Siglum áfram

Siglum áfram (Lag / texti: erlent lag (Freight train) / Friðrik Guðni Þórleifsson) Viðlag Siglum áfram sjóinn á siglum áfram ströndu frá. Ég skal standa stýrið við og stefna út á særokið. Sumir elska hund og hest, hata sjóinn eins og pest. Sjálfur kaus ég mér sjómannskjör, með salt í greip og á vör. viðlag…

Vorkvæði

Vorkvæði (Lag / texti: Friðrik Bjarnason / Þorsteinn Erlingsson) Þegar flýgur fram á sjá fagra vorið bráðum, margar kveðjur Ísland á undir vængjum báðum; blóm á engi, álf við foss ætlar það að finna, þá fær hver sinn heita koss Hafnar-vina sinna. Syngdu vor, með sætum róm, syngdu um holt og móa, hvar sem lítið…

Stjenka Rasin

Stjenka Rasin (Lag / texti: erlent lag / Jón Pálsson) Norður breiða Volgu vegu, veglegt fer með þunguð skrið skipaval mót stríðum straumi: Stjenka Rasin hetjulið. Fremstur stendur frægur Rasin, faðminn opnar blíðri snót. Kærleikshátíð heldur Rasin, hlýnar sál við ástarhót. Læðist kurr um kappaskarann: “Kempan sveik vort bræðralag. Eina stund með ungmey var hann,…

Við erum ung

Við erum ung (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Ragnarsson) Við erum ung og viljum gera margt, verkefnin næg og framundan er bjart. Lífsins við njótum við leiki, störf og söng, dægrin löng, lífsins njótum. Við erum ung með æskuþrá og þrótt. Því gleðjumst við og dönsum öll í nótt. Í ungum hjörtum sem…

Kom draumanótt

Kom draumanótt (Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum) Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur – ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt með fangið fullt af friði og ró.…

Tryggðareiðinn tókstu

Tryggðaeiðinn tókstu (Lag /texti: erlent lag / Guðmundur Einarsson)   Tryggðaeiðinn tókstu frá mér týndir mínum gæfusjóð, aðeins skildirðu eftir hjá mér örlaganna brunnu glóð. Allar hjartans undir þrotnar ástin köld sem hrímað gler, vona minna borgir brotnar, sem byggðir voru handa þér. Fyrir handan fjöllin háu finn ég liggja sporin þín, engilskæru augun bláu…

Anda þú skalt (úr Hárinu 1970)

Anda þú skalt (úr Hárinu 1970) (Lag / texti: erlent lag / Kristján Árnason) Halló brennisteinsbræla, blessuð kolsýringssvæla, ég finn, ég finn loft flæða um allt, djúpt inn anda þú skalt – ávallt. Blóðrás, bullandi af víni; brjósthol, fyllt níkótíni. Ég ljúfan ilm, finn leika um allt, djúpt inn þú anda skalt – ávallt. [óútgefið]

Þú álfu vorrar yngsta land

Þú álfu vorrar yngsta land (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Hannes Hafstein)   Þú álfu vorrar yngsta land vort eigið land, vort fósturland. Sem framgjarna unglings höfuð hátt þín hefjast fjöll við ölduslátt. Þótt þjaki böl með þungum hramm þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram.   [m.a. á plötunni Vor í…

Þið þekkið fold

Þið þekkið fold (Lag / texti: Helgi Helgason / Jónas Hallgrímsson)   Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla: drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla.   [m.a. á plötunni Söngkvartettar: útvarpsperlur – ýmsir]

Þar sem háir hólar

Þar sem háir hólar (Lag / texti: Árni Thorsteinsson / Hannes Hafstein)   Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla. Lék í ljósi sólar, lærði hörpu‘ að stilla hann sem kveðja kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í muna‘ og munni mögur sveitablíðu. Rétt við háa hóla hraunastalli undir, þar sem fögur fjóla fegrar sléttar grundir,…

