Svörtu sauðirnir [2] (2008-14)

Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun. Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal…

Svörtu sauðirnir [1] (1992)

Hljómsveit sem bar heitið Svörtu sauðirnir og mun hafa verið starfandi á Akureyri 1992, kom suður til Reykjavíkur síðsumars það sama ár og lék á Amsterdam, þá mun sveitin hafa verið starfandi um tíma fyrir norðan skv. umfjöllun. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir upplýsingum…

Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Svörtu ekkjurnar (1982-84)

Kvennahljómsveit sem bar nafnið Svörtu ekkjurnar starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, sveitin kom töluvert fram á tónleikum í annars nokkuð líflegu tónlistarlífi fyrir norðan á þessum tíma og þess má geta að þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983 þá voru sex aðrar sveitir frá Akureyri í…

Svörfuður (1944-51)

Karlakórinn Svörfuður starfaði á árunum 1944 til 51 í Svarfaðardalnum og var á þeim tíma ómissandi partur af sönglífi Svarfdælinga enda söng kórinn nokkuð oft í heimasveitinni og á Dalvík. Ekki er þó víst að kórinn hafi starfað alveg samfleytt. Svörfuður var stofnaður haustið 1944 á fundi í þinghúsinu á Grund í Svarfaðardal en kórinn…

Svörtu sauðirnir [3] (2010)

Þeir félagar Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni Idol-sigurvegari) og Einar Ágúst Víðisson (Skítamórall o.fl.) komu fram vorið 2010 undir nafninu Svörtu sauðirnir þar sem þeir skemmtu með söng og gítarspili. Ekki liggur fyrir hvort þar var einungis um að ræða eitt eða fáein skipti.

Afmælisbörn 15. mars 2023

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Afmælisbörn 13. mars 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: Baldur Baldvinsson, sem er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann hefur gefið út plötu með Baldvini bróður sínum, sungið í karlakórunum Hreimi og Goða nyrðra auk þess að syngja á plötu Aðalsteins Ísfjörð. (Þórir) Karl Geirmundsson…

Afmælisbörn 12. mars 2023

Á þessum degi eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, Grammy-verðlaunahafi, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og…

Afmælisbörn 11. mars 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Viltu leggja Glatkistunni lið?

Glatkistan hefur nú verið aðgengileg almenningi síðan haustið 2014 og að langmestu leyti án utanaðkomandi stuðnings. Þúsundir lesenda nýta sér vefsíðuna í hverri viku og þess sem þar er að finna enda inniheldur gagnagrunnur síðunnar nú um 5000 umfjallanir um hljómsveitir, kóra, einstaklinga, útgáfufyrirtæki og hvaðeina sem tengist íslenskri tónlist, og auk þess er þar…

Afmælisbörn 10. mars 2023

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…

Afmælisbörn 9. mars 2023

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Svanhildur Jakobsdóttir (1940-)

Söngkonuna Svanhildi Jakobsdóttur ættu allflestir að þekkja en hún söng fjölmörg vinsæl lög á söngferli sínum, fyrst sem söngkona Sextetts Ólafs Gauks og síðar gaf hún út vinsælar barna- og jólaplötur, síðustu áratugina hefur hún hins vegar starfað við þáttagerð í útvarpi og nýtur þar einnig vinsælda. Svanhildur Jakobsdóttir fæddist haustið 1940 í Reykjavík og…

Svanhildur Jakobsdóttir – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Sveinn Þorkelsson (1894-1951)

Sveinn Þorkelsson var kunnur kaupmaður sem hafði söng að áhugamáli og söng í karlakórum auk þess að senda frá sér eina tveggja laga 78 snúninga plötu. Guðbrandur Sveinn Þorkelsson tenórsöngvari fæddist 1894 í Reykjavík. Hann fór til Kaupmannahafnar í verslunarskóla um tvítugt og lærði þá söng þar á sama tíma. Þegar heim var komið hóf…

Sveinstein – Efni á plötum

Sveinstein – Baðstofusaungvar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Bergsveinn Birgisson – söngur og slagverk Steingrímur Birgisson – gítar

Sveinstein (?)

Upplýsingar um dúettinn Sveinstein eru afar takmarkaðar en líkast til var um að ræða stúdíóflipp bræðranna Steingríms og Bergsveins Birgissona, og því hafi sveitin í raun aldrei verið starfandi og þess þá síður spilað opinberlega. Þeir bræður sendu frá sér plötu sem bar nafnið Baðstofusaungvar og eru upplýsingar um hann enn takmarkaðri, Bergsveinn (þekktur rithöfundur)…

Sveinn Þorkelsson – Efni á plötum

Sveinn Þorkelsson – Hjartað og harpan / Tvær vorvísur [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1060 Ár: 1933 1. Hjartað og harpan 2. Tvær vorvísur Flytjendur: Sveinn Þorkelsson – söngur tríó: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Sviss (1982-83)

Hljómsveitin Sviss starfaði um eins árs skeið á höfuðborgarsvæðinu – 1982 og 83 og lék eitthvað framan af á skemmtistöðum eins og Klúbbnum en virðist minna hafa komið fram eftir það. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, trommuleikarinn Ólafur Kolbeins og Axel Einarsson gítarleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar er að…

Sving tríó (1948-49)

Í upphafi árs 1949 var starfrækt í Vestmannaeyjum lítil hljómsveit sem gekk undir nafninu Sving tríó og lék á skemmtun á vegum Leikfélags Vestmannaeyja í samkomuhúsinu í bænum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, jafnvel annað sem ætti heima í umfjölluninni um hana.

