Enginn er eins

Enginn er eins (Lag / texti: Egill Ólafsson) Því að enginn er eins, allir eru einstakir, því að enginn er eins, enginn er eins. Það er ekki til neins að negla stóra sannleikann, það er ekki til neins, því enginn er eins. Því að enginn er eins. Einn hefur yndi af þróttmiklum söng, annar vill…

Landbúnaðar-Lísa

Landbúnaðar-Lísa (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson) Miðað við minn einfalda smekk þá eruð þið ókei, svona afkastagírugar, vaðandi töðunni‘ í hné. Löðrandi‘ af svita‘ úti‘ í flekk að hirða í súrhey sem sauðnautum verður á þorranum látið í té. Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-Lísa. Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-Sigga, Dugnaðar-, du, du, du, du, du, Dugnaðar-Dísa,…

Ég bið fyrir þér

Ég bið fyrir þér (Lag / texti: Jakob F. Magnússon, Tómas Tómasson, Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason / Þórður Árnason og Valgeir Guðjónsson) Ég bið fyrir þér þegar byrjar að hvessa og bátur lífs þíns stígur krappan dans. Ég bið fyrir þér, megi allar vættir blessa bátsför þína – jafnt til sjós og lands. Þú…

Leysum vind

Leysum vind (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason) Það er allt fullt af fólki sem fer aldrei á kreik og sér sér ekki fært að og hefur aldrei lært að líta glaðan dag. Ef einhver er í fýlu og annar kannski í steik, þá er ég með lítið námskeið sem kippir þessu…

Stemmum stigu

Stemmum stigu (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason) Um þjóðgarðinn voru áður ort ágæt ljóð og vísur snjallar, þá var sérhver planta af prima – sort og pláss fyrir þær allar en hverslags er þetta, hvað er á seyði og hvernig má þetta ske? Allskonar kvistir af kynlegum meiði eru að kæfa…

Tvöfalda bítið

Tvöfalda bítið (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson) Þegar ég var bara smábarn voru ungir menn á Englandi að finna upp nýjan takt sem kenndur var við tvöfeldni. Ég heyrði hann í útvarpinu, hljóp og keypti plötuna, stillti fóninum í gluggann og þandi fyrir götuna. Ég þandi tvöfalda bítið – tvöfalda bítið. Hljómsveitir um gjörvallt land…

Láttu mig gleyma

Láttu mig gleyma (Lag / texti: Egill Ólafsson, Jakob F. Magnússon og Þórður Árnason / Þórður Árnason)   Láttu mig muna hvar ég var í gær, láttu mig muna, Alfaðir kær, láttu mig gleyma hvar ég er, ég sofnaði heima en vaknaði hér. Við hlið mér er kona, ef vel er að gáð og ég…

Bara ef það hentar mér

Bara ef það hentar mér (Lag / texti: Jakob F. Magnússon) Bara ef það hentar – bara ef hentar mér. Ég berjast skal á móti Bandaríkjaher en bara ef það hentar mér. Svo þvæ ég mínar hendur og þvílíkt af mér sver ef það er það sem hentar mér. Ef blökkufólkið sveltur til bjargar ég…

Betri tíð

Betri tíð (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Stuðmenn / Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason) Sumarið er komið, svona‘ á það að vera, sólin leikur um mig algjörlega bera – lalalala úú. Ég sit hér úti‘ í garði, það sér mig ekki nokkur, ég gleymdi víst að kynna kallinn minn hann Binna, það munar sko…

Í háttinn klukkan átta

Í háttinn klukkan átta (Lag / texti: Þórður Árnason)   Mér eru fornu minnin kær og minningin um æskuna er silfurtær: batnandi fólki var best að lifa, börnin þau lærðu að lesa‘ og skrifa. Mamma vann heima, heklaði‘ og þagði en er húmaði‘ að kveldi hún stundarhátt sagði: „Vor guð er borg á bjart traust“…

