, þannig gekk hún ýmist undir nafninu Falcon…

Faríel (1999)

Hljómsveitin Faríel úr Reykjavík starfaði 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Andri Valur Jónsson gítarleikari, Benedikt Jón Þórðarson trommuleikari, Björn Halldór Helgason hljómborðsleikari, Brendan Þorvaldsson söngvari og gítarleikari og Patrik Þorvaldsson bassaleikari. Faríel komst í úrslit en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Fast cars (1986)

Í Menntaskólanum við Hamrahlíð var hljómsveitin Fast cars starfandi haustið 1986. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Fíaskó [1] (fyrir 1970)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð líklega fyrir 1970, í henni var Ragnar Daníelsen bassaleikari (Stuðmenn o.fl.) en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.

Fítónn jóðsjúkra kvenna (1997-2000)

Dúettinn Fítónn jóðsjúkra kvenna kom við sögu á safnplötunni Tún, en hún var gefin út í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1997 og munu meðlimir dúósins, þeir Trausti Óskarsson [Lomber] og Flóki Guðmundsson hafa verið nemar í skólanum. Tónlistin var tekin upp á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara MH í febrúar 1997. Svo virðist sem Fítónn…

Fjarkar [1] (1963-68)

Reykvíska sveitin Fjarkar voru gítarhljómsveit í upphafi, stofnuð í Austurbæjarskóla haustið 1963 en fylgdi straumnum eins og aðrir og varð að bítlasveit, enda meðlimir hennar í upphafi á aldrinum 14-16 ára. Meðlimir Fjarka alla tíð voru Kristbjörn Þorláksson trommuleikari, Jóhann Ögmundsson gítarleikari, Kristján Gunnarsson gítarleikari og Kristján Snorri Baldursson bassaleikari. Líkast til sungu þeir flestir.…

Foli og flippararnir (1989)

Reykvísk hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vorið 1989. Meðlimir sveitarinnar voru þau Haraldur Leonhardsson trommuleikari, Árni Heiðar Pálmason gítarleikari, Sigurður Sveinsson söngvari, Þorgerður Óskarsdóttir söngkona, Guðni [?] hljómborðsleikari og Gunnar Freyr Jóhannsson bassaleikari.

Frír bjór (2000)

Hljómsveitin Frír bjór (frá Reykjavík) tók þátt í Músíktilraunum 2000 og komst þar í úrslit. Sveitin spilaði einhvers konar funk blöndu og voru meðlimir sveitarinnar þeir Atli Bollason hljómborðsleikari (Sprengjuhöllin o.fl.), Kári Hólmar Ragnarsson básúnuleikari og Leó Stefánsson melódiku-, hljóð- og grúvboxleikari voru í þessari sveit. Sveitin breytti nafni sínu um áramótin 2000-01 og kölluðu…

Fúþark (1986)

Hljómsveitin Fúþark úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1986 en komst ekki áfram í úrslit. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar.

Fyrirbæri [1] (1985-86)

Hljómsveitin Fyrirbæri úr Reykjavík var stofnuð snemma vors 1985 og starfaði a.m.k. eitthvað fram á sumar 1986. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar síðara árið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Kristján Eldjárn gítarleikari, Stefán Eiríksson söngvari (síðar lögreglustjóri í Reykjavík), Baldur Stefánsson bassaleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari og Haraldur Kristinsson…

Gabríellurnar (1974-75)

Söngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær. Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur…

Gaddavír (1969-73)

Hljómsveitin Gaddavír úr Reykjavík var nokkuð þekkt á sínum tíma en hún starfaði um fjögurra ára skeið um og upp úr 1970. Hún var stofnuð sumarið 1969 og gekk fyrst undir nöfnum eins og Gröfin og síðan Friður, var fyrst um sinn fimm manna en þegar meðlimum sveitarinnar fækkaði niður í þrjá hlaut hún nafnið…

Geislar [1] (1963-64)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um þá skólahljómsveit sem ku hafa borið nafnið Geislar, en hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík upp úr 1960, líklega þó ekki fyrr en 1963 eða þar um bil. Gunnar Jökull Hákonarson (Trúbrot o.fl.) mun hafa stofnað sveitina ásamt Viðari Jónssyni og Jóni Ármannssyni, og síðar bættist í…

Gígjan [5] (1915-22)

Lúðrasveitin Gígjan var starfandi í Reykjavík um sjö ára tímabil á fyrri hluta síðustu aldar. Hún er einn undanfari Lúðrasveitar Reykjavíkur. Gígjan var stofnuð 1915 af Hallgrími Þorsteinssyni og fleirum upp úr lúðrasveit góðtemplara sem hafði borið nafnið Svanur (líkt og önnur lúðrasveit síðar). Litlar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit en Reynir Gíslason mun…

Gítar (1983)

Hljómsveitin Gítar var starfandi í byrjun árs 1983, líklega í Reykjavík. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit.