Yfir voru ættarlandi

Yfir voru ættarlandi (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Steingrímur Thorsteinsson) Yfir voru ættarlandi alda faðir, skildi halt. Veit því heillir, ver það grandi, virstu‘ að leiða ráð þess allt. Ástargeislum úthell björtum yfir lands vors hæð og dal. Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum, ljós er aldrei slokkna skal [m.a. á plötunni Samkór Rangæinga…

Miranda

Miranda (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Gíslason) Nú klæðist möttli grænum grund, nú glóir vogur, brosir sund, og allt er fullt af fuglasöng og fögur kvöldin, björt og löng. En samt, Míranda, án þín er þó ekkert vor né ljós hjá mér, því jafnvel vorinu’ uni’ ég ei, ef ertu fjarri, kæra mey.…

Þú ert mitt sólskin

Þú ert mitt sólskin (Lag / texti: erlent lag / höfundur ókunnur) Þú ert mitt sólskin, mín ástin eina, þú ert mín gleði, þótt byrgi sól. Ég má ei hug mínum lengur leyna, ó, lífs míns dís, í bláum kjól. Er veður kólna og kolin hækka í kytru minni er alltaf hlýtt. Er stríði lýkur…

Móðurást

Móðurást (Lag / texti: Possibillies / Árni Helgason) Allt er jafnslétt, ís yfir tjörnum, andi næðir kaldur á hjörnum; stjörnur dauft í snjóþoku skína, stefnunni því hægt er að týna. Tvíburar um háls móður hanga, henni verður megn um að ganga, fóta kann ei fram róa árum, frosnum særist þunn kinn af sárum. Spjarir af…

Undir bláum sólarsali

Undir bláum sólarsali (Lag / texti: þjóðlag / Eggert Ólafsson) Undir bláum sólarsali Sauðlauks upp í lygnum dali fólkið hafði af hanagali hversdagsskemmtun bænum á. Fagurt galaði fuglinn sá. Fagurt galaði fuglinn sá. Og af fleiri fugla hjali frygð um sumar stundir. Listamaðurinn lengi þar við undi. Hunangs blóm úr öllum áttum ilmi sætum lífga…

Sumri hallar

Sumri hallar (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)   Sumri hallar, hausta fer, heyri snjallir ýtar, hafa fjallahnjúkarnir húfur mjallahvítar. Girnar allar elfur skjól undir mjallar þaki, þorir varla‘ að sýna sól sig að fjallabaki. Verður svalt því veðri‘ er breytt, vina eins er geðið: þar sem allt var áður heitt er nú kalt og…

Raunakvæði

Raunakvæði (Lag / texti: þjóðlag / Stefán Ólafsson)   Ég veit eina baugalínu, af henni tendrast vann eldheit ást í brjósti mínu, allur svo ég brann, bjartleit burtu hvarf úr rann. Nú er ei hugurinn heima, því hana ei öðlast kann.   [m.a. á plötunni Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór K.F.U.M. – 1916-1976]

Nú er vetur úr bæ

Nú er vetur úr bæ (Lag / texti: þjóðlag / Jónas Hallgrímsson)   Nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ og þar sefur í djúpinu væra, en sumarið blítt kemur fagurt og frítt meður fjórgjafar-ljósinu skæra. Brunar fley yfir sund. Flýgur fákur um grund. Kemur fugl heim úr suðrinu heita. Nú er vetur…

Kvölda tekur, sest er sól

Kvölda tekur, sest er sól (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)   Kvölda tekur, sest er sól, sígur þoka á dalinn. Komið er fram á kvíaból, kýrnar, féð og smalinn. Senn er komið sólarlag, sést á norðurheiðum, líður á þennan dýrðardag: drottinn stýri leiðum. Senn er komið sólarlag, sést á norðurfjöllum, líður á þennan dýrðardag:…

Þú bláfjalla geimur

Þú bláfjalla geimur (Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson)   Þú bláfjalla geimur með heiðjöklahring um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta, um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristalsdagga.…

Amma raular í rökkrinu

Amma raular í rökkrinu  (Lag / texti: Guðmundur Árnason / Anton Helgi Jónsson)   Í Washington eflir sjötugur forseti frið og hann kvakar öll sín makalausu ljóðaljóð. Í Washington eflir sjötugur forseti frið og hjá fjendum vill hann fá að renna við með friðargæslulið. Frá Jú – ess – ei flykkjast dópaðir dátar í stríð…