Spilaðu lag fyrir mig

Spilaðu lag fyrir mig (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson) Hún böðlast um með brennivín í flösku og bland og eitthvað meira‘ í einni hálfri. Sígarettan orðin er að ösku en ennþá er hún samt með sér sjálfri. Hún horfir í augun á mér og segir: Spilaðu lag fyrir mig – spilaðu lag fyrir mig, spilaðu…

Sumar í Reykjavík

Sumar í Reykjavík (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason) Það er sumar og bjart yfir bænum og blíðan er hreint engu lík, sporvagninn silast út Suðurgötuna, það er sumar í Reykjavík, sumar í Reykjavík. Og öll litlu indversku börnin sem áttu´ enga skjólgóða flík, geta nú sippað á sokkaleistunum, það er sumar…

Berum út dívanana

Berum út dívanana (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason, Egill Ólafsson og Jakob F. Magnússon) Það er þokkalegt veður og vindurinn blæs út á haf, vonandi hangir hann þurr eitthvað fram yfir helgi. En ef hann skyldi nú rigna og allt myndi færa á kaf, þá eigum við sjóstakka, sundföt og reknetabelgi.…

Kolbeinsvaka

Kolbeinsvaka (Lag / texti: Stuðmenn) Þetta‘ er að koma, það líður að því, þeir eru‘ að ganga frá rafmagninu. Þetta‘ er að koma, það líður að því, þeir eru‘ að ganga frá rafmagninu. Skrúfum fyrir ofnana, drögum fyrir gluggana, hreinsum út úr frystinum og leggjum í súr. Rúllum upp teppunum, tökum niður málverkin, saumum fyrir…

Í nótt

Í nótt (Lag / texti: Sigurður Bjóla) Einhver kemur, segir halló, vindurinn þýtur um stræti og torg, allir kúgast af lífinu og öllu því í nótt, í nótt. Heima er best, finnst vegvilltum á blindum flótta undan sjálfum sér, ljósin blikka í frostinu í nótt, í nótt, í nótt. Í nótt, í nótt, í nótt.…

Hristum holdið

Hristum holdið (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson) Lífið gæti verið verra og vitlausara en það er, mér þykir það samt einna þokkalegast þegar þú er stödd hjá mér, þegar þú ert stödd hjá mér. Það er engin leið að mér leiðist þegar leiðir okkar mynda kross, natin þú iljar mínar nuddar og þæfir og rekur…

Ástarljóðið um Friðrik bátsmann og Birnu sprett

Ástarljóðið um Friðrik bátsmann og Birnu sprett (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Stuðmenn / Flosi Ólafsson) Dallurinn er að leggja að landi, liðið er allt í þrumustandi, ferlega ljúft að loknu puði að lenda í fíling, vera í stuði. Blækurnar eins og víst er vant, vandlega skeindar og elegant. Blækurnar eins og víst er…

Argentína

Argentína (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason) Við Dumbshafið geta dæmalaust fáir dansað eins og ég og aðsókn á böll í Alþýðuhúsið er ansans ósköp treg. Ég held ég fari því bráðum að flytja út landi á fjarlægan stað þar sem stiginn er dans, ég er óstöðvandi. Ég verja…

Ofboðslega frægur

Ofboðslega frægur (Lag / texti: Egill Ólafsson / Þórður Árnason, Egill Ólafsson og Jakob F. Magnússon) Hann er einn af þessum stóru sem í menntaskólann fóru og sneru þaðan valinkunnir andans menn. Ég sá hann endur fyrir löngu í miðri Keflavíkurgöngu, hann þótti helst til róttækur og þykir enn. Já hann er enginn venjulegur maður…

Færðu mér aspirín

Færðu mér aspirín (Lag / texti: Stuðmenn / Þórður Árnason) Adam og Eva hljóta‘ að hafa verið brún, hann eitthvað minna en alveg örugglega hún. Það var árshátíð þann átjánda, nei – áttunda, ég man það ekki. Hvað varð um konuna og hundinn? Komið með aspirín! Nú er Þjórsá í vexti, ég fer ekkert út…