Gjörningur (1987)

Gjörningur úr Reykjavík var hljómsveit stofnuð vorið 1987 og tók þátt í Músíktilraunum fáum vikum síðar. Sveitin, sem státaði af eina kvenþátttakandanum það árið komst í úrslit tilraunanna en meðlimir sveitarinnar voru þau Níels Ragnarsson hljómborðsleikari, Þröstur Harðarson gítarleikari, Lárus Már Hermannsson trommuleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari og Unnur Jóhannesdóttir söngkona. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar…

Glampar [1] (1964-68)

Hljómsveitin Glampar var starfrækt í Reykjavík um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Í sveitinni voru m.a. Egill Ólafsson (Stuðmenn o.fl.) gítarleikari og söngvari, Höskuldur Gísli Pálsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari (Pelican o.fl.) og Karl Júlíusson trommuleikari. Þeir voru allir mjög ungir að árum enda störfuðu Glampar innan Álftamýrar- og Austurbæjarskóla. Höskuldur hætti fyrstur…

Glaumar og Laula (1967)

Unglingahljómsveitin Glaumar og Laula var starfandi á sjöunda áratugnum, stofnuð 1967 í Hlíðaskóla en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði. Jakob Frímann Magnússon var orgelleikari í henni á sínum yngri árum en það var fyrsta hljómsveitin sem hann lék í. Einnig voru Jakob Fenger trommuleikari, Guðlaugur Stefánsson gítarleikari og Guðbjörg Lýðsdóttir (Laula) söngkona í…

Glerbrot (1991-92)

Hljómsveitin Glerbrot starfaði um eins árs tímabil og lék blúsrokk á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin kom fyrst fram vorið 1991 og spilaði nokkuð þá um sumarið. Meðlimir hennar voru þeir sömu og vori í blússveitinni Blúsbroti, þeir Vignir Daðason söngvari og munnhörpuleikari, Ari Daníelsson saxófónleikari, Ari Einarsson gítarleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og…

Glimmerbomban Bonní (1997)

Engar upplýsingar er að finna um þennan flytjanda, líklegast þykir þó að um sé að ræða stundargaman sprottið úr afkimum húmorískra nemenda innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin (ef það er hljómsveit) átti lagið Sinalco á safnplötunni Tún, sem jú einmitt var tekin upp á tónleikum snemma árs 1997 í Norðurkjallara MH og skartaði…

Gloss [1] (1995-98)

Diskófönksveitin Gloss var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og hélt uppi stuði á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Gloss var stofnuð veturinn 1995-96 upp úr hljómsveitinni Atlotum, sveitin var æði fjölmenn í upphafi enda hugsuð til að spila fjölbreytta diskó-, sálar- og fönktónlist með brassívafi, meðlimir hennar voru þá Sævar Garðarsson trompetleikari, Freyr Guðmundsson trompetleikari, Jón…

Goblin (1992)

Hljómsveitin Goblin úr Reykjavík var skipuð þeim Sveini Ó. Gunnarssyni gítarleikara, Davíð Ó. Halldórssyni söngvara, Ásgeiri Bachmann trommuleikara og Bjarna Magnússyni bassaleikara þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna og engar frekari upplýsingar er að finna um hana.

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

Góðir í boði (2001-02)

Góðir í boði var söngkvartett karla, stofnaður 2001. Hann var skipaður þeim Birni Björnssyni, Ólafi M. Magnússyni, Sævari S. Kristinssyni og Hirti Gústavssyni. Líftími kvartettsins varð ekki langur, aðeins eitt ár, en árið 2002 var kórinn Raddbandafélag Reykjavíkur stofnaður upp úr kvartettnum, Góðir í boði náði þó að fara í söngferðalag til Ítalíu á þessu…

Grasrex (1974)

Hljómsveitin Grasrex starfaði 1974 og vann sér helst til frægðar að leika með söngtríóinu Gabríellunum á söngskemmtunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hvar sveitarmeðlimir voru í námi. Hópurinn kom oft fram undir nafninu Gabríellurnar og Grasrex, og síðar átti hluti hans eftir að sameinast í Diabolus in musica. Nafnið Grasrex mun upphaflega verið komið til fyrir…

Greip (1995-97)