Ölerindi

Ölerindi (Lag / texti: þjóðlag / Hallgrímur Pétursson) Nú er ég glaður á góðri stund sem á mér sér. Guði sé lof fyrir þennan fund og vel sé þeim sem veitti mér. Viljað hef ég á vina mót sem nú á sér, reynt af mörgum hýrleg hót. Og vel sé þeim sem veittir mér. Þó…

Upp á himins bláum boga

Upp á himins bláum boga (Lag / texti: þjóðlag / Benedikt Gröndal)   Uppi á himins bláum boga bjartir stjörnuglampar loga, yfir sjóinn undurbreiða unaðsgeisla máninn slær. En hvað er fegurð himinsala? Hvað er rós og blómin dala móti djúpu meyjar auga, mátt er allan sigrað fær?   [m.a. á plötunni Jóhann Konráðsson og Kristinn…

Kanakokteillinn

Kanakokteillinn (Lag og texti: Böðvar Guðmundsson)   Hefurðu komist í kokteilinn þann sem Kaninn á Vellinum býður? Mörgum finnst þungur í maganum hann og margan í kverkarnar svíður. Víetnamblóð í vínið þar er látið og vonleysisins tár, sem fanginn hefur grátið. Geislavirkt ryk og grískur kvalalosti, gullmolar, hungur og þorsti. Og auk þess er látið…

Íslendingabragur

Íslendingabragur (Lag / texti: Ingi Gunnar Jóhannsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)   Áður fyrr þá bjuggu hér á landi margir æðislegir kappar sem áttu sína hetjudrauma, hugsjónir og vopnabraksins gný. En konur þeirra voru heldur ekki neinir kraftlausir álappar, þær kunnu að haga seglum eftir vindi og gengust upp í því. Nú væri Egill Skallagríms…

Hvert afrek bróðir

Hvert afrek bróðir (Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Gunnar Dal) Með tómleik þúsund ára í augum, öldin velkist giftusmá. Suma ærir Ameríka, aðra blindar Rússíá. Hvert afrek bróðir, ætlar þú að vinna? Íslendingur lít til fjalla þinna. Oss sviku vorir blindu bræður á baráttunnar hættustund, og fyrir hernáms silfur seldu þeir sálir vorrar eina…

Hvað gerum við?

Hvað gerum við? (Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)   Við tölum uns við hættum að skilja hvert annað. Þá verða orðin okkur steinrunnin líkneski. Við syngjum uns við hættum að hljóma til bergmáls. Þá verða tónar okkar lítils virði framar. Við berjumst uns við hættum að hata hvert annað. Þá verða…

Þú ert sjálfur Guðjón

Þú ert sjálfur Guðjón (Lag / texti: Hörður Torfason / Þórarinn Eldjárn)   Guðjón lifir enn í okkar vonum, enginn getur flúið skugga hans, þér er sæmst að halla þér að honum, hann er gróinn sál þíns föðurlands, þig stoðar lítt með gulli og glysi að skarta, þú ert Guðjón sjálfur innst í hjarta. Ungan…

Gagn og gaman

Gagn og gaman (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Pétur Gunnarsson)   Hnötturinn um himinhvolfið hendist sína leið, farþegar á honum erum við, farangurinn fullt af drasli, flestir eiga í voða basli, gagn og gaman – gleymdust þið? Börnin kúra í barnavögnum, blá og rauð og græn á bakinu þau berjast grátinn við, seinna stíga…

Fimm börn

Fimm börn (Lag / texti: Bergur Þórðarson / Jakobína Sigurðardóttir)   Þau sitja í brekkunni saman syngjandi lag, tvær stúlkur, þrír drengir með bros um brár sem blóma leita í dag. Þau vita ekki að heimurinn hjarir á heljarþröm. Þau elstu tvö eru aðeins fjögurra og öllum er gleðin töm. Því allt sem frá manni…