Það er enginn vafi (að hann er orðinn afi)

Það er enginn vafi (að hann er orðinn afi) (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason) Manstu nokkuð eftir Magga gamla frænda hans Jóns? Hann er merkilega brattur ennþá garmurinn. Já okkar maður er enn að pæla‘ í Purple og Stones og alltaf niður‘ á krá með gítarinn. Samt er ekki nokkur vafi…

Svaraðu mér

Svaraðu mér (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason, Jakob F. Magnússon og Egill Ólafsson) Það eru allar brýr að baki og brotin eru úti‘ um allt. Nú ligg ég undir leku þaki, það er lygilega kalt. Fyrir brjóstinu er vondur verkur, mig verkjar reyndar alls staðar, því bið ég þig minn kæri…

Hverjum kemur það við?

Hverjum kemur það við? (Lag / texti: Egill Ólafsson og Stuðmenn / Þórður Árnason)   Kannastu við náungann sem rændi Blóðbankann, það kom í blöðunum? Þar fór lítill fagmaður. Það virtist ætla að takast en hann hélt víst ekki nógu vel á spöðunum, svo hann var handsamaður. Þar er alltaf það sama sem allir keppast…

Ég finn það

Ég finn það (Lag / texti: Egill Ólafsson og Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson) Það er eitthvað að naga mig að innan og það plagar mig, ég lít hér tóma spillingu, líf mitt vantar fyllingu, hífðu, hífðu mig upp. Ég lofa því að lofa þig, guð minn, ef þú gerir mig klárari í…

Auga fyrir auga

Auga fyrir auga (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason og Jakob F. Magnússon) Enginn nema ég hefur elskað jafn mikið, enginn nema ég beið afhroð fyrir vikið. Allir nema ég eru að njóta þín í óða önn, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Enginn nema þú hefur angrað mig jafn mikið, enginn…

Brattabrekka

Brattabrekka (Lag / texti: Egill Ólafsson) Ég er sjúkt, smá smá sjúkt, ég er bæði hart og mjúkt, ég er svangt, smá smá svangt, ég er rétt og ég er rangt. Ég er frekt, smá smá frekt, fyrirbæri undarlegt, ég er feitt, smá smá feitt og aldrei skal því verða breytt. Ó hve ég þrái…

Víetnam

Víetnam (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Þórður Árnason) Ein á báti, úti‘ á sjó, í átt frá landi sigli ég, eyjan þar sem ég áður bjó er óbyggileg. Þeir gáfu mér von um góðan hag og gott og fallegt heimili, ég þyrfti sko ekki að þrífa og skúra þrettán tíma á dag. Ó ó…

Hingað og ekki lengra

Hingað og ekki lengra (Lag / texti: Stuðmenn) Mig langar oft á síðkvöldum að lyfta mér á kreik, þá labba ég niður‘ á hverfispöbbinn minn, en finnist mér ég ætla að bregða of mikið á leik, þá hugsa ég: Hingað og ekki lengra, nei ómögulega takk, þetta‘ er alveg passlegt, hingað og ekki lengra, nei…

Ég verð að prófa þetta aftur

Ég verð að prófa þetta aftur (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Þórður Árnason) Er það sem mér sýnist, er sólin komin upp og næstum orðið bjart? Ég trúi þessu varla, hvernig getur klukkan verið svona margt? Hann gaf mér kók og sleikjó í aftursætinu, nú er ég alveg friðlaus. Ég ætla‘ að prófa þetta…

Íslensk fyndni

Íslensk fyndni (Lag / texti: Egill Ólafsson / Þórður Árnason, Jakob F. Magnússon og Egill Ólafsson) Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí, þetta‘ er o ho ho, þetta‘ er skirilíbí, þetta‘ er ansi gott, þetta‘ er ágætis grín, þetta‘ er skondið vel, þetta höfðar til mín. Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.…