Hljómsveitin Greip hélt uppi stuðinu á öldurhúsum borgarinnar og sveitaböllum víða um land á árunum 1995-97, þó með einhverju hléum. Sveitin var líklega stofnuð vorið 1995 og voru þá í henni Einar Guðmundsson gítarleikari, Kristinn J. Gallagher bassaleikari, Magnús A. Hansen gítarleikari, Þórður H. Jónsson trommuleikari og Guðbjörg Ingólfsdóttir söngkona. Eftir langt hlé (vorið 1997)…

Guði gleymdir (1989-92)

Hljómsveitin Guði gleymdir kom úr Breiðholtinu og var skipuð ungum meðlimum, vel innan við tvítugt. Þeir voru Ragnar Þór Ingólfsson trommuleikari, Jón Yngvi Gylfason bassaleikari, Eiríkur Kristinsson gítarleikari, Már Halldórsson gítarleikari og Hjörvar Hjörleifsson (Stranger) söngvari. 1992 kom út snælda samnefnd sveitinni en hún vakti ekki mikla athygli, fljótlega leystist sveitin upp og önnur sveit,…

Hrúgaldin (1980)

Hrúgaldin var hljómsveit í Breiðholtinu starfandi um 1980, hún var undanfari Vonbrigða og var að mestu skipuð þeim sömu og voru í þeirri sveit. Árni Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Ellertsson bassaleikari og Þórarinn Kristjánsson trommuleikari voru líklega í Hrúgaldinum. Sveitin hét einnig um tíma Raflost.

In memoriam (1993-93)

Thrashmetal hljómsveitin In memoriam úr Reykjavík var stofnuð snemma sumars 1991 upp úr annarri, Mortuary sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna þá um vorið. Síðar um sumarið keppti sveitin í hljómsveitakeppni í Húnaveri sem haldin var um verslunarmannahelgina. Þar gerðin hún sér lítið fyrir og sigraði en hluti verðlaunanna var að spila á Íslendingahátíð ásamt…

Infusoria (1991)

Hljómsveitin Infusoria varð þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1991. Sveitin hafði þá starfað undir öðrum nöfnum áður frá haustinu 1989, þ.á.m. Sororicide, en eftir sigurinn í tilraununum breyttu meðlimir nafni sveitarinnar aftur í Sororicide. Undir því nafni varð hún þekktust. Meðlimir Infusoriu vorið 1991 voru þeir Gísli Sigmundsson bassaleikari (Changer o.fl.), Guðjón Óttarsson…

Karlakór alþýðu [1] (1932-38)

Karlakór alþýðu var kór jafnaðarmanna og sósíalista en hann starfaði í nokkur ár á fjórða áratugnum í Reykjavík og lagði einkum áherslu á lög við hæfi s.s. jafnaðarmanna- og ættjarðarsöngva. Hann var með fyrstu starfandi karlakórum á Íslandi. Kórinn hóf æfingar haustið 1932 en var ekki stofnaður formlega fyrr en eftir áramótin 1932-33. Jón Ísleifsson…

Karlakór alþýðu [2] (1997)

Karlakór með þessu nafni söng við hátíðarhöld í Reykjavík á verkalýðsdeginum 1. maí 1997. Engar upplýsingar er þó að finna um þennan karlakór og hefur hann að öllum líkindum aðeins sungið við þetta eina tækifæri.

Keldusvínin (1991-92)

Tríóið Keldusvínin frá Reykjavík og Húsavík starfaði á árunum 1991 og 92. Síðara árið keppti sveitin í Músíktilraunum en gerði þar engar rósir, í kjölfarið heyrðist ekkert frá sveitinni. Bergþór Hauksson bassaleikari og söngvari, Ármann Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún spilaði í tilraununum.

Kjarnar (1965-)

Hljómsveitanafnið Kjarnar kemur nokkuð víða við í fjölmiðlum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Ekki er ljóst út frá heimildum hvort um eina eða fleiri hljómsveitir er að ræða og hér er því haldið opnu. Vitað er um bítlasveit frá Akranesi sem starfandi var haustið 1965 en meðlimir þeirrar sveitar voru á gagnfræðiskóla aldri, þeir voru…

Leiðtogarnir (1989)

Sveit sem keppti í Músaíktilraunum 1989. Garðar Hinriksson var söngvari þessarar sveitar. Aðrir meðlimir voru Sigurður Ólafsson trommuleikari, Vilhjálmur Ólafsson bassaleikari og Sigurjón Alexandersson gítarleikari. Leiðtogarnir komu úr Reykjavík.