Draumur minn

Draumur minn (Lag / texti: erlent lag / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)   Draumur minn er lítillátur og laus við stóryrðanna raust, laus við öll hin fögru fyrirheit um frið á jörðu endalaust. Nei draumur minn er miklu smærri, hann mælist þér í lófa gjarn. Draumur minn er frekast draumurinn um dagsins önn og land og…

Takið eftir

Takið eftir (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Takið eftir! Tíminn líður. Takið vel eftir! Yður er í dag öxluð þyngri byrði, en áður var á herðar heimsins lögð. Yður er í dag fengin sú vitneskja að veislan hljóti senn að taka enda. Almættið bíður þess átaks, sem þarf til að stilla hóf. Í dag…

Stríðið

Stríðið (Lag / texti: Árni Johnsen / Halldór Laxness) Spurt hef ég milljón manns sé myrtir í gamni utanlands: sannlega mega þeir súpa hel: ég syrgi þá ekki; fari þeir vel. Afturámóti var annað stríð í einum grjótkletti forðum tíð, en það var allt útaf einni jurt, sem óx í skjóli og var slitin burt.…

Seinni tíma sálmalag

Seinni tíma sálmalag (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Bergþóra Árnadóttir) Oft er lífið öfugsnúið, æfikjörin fest á þráð. Þegar okkar þrek er búið, þarf að finna einhver ráð. Gott mér þætti að geta unnið, gefst þó varla réttur til. Ellin hefur um mig spunnið annars konar lokaspil. En hvað er líf og hvað…

Segulstöðvablús

Segulstöðvarblús (Lag / texti: Bubbi Morthens / Þórarinn Eldjárn) Sit hér á seglinum, ungbarn, sötrandi minn djús. Sit hér á seglinum, ungbarn, sötrandi minn djús. Ég sit hér og söngla segulstöðvarblús. Á segulinn segulmagnaða. Á segulinn segulmagnaða leita úr lofti leikföng stórvelda. Til hvers þá segullinn sé hér? Veit sá er ekki spyr, til hvers…

Lofsöngur

Lofsöngur (Lag og texti: Böðvar Guðmundsson) Á Íslandi þurfa menn aldrei að kvíða því illræmda hungri sem ríkir svo víða því amríski herinn svo réttsýnn og rogginn hann réttir oss vafalaust eitthvað í gogginn, ó, hó, það segir Mogginn. Hinn amríski stríðsguð sem stendur á verði hann stuggar burt föntum með logandi sverði, í Kóreu…

Litlir kassar

Litlir kassar (Lag / texti: erlent lag / Þórarinn Guðnason) Litlir kassar á lækjarbakka, litlir kassar úr dinga-linga-ling. Litlir kassar, litlir kassar, litlir kassar, allir eins. Einn er rauður, annar gulur, þriðji fjólublár og fjórði röndóttur. Allir búnir til úr dinga-linga enda eru þeir allir eins. Og í húsunum eiga heima ungir námsmenn sem ganga…

Landsvísa

Landsvísa (Lag og texti: Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson))   Eins og forðum daga sjeikspír heitinn sagði: sú er raunin mest tu bí or not tú bí – og það má líka sjá á einu augabragði að Íslendingar hafa lifað eftir því. Þessi myndarþjóð af fornu kappakyni, sem að kvaddi í fússi Noregsstrandar bú. Og…

Krómkallar

Krómkallar (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Pétur Gunnarsson)   Skuldakóngar óseðjandi skuldasúpu háma í sig og lesa Lögbirtingablaðið. Hvert mannsbarn skuldar heila milljón, hvert mannsbarn skuldar heila milljón af krómköllum. Græddur er geymdur eyrir gamalmenni trúa því og börn með tóma sparibyssur þau skulda líka heila milljón, hvert mannsbarn skuldar heila milljón af krómköllum.…

Þroskasaga unglings í Garðabæ

Þroskasaga unglings í Garðabæ (Lag og texti: Böðvar Guðmundsson) Úr glugga í Garðabænum ég göngun forðum sá, frá Kanabeisnum í Keflavík hún kom – og gekk þar hjá. Ég horfði á hópinn lengi, á húfur og föt og skó, uns feiknareiður faðir minn loks fyrir gluggann dró en það lokar enginn úti sem augað markvert…