Angantýr

Angantýr (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson) Dagurinn í dag, þetta er hann, dagurinn sem ég eignast mann og allt sem ég hef látið mig dreyma um hef ég hér og nú, nánast í höndunum. Einmitt þennan mann vildi ég fá, bráðum heyrist hann segja já, en nú…

Við hér í sveitinni

Við hér í sveitinni (Lag / texti: Egill Ólafsson, Þórður Árnason og Stuðmenn / Egill Ólafsson, Þórður Árnason og Jakob F. Magnússon) Við hér í sveitinni vitum það innst inni og finnst það andskoti skítt að sá á kvölina sem flyst á mölina og þarf að byrja‘ upp á nýtt. Þeir leita‘ á náðir Félagsmálastofnunar.…

Ég er bara eins og ég er

Ég er bara eins og ég er (Lag / texti: Egill Ólafsson og Þórður Árnason) Ég loga allur af losta og funa og losa þyrfti um náttúruna en þar er einn heljar hængur á sem ég hyggst nú segja‘ ykkur frá. Ég dansa sjaldan og djamma lítið, dömunum finnst það soldið skrítið að ég svona…

Eitt orð

Eitt orð (Lag / texti: Egill Ólafsson) Ef til er eitt orð í heiminum sem segði það sem lýsti því hvernig þú hrífur mig, þá segði ég það nú. Og þetta eina orð í heiminum það bærist löngu leiðirnar á milli húsanna, gegnum veggina – til þín. Hamingjan er orðlaus fyrst í stað. Þannig er…

Fer á meðan er

Fer á meðan er (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Þórður Árnason) Nokum valanna bróm, færum sanna viða sendana grípilaf. Ekki lúk eða ver, góma gíraná og gætir varanaf. Efa ofanað sér er að tækilegt og lýst að norði trú, þannig danana nú, við neikum vamba. Armi vandara tóm og það liðar eftir lasvillu malarrunm.…

Hvílík þjóð

Hvílík þjóð (Lag / texti: Jakob F. Magnússon) Þetta land, þessi þjóð, þessar sögur, þessi ljóð, þetta er stórkostlegt. Þessi lífseiga glóð, þetta höfðingjablóð, þetta er gott. Þetta göfuga, gáfaða alþýðufólk, þetta er ótrúlegt, hér blómstra listir og menning sem aldregi fyrr. Klukkur hringja, kórar syngja kvæði skáldanna. Í hugum klingja, andann yngja eðalhljóð. Með…

Þú manst aldrei neitt

Þú manst aldrei neitt (Lag / texti: Stuðmenn) Hún bað mig fyrir kveðju, æ hvað heitir hún, hún sem vann á bókasafninu? Hún bjó með gæðamanni sem hún skildi við, ertu búin‘ að gleyma nafninu? Æ þú manst aldrei neitt, ekki‘ einn einasta hlut, það er til lítils að ræða við þig. En ég sagði…

Splunkunýtt lag

Splunkunýtt lag (Lag / texti: Egill Ólafsson, Eyþór Gunnarsson og Þórður Árnason / Þórður Árnason og Egill Ólafsson) Sólin er sest, ég er einn, það er best. Ég er ekki‘ að aðhafast neitt. Örlítið stef, það er allt sem ég þarf – og hef. Og það er komið splunkunýtt lag og ég geri‘ ekkert meira…

Á þönum

Á þönum (Lag / texti: Egill Ólafsson og Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson) Það var á förnum vegi, ég hitti merkismann, því miður gafst mér enginn tími að ræða neitt við hann, því ég er sí og æ á þönum. Svo les ég blaðagreinar og líkar oft við þær en ég lýk bara…

Sjáðettaú

Sjáðettaú (Lag / texti: Afkvæmi guðanna) Gamli á gráa man, sjá hana woof. Sjá hana, ég C er ávaxtadjús, sjá hana, vá mar’, vil fá hana – úr. Sjáð’etta, sjáð’etta, sjáð’etta – úr, gráan á stút, sjáð’ennan sjúss. Abrakadabra og hvar er hann - poof. Má’etta, má’etta, klár’etta cool. Grimmhildur Grámann með hárlausan pung, ekkert stress hér, hress sem Hemmi…

