Góða nótt [6]

Góða nótt (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Árilíus Níelsson) Miðnætursólin nú signi þig blítt. Sveipi þig draumguðsins hönd. Vorblærinn letri þér ljúft og hlýtt ljóð mín frá kveðju strönd. Hvíslandi þytur frá vorkvöldsins væng vaggi þér mjúklega‘ og rótt. Brosandi englar frá sólguðsins sæng svæfi þig. Góða nótt. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum…

Vorvísur

Vorvísur (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Páll Ólafsson) Sólin gleður grund og hól, græðir vetrarsárin. Lætur þó hin sama sól svellir fella tárin. Jaka lætur Jökulsá, jafnt á löndin flóa. Hlíðin orðin auð að sjá er og fer að gróa. Dýrðin öllum dögunum drottni lóan kveður. Hjarðirnar í högunum, hlýja veðrið gleður. Sér á…

Draumsins Guð

Draumsins Guð (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Árilíus Níelsson) Ó, draumsins guð, veit ljós um langa nótt. Í ljúfa hljóma breyttu þrautastunum. Við bjarma morguns stansar hjarta hljótt. En húmsins barmur leynir þjáningunum. Lát sögu mína enda líkt og ljóð, sem líður himni mót við tár og blóð. Ó, draumsins guð, hver lífs míns…

Ef ég gæti flogið

Ef ég gæti flogið (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jóhann Gunnar Sigurðsson) Ef ég gæti flogið yfir fjöllin há, ég þyrfti‘ ekki að horfa upp á hamrana þá. Ef ég gæti flogið yfir höfin blá, ég þyrfti ekki‘ að standa við ströndina þá. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]

Móðir mín

Móðir mín (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Matthías Jochumsson) Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður. Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri‘ og göfugri móður? Ég kveð þig, móðir, í Kristi trú, sem…

Svanasöngur Beethovens

Svanasöngur Beethovens (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Lárus Thorarensen) Hræri ég þig hinst – hinsta sinn ég strengi slæ, finnur önd mín innst um sig leika vorsins blæ. Hugur fær að heyra hljómöldurnar titra, þó að ómnæmt eyra okið þjaki bitra. Bljúgri barnsins sál bárust snemma vorlög þín, uppheimsenglamál átti strengjaharpan mín, þýðan blæ…

Sólarlag

Sólarlag (Lag og texti: Ingibjörg Sigurðardóttir) Út á hafsins hulduleiðir horfi ég með draumaþrá. Þegar sólin bros sitt breiðir bjartan öldufaldinn á, fegurð himins hugann seyðir heim til ljóssins jörðu frá. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]

Ég heiti Tallulah

Ég heiti Tallulah (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Ég heiti Tallulah. Ég tala ekki um eitt: hvort það taki því að koma eða fara yfirleitt. En stúlku eins og mér  en enginn leikur að leyna, það leikur aldrei vafi‘ á hvar má finna mig eina. Ég heiti Tallulah. Mín heimspeki er…

Mér líður vel

Mér líður vel (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Mér líður vel sem væri ég á því. Vinur, ég tel óhætt að spá því að þér líði núna svona eins og mér líður nú. Reyndar ég er rétt bara að vona að rétt eins og mér líði þér svona. Já, líður þér…

Þrjótar

Þrjótar (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Við gátum gert hvað sem við vildum líf okkar við, verið í myrkri‘ eða sól. Við vorum snjallir og ákváðum allir að það væri ágætt að vera fól. Við gátum gert hvað sem við vildum líf okkar við, og valið allt annað mót. Höngum á…

Á morgun

Á morgun (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Á morgun, þetta sama svar, það sama alls staðar, bæði‘ í dag og gær. Á morgun, það verður varla senn. Veit ég ekki enn hvað klukkan slær? Ég læt ekki deigan síga ég er fæddur til að stíga dans. „Á morgun, á morgun,“ er…

Hjá Samma

Hjá Samma (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Þeir sem eru eitthvað eða eru að gera eitthvað eru hér í kvöld því allir djamma hjá Samma. Fáðu þér sæti og sýndu á þér kæti í sælli gestafjöld. Já allir djamma hjá Samma. Góðan daginn, gangtu í bæinn, gríptu þér hanastél. Sammi vill…

Bugsy Malone

Bugsy Malone (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Hann er svalur, svaka nagli, á svör við öllu. Nei hann er sko ekkert flón. Okkar maður, Bugsy Malone. Léttur í spori, líkar öllum. Ljúfmennið verður við hverri bón. Allir dýrka hann og dá. Bugsy Malone. Já, Bugsy oft í ströngu stendur því stráknum…