Þyrnirós

Þyrnirós (Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson) Þyrnirós vantar sitt valium og af vonleysi fyllist hún pirringinn lagar með pillunum, bara prinsinn ekki villist. Limgerðið þétt, þyrnunum sett aldrei nær háhýsinu upp fyrir þak. Þyrnirós tekur út sveitastyrk sinn eftir samfélagsráðum svo bakar hún köku og kaupir inn, prinsinn kemur máske bráðum. Limgerðið…

Ég er kokkur á kútter frá Sandi

Ég er kokkur á kútter frá Sandi (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Ég er kokkur á kútter frá Sandi. Ég fæ kjaftshögg hvern einasta dag. Og ekki líður mér betur í landi ef ég lendi við konuna í slag. Hún er tvígild að afli hún Tóta og ég tali‘ ekki um…

Landleguvalsinn

Landleguvalsinn (Lag / texti: Jónatan Ólafsson / Númi Þorbergsson) Forðum var verandi á vertíð í Eyjunum, víst er það svona enn. Þarna var indælis úrval af meyjunum og álitlegir menn. Alltaf í landlegum liðu fljótt næturnar við leiki, söng og skál. Þar Adamssynirnir og Evurdæturnar áttu sín leyndarmál. Þá var nú gleði og geislandi hlátur…

Hann var sjómaður dáðadrengur

Hann var sjómaður dáðadrengur (Lag / texti: erlent lag (María Grever) / Ragnar Jóhannesson) Hann var sjómaður dáðadrengur en drabbari eins og gengur. Hann sigldi í höfn um snæfexta dröfn þegar síldin sást ekki lengur. Svo breiðan um herðar og háan í Hljómskálanum ég sá hann. Hið kyrrláta kveld lagði kvöldroðans eld á flóann svo…

Mýrdalssandur

Mýrdalssandur (Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson) Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi‘ og hvergi skjól að fá. Það er yfirgefinn bíll úti‘ í vegakanti‘ og hvergi hræðu neins staðar að sjá. Þín versta mara, hún læðist og leitar, líf þitt hremmir með varir blóðheitar. Þú getur hlaupið en…

Draumur hjarðsveinsins

Draumur hjarðsveinsins (Lag / texti: Ísólfur Pálsson / Steingrímur Thorsteinsson) Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá í hnjám hinnar fríðustu vinu, og ástfanginn mændi ég í augun hin blá, sem…

Draumur fangans

Draumur fangans (Lag og texti: Freymóður Jóhannesson) Það var um nótt þú drapst á dyr hjá mér. Og dyrnar opnuðust af sjálfu sér, og inn þú komst og kveiktir ljós mér hjá, ég kaup að fótum þér í hljóðri þrá. Þú lagðir hönd að brjósti mér svo blítt að birta tók og mér varð aftur…

Anna Marí

Anna Marí (Lag / texti: erlent lög / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson) Hún Anna María er ágætis pía já, ekki er að spyrja að því, með brjóst eins og hóla og brúkar jú kjóla bara á daginn, jú sí. Og hvað þessi manneskja matreiða kann úr mjöll og fiski, jú það gleður mann. Og…

Anna litla

Anna litla (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Þórarinsson) Anna litla, létt á fæti – eins og gengur, eins og gengur – Anna litla, létt á fæti lagði‘ af stað í berjamó. Fjórir ungir, sætir sveinar – eins og gengur, eins og gengur – Fjórir ungir, sætir sveinar sátu þar á grænni tó. Einn…

Ameríkubréf

Ameríkubréf (Lag / texti: erlent lag / Magnús Ásgeirsson) Já, nú vil jeg rita heim to you eitt lítið letters bréf, því mig langar til að segja eitt við þig, það er langt síðan you see að jeg á penna haldið hef, en jeg held þú undirstandir skiljir mig. Margt er umbreytt síðan gamla frónið…