Fimm lítrar

5 lítrar (Lag / texti: Afkvæmi guðanna) Hjartað mitt slær bangers og þeir drynja um æðavef ca. 5 lítrar per minute og yo viltu flæða með? Já, flæða með. Já, flæða með. (x2) Þau segja tímarnir skapa manninn sem polli, sýrður að hnakkadrambi. Ímyndin He-man og rappararnir Eazy E og G’z up í cadillac-i. Í…

Dramalama

Dramalama (Lag / texti: Afkvæmi guðanna) Hann sagði: mér er svo sama. Hún sagði: mér er svo sama. Þau sögðu: gefðu mér drama. Ég sagði: gefðu mér lama. (x2) Guð góður ekki meira satan í mitt líf talíbana lífið dalalíf. Flottur hundur maður, sjáðu þetta lamadýr, flottur bíll en ekki keyra, þetta er gatan mín.…

Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær (Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Jakob F. Magnússon og Valgeir Guðjónsson) Víst er fagur Vestmannaeyjabær, vinaleg er einnig Heimaey. Þú heillandi ert himinblái sær, af Hásteini má greina lítið fley. Hér ég þekki hvern hól, hverja þúfu, hvert ból hér er náttúran fögur og rík. Hér ég átthaga á, hér ég dvelja…

Komdu með

Komdu með (Lag / texti: Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson)   Eva er heima á Rifi, Adam úti‘ á sjó. Ormurinn er kominn, af eplunum er nóg. Kvöldið ber að dyrum klukkan tifar ótt. Á Eva að þurfa‘ að sofa ein í nótt? Komdu með – komdu með, við viljum fá þig, komdu…

Æði

Æði (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson) Viljiði‘ að ég taki æði og rífi af mér fáein klæði, kasti af mér öllum böndum, standi á höndum? Já já já. Seglum þöndum? Já já já. Standi á höndum, standi á höndum, standi á höndum seglum þöndum? Viljið‘ að ég verði óður, hamstola í kinnum…

Við erum búnir að meika það

Við erum búnir að meika það (Lag / texti: Stuðmenn) Nú ætlum við að hverfa á brott af fósturlandsins moldu. Staffírugir strákarnir halda út í heim. Heim, ég meina út í heim. Heim, ég meina út í heim. Að baki eru mögru árin, framundan þau feitu. Fimmtán ára púl og puð nú ríkan ávöxt ber.…

Hevímetal maður

Hevímetal maður (Lag / texti: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Ég er heví – hevímetal maður, ég ek á Chevy – og sá er sanseraður. Ég er heví, hevímetal maður, ég ek á Chevy – og sá er sanseraður. O, o, o, síðkvöldin löng má heyra minn söng, og sá er heví metal, hevíti metal,…

Ærlegt sumarfrí

Ærlegt sumarfrí (Lag / texti: erlent lag / Þórður Árnason) Ég held ég sé varla með sjálfum mér – sama hér, ég stend og hengi haus. En ég veit þó hvaða veiki þetta‘ er – Vonandi er engin skrúfa laus. Við þessu er víst bara eitt gott ráð – annað betra finnst þá varla‘ í…

Verkamaður

Verkamaður (Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Steinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson)) Hann var eins og hver annar verkamaður í vinnufötum og slitnum skóm, hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkurn helgidóm. Hann vann á eyrinni alla daga þegar einhverja vinnu var að fá en konan sat heima að stoppa og staga…

Borgarljós

Borgarljós (Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Sigurður Anton Friðþjófsson) Er kvöldar að á dimmum steindum strætum, staðnar líf á mörkum dags og nætur. Í rökkri tendrast marglit ljós og merla, mannsins borg. Mannsins borg. Mannsins borg. Og þá er eins og veröldin öll sé vafin gerviskini frá borgarsólum og eins og mannsins hugur verði…