Mazurki

Mazurki (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / höfundur ókunnur) Hér kem ég með það besta að bjóða, beinin liðug og styrkan arminn. Viltu góða með vangann rjóða við mig dansa við heitan barminn? Settu fótinn fríða snótin fram á gólfið af harða kasti. Augun glansa er þú dansar tra la la la la tra la…

Ef þú brosir öllum við

Ef þú brosir öllum við (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Við getum gert hvað sem við viljum líf okkar við, við getum enn breytt um stíl og glaður skal ég nú skoða það mál. Skoði líka hver sína eigin sál. Við getum gert hvað sem við viljum líf okkar við, við…

Utangarðs

Utangarðs (Lag / text: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Ó, mig auman, einn og utangarðs. Sitjið ekki á rassinum að kveina yfir hvernig hefur farið. Hvað er unnið með að sóa tímanum í grátstafi og vein? Tímanum er mun betur í ýmsiss konar uppbyggingu varið. Engu er að tapa því af botninum er leiðin…

Yfirgefin og án þín

Yfirgefin og án þín (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Rétt eins og flón, reikul í spori, ráfa ég um alla tíð. Rétt eins og flón, sem fugl að vori, flýg ég á rúðu og líð. Ó, ég vildi vita eitt: Hví ég vitkast aldrei neitt. Yfirgefin og án þín eins og…

Langar þig að læra að boxa?

Langar þig að læra að boxa? (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Langar þig að læra að boxa? Langar þig í slag? Láta heljarhöggin dynja? Hefur á því lag? Kanntu að berja og slát? Kanntu að bíta þér frá? Kanntu að berjast? Kannstu að villa öðrum sýn? Veistu að varúð er brýn?…

Hvað þá

Hvað þá (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það ertu til tvær liðir, flótti eða ekki, þú ferð ekki í samband með fortíðar hlekki, það er dæmt til að farast því spennan hún deyr, þið vaknið einn daginn og það er ekkert meir nema fortíðardraugar ykkar beggja sem mæta óboðnir og á borðið leggja ótta og…

Stór pakki

Stór pakki (Lag og texti: Bubbi Morthens) Mig langar að lesa hörund þitt í nótt, týna mér inn í þér og sofna síðan rótt, vakna og horfa á andlit undurfrítt, inn í mér er hjarta lítið og blítt. Mig langar að fljúga og ferðast á ný, fljúga inn í hjarta þitt og taka gott frí,…

Nafnið þitt

Nafnið þitt (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég stend og horfi á þig, hjarta mitt slær svo, ég veit þú þekkir mig, þrái þig dag og nótt. Keyri götuna þína, sé þig út í glugga, dreymir þig í kjólnum fína, hættuleg kona með langa skugga. Og ég hrópa hrópa upp nafnið þitt og ég hrópa…

Varnarlaust flón

Varnarlaust flón (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég hef séð það, ég hef verið þar, sakna þess ekki, ég er júníbarn, ég elska ljósið, þá myrkrið ég þekki, sólin og ljósið heilsa þér, augu þín segja hvað viltu mér, hlátur þinn fylgir mér hvert sem ég fer og ég ég er. Varnarlaust flón sem elskar…

40 ár

40 ár (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég hélt alltaf að ég yrði með þér þar, á einhverjum dýrum og flottum bar, þú eins og drottning og litur þinn ennþá blár, værir ennþá konan mín búin að lifa í 40 ár. Þú minnir mig á heita júnínótt, enni mitt brennur, ég er með hitasótt, andlit…

Þú ert [2]

Þú ert [2] (Lag / texti: Bubbi Morthens) Þú ert eins og vindurinn og kælir mig niður, þú ert eins og sumarið, hiti og friður, þú ert eins og vorið, björt og fríð í skugga þínum ég brosi og bíð. Þú ert eins og vatnið kitlandi svalt, þú ert eins og stálið blikandi kalt, þú…

Ástin mín

Ástin mín (Lag / texti: Bubbi Morthens) Koss þinn eins og vatnið rökkublátt, bros þitt gamall tími lifnar við, orð þín undurfögur opna mig, haf á milli samt ég snerti þig. Skugginn þinn fyllir hjarta mitt, móðir barna manna yndið mitt, hver hvíslar í nótt ég elska þig, hver hlustar í nótt á hjarta þitt…

Kata knús

Kata knús (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Þetta er sagan af Kötu knús. Hún var klár stelpa, falleg og iðin sem lús. Á jörðu sem á himni allt var henni fært, en hjarta hennar var of saklaust og tært. Kata var á föstu með Fúsa ljóta, en Fúsi taldist til verstu…

Veðurljóð

Veðurljóð (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Regns er von úr austurátt, ágúst liðinn, haustar brátt. Þokuhettan, þung og grá, þegar liggur fjöllum á. Fólkið um hin byggðu ból bjarga tekur sér í skjól Þá regnhlíf nauðsyn reynist er regnið byrgir sól. Þegar tekur vetur völd verða dægrin myrk og köld. Napurt…

Söngur Kamillu

Söngur Kamillu (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Heyrið lagið hljóma hreina hjartað óma. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Töfratrillur nettar teljum hratt og létta. Nýjan vikivaka við nú skulum taka. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Ef ég íþrótt stranga…

Söngur Sívertsen vagnstjóra

Söngur Sívertsen vagnstjóra (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Sjá í Kardemommuborg við búum allir vel. Bílar þó ei sjáist hér ég enga skaða tel. Sporvagn er í gangi hér, og annast aksturinn og ökuþór er ég, Kom inn, kom inn. Á korters fresti keyrum vér. Já komið með, því rúm er…

Vísur Bastíans

Vísur Bastíans (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég er bæjarfógetinn Bastían og blíður á manninn er, því að þannig finnst mér sjálfsagt að maður sé. Og ég geng hér um og gæti þess að gangi allt í vil. En að lifa í friði langar, jú allar til. Og því í Kardemommuborg…

Hvað sem verður

Hvað sem verður (Lag og texti: Bubbi Morthens) Hvað sem verður, hvað sem verður, hvað sem verður mun ást mín fylgja þér, hvað sem verður, hvað sem verður, hvað sem verður mun ást mín fylgja þér. Hvað sem þú gerir þá gangi þér vel, megi ljós þitt skína skært alla þína daga um ókomna tíð,…

Þú

Þú (Lag og texti: Bubbi Morthens) Skrítið hvernig stjörnur himins lýsa, löngu horfnu ljósi í augu þín, sjáðu hvernig norðurljósin rísa, bleik og græn þau tala til mín og þú veist ástin fer alltaf sína leið. Þú, aðeins þú, þú aðeins þú, ástin hvíslar ekki vera leið. Skrítið hvernig hjartað leggur á þig, lætur eins…

Verður að sleppa

Verður að sleppa (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þú deyrð á hverjum degi, sérð nafnið þitt þurrkað út, það eina sem varð eftir af þér var fingrafar sem slapp við klút, þú glímir við drauga hvern einasta dag, hverja dimma nótt, þú verst með bókinni góðu, úr hverju horni er að þér, er sótt, inni…

Kardemommusöngurinn

Kardemommusöngurinn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hér í Kardemommu okkar líf er yndislegt og líða allir dagar hjá í kyrrð, ró og spekt. Bakarinn hnoðar kökur og skóarinn smíðar skó. Ja, skyldi maður ekki hafa nóg? Og borgin okkar best er gjörð af borgum öllum hér á jörð. Og Bæjarfógetinn Bastían…

Skammarsöngur Soffíu frænku

Skammarsöngur Soffíu frænku (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ja fussum svei, ja fussum svei, mig furðar þetta rót. Í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót, en Jesper skal nú skítinn þvo og skrapa óhroðann og hann má því næst hlaupa út að hjálpa Jónatan. En Kasper…

Vísur Soffíu frænku

Vísur Soffíu frænku (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ja fussum svei, ja fussum svei, ég fyllist gremju og sorg, það kveður lítt að körum hér í Kardemommuborg. En væru allir eins og ég þá yrði betra hér. Þó virðist ekki lýðnum ljúft að læra neitt af mér. Sjá bæjarfógetann Bastían hann…

Húrrasöngur fyrir ræningjana

Húrrasöngur fyrir ræningjana (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Snjall nú hljómi húrrasöngur skær: Húrra, húrra… Vegna fanganna frá því í gær. Húrra, húrra. Því að frelsi í dag fagna þeir, Húrra, húrra. Og þeir reiknast ei ræningjar meir. Húrra, húrra. Þessir öllu þorðu að voga þreyttu kapp við æsta loga. Þeim…

Ég klippi og raka menn

Ég klippi og raka menn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég klippi og raka menn og krulla dægrin löng, og ef að verður eitthvað hlé ég iðka vísnasöng, í hljómsveitinni heiðursgestir hafa efst mig sett og leyfi tíminn, löngum ég hér leik á klarinett. En gangi Tobbi gamli inn með gráa…

Þvottasöngur

Þvottasöngur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Að gutla í vatni af gleði er snautt, grjótharður burstinn og vatnið er svo blautt. Nei þvottur og burstun og sápusull, sæmir ekki þeim sem er stórhugull. En Bastían hjón eru blóð og dyggðug hjú. Burstum okkur, þvoum okkur, hana, hananú. Sæmir að reynast í…

Vísur Frú Bastían

Vísur Frú Bastían (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég er kostakona – og kann að sjóða mat. Og Bastían minn bóndi sæll, ei betri fengið gat. Og hann er mesti heiðurskarl með hjarta á réttum stað, og annast löngum uppþvottinn. En ekki meira um það. Hann heldur röð og reglu og…

Handtökusöngur

Handtökusöngur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Við stilltir megum vera með styrka lund og hönd. Við fanga þurfum ræninga og færa þá í bönd. Þeir skálkar eru slæmir. Þeim skal refsað senn, það eitt þeir eiga skilið sem eru brotamenn. Frá mér þeir stálu kjöti, hve mikið enginn veit. Og bjúgu…

Við læðumst hægt

Við læðumst hægt (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Við læðumst hægt um laut og gil og leyndar þræðum götur, á hærusekki heldur einn en hinir bera fötur. Að ræna er best um blakka nótt, í bænum sofa allir rótt. Þó tökum við aldregi of eða van, hvorki Kasper né Jesper né…

Húrrasöngur Tóbíasar

Húrrasöngur Tóbíasar (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nú við syngjum vorn fagnaðarsöng: Húrra, húrra. Því hjá spekingi er lífsbrautin löng. Húrra, húrra. Hér sá elsti á afmæli í dag. Húrra, húrra. Og því ortum við afmælisbrag. Húrra, húrra. Hann á marga vildarvini, vafinn hlýju aftanskini, heiðursgestur vor því skal í dag.…

Gleðisöngur ræningjanna

Gleðisöngur ræningjanna (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Við halda skulum heim á leið og hamingjunnar njóta, og frelsi unnu fagna heitt, hver frænka má nú hrjóta. En vatn skal ekki nota á ný, tja nema þá að kvikni í. Við hirðum oss aldregi of eða van, hvorki Kasper né Jesper né…

Rétt og rangt

Rétt og rangt (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir, Andrea Gylfadóttir og Gunnar Gunnsteinsson) Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvað er gott og hvað er vont? Hvað er ást og hvað er hatur? Þig ég spyr en áttu svar? Hver er ég og hver ert þú? Hvað er hvítt…

Vaxtalagið

Vaxtalagið (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ég vil geta vaxið eins og tré í allar áttir alveg langt upp fyrir hné og hækkað og stækkað og teygst og tognað og látið síðan eins og ekkert sé. Mig langar að verða voða stór, stærri en hundrað þúsund manna karlakór. Vera stærri…

Immi best

Immi best (Lg / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ég elska sjálfan mig og líka dái mig. Enginn hér er betri en ég. Ég um mig frá mér til mín. Það getur enginn jafnast á við mig. Því ég er Immi best eins og sést. Ég ætla að verða konungur í ríkinu.…

Einmana [2]

Einmana [2] (Lag / texti: Þorvaldu Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ég á enga vini hér, mér líður ekki nógu vel. Því allir þurfa að eiga einhvern að. Þess vegna við ég óska mér einhvers sem þykir vænt um mig. Því allir þurfa að eiga einhvern að. Ég vil ekki vera skilin útundan, alein…

Þú átt að gera allt

Þú átt að gera allt (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni orvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Þú átt að gera allt. Þú átt að þjóna okkur. Þú átt að gera nákvæmlega allt sem við skipum þér. Og helst svona tvisvar sinnum meir og meira en það. Þú átt að sópa gólf. Þú átt að þurrka af.…

Speglasalurinn

Speglasalurinn (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ef  spegillinn gæti talað þá myndi hann segja við mig að ég væri fegurst, flottust og fimust. Það myndi hann segja við mig. En ef að það væri eitthvað sem mér líkaði ekki við, ég skæri það burt og límdi svo nýtt sem ætti…