Svilar (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Svilarnir en þessi sveit lék á bæjarhátíð á Stöðvarfirði árið 1999, hugsanlega var um að ræða hljómsveit sem lék aðeins í þetta eina skipti opinberlega. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi Svila, hljóðfæraskipan og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Sviknir landpóstar (1999)

Hljómsveitin Sviknir landpóstar frá Norðfirði lék víða um austanvert landið undir lok síðustu aldar, sveitin hætti líklega störfum árið 1999 en átti sér væntanlega nokkra forsögu sem óskað er upplýsinga um. Meðlimir Svikinna landpósta voru þeir Magnús Þór Ásgeirsson gítarleikari, Sigurður Ólafsson bassaleikari, Arnar Guðmundsson Heiðmann gítarleikari og Aðalbjörn Sigurðsson trommuleikari.

Stefán Bjarman (1894-1974)

Stefán Bjarman var fjölhæfur maður, kennari, tungumálamaður, tónlistarmaður og heimsmaður en líklega þekktastur sem þýðandi. Spor hans er víða að finna og þegar kemur að tónlistinni voru það Dalvíkingar og nærsveitungar sem helst fengu að njóta krafta hans. Stefán Árnason Bjarman var fæddur snemma árs 1894 að Nautabúi í Skagafirði en var alinn upp á…

Sigurður Ólafsson [2] (1916-2005)

Sigurður Ólafsson var bóndi í Syðra-Holti í Svarfaðardal og var um tíma öflugur kórstjórnandi og organisti í sveitinni. Sigurður var fæddur að Krosshóli í Skíðadal sumarið 1916 og flutti með fjölskyldu sinni fimmtán ára að Syðra-Holti í Svarfaðardal þar sem hann var lengst af bóndi. Það hafði verið til orgel á æskuheimilinu og á unglingsárum…

SVR kvartettinn (1967)

Haustið 1967 var starfræktur söngkvartett sem bar nafnið SVR kvartettinn (S.V.R. kvartettinn) og var að öllum líkindum starfandi innan Söngfélags SVR (Strætókórsins). Kvartettinn kom fram á skemmtun þá um haustið en ekki liggja fyrir upplýsingar hvort hann söng víðar á opinberum skemmtunum. Ári síðar var tvöfaldur kvartett starfandi innan Strætisvagna Reykjavíkur og var Aðalsteinn Höskuldsson…

Afmælisbörn 8. mars 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnabanka Glatkistunnar í dag: Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans…

Afmælisbörn 7. mars 2023

Á þessum degi er eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist á skrá Glatkistunnar. Það er Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari sem hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 2003. Björn Ásgeir (f. 1929) nam tónlist hér heima og í Danmörku og starfaði sem trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og reyndar í Svíþjóð einnig um tíma,…

Afmælisbörn 6. mars 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2023

Þrjú afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og níu ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Eurovision kvöld framundan

Úrslit undankeppni Eurovision fara fram í kvöld og þá ræðst hvert verður framlag okkar Íslendinga í keppninni í Liverpool í maí. Glatkistan er með fjölmargar tónlistartengdar getraunir innan afþreyingahluta síðunnar og þar er m.a. að finna 20 spurninga Eurovision-getraun svona rétt til að stytta stundirnar fram að úrslitunum og kynda undir stemminguna. Þá er einnig…

Afmælisbörn 4. mars 2023

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er sextíu og eins árs á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur…

Afmælisbörn 3. mars 2023

Fimm tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er sextíu og eins árs gamall í dag en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar…

Afmælisbörn 2. mars 2023

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fjörutíu og eins árs á þessum degi. Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín og…

Súrefni (1995-2001)

Hljómsveitin Súrefni náði allnokkrum vinsældum rétt um síðustu aldamót og var þá fremst í flokki sveita sem framleiddu danstónlist en um það leyti var nokkur vakning hér á landi í þeirri tegund tónlistar. Sveitin byrjaði sem hljómsveit, þróaðist þaðan yfir í dúett sem vann mest með tölvur en varð síðar aftur að fullskipaðri hljómsveit með…

Súrefni – Efni á plötum

Súrefni – Geimjazz [ep] Útgefandi: Súrefni Útgáfunúmer: SUR CD 001 Ár: 1997 1. Qul 2. Partýtíðni áramóta Stínu 3. Flauel 4. Geimfatatízkan 5. Loch Lomond Flytjendur: Páll Arnar Sveinbjörnsson – [?] Þröstur E. Óskarsson – [?] Súrefni – Súrefni Útgefandi: Dennis records Útgáfunúmer: DCD 001 Ár: 1997 1. Disco 2. Regnstræti 303 3. You can…

Svavar Guðmundsson – Efni á plötum

Svavar Guðmundsson – Svavar Guðmundsson syngur Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-1 Ár: 1967 1. Friður 2. Eins og stjörnur 3. Galíleinn 4. Lífið er bjart Flytjendur: Svavar Guðmundsson – einsöngur Árni Arinbjarnarson – píanó   Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Góði Jesús o.fl. [ep] Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-2 Ár: 1969 1. Góði Jesús 2. Þér hlið 3.…

Svavar Guðmundsson (1905-80)

Svavar Guðmundsson tenórsöngvari var einn fjölmargra efnilegra söngvara úr Skagafirðinum, honum gafst þó ekki kostur á söngnámi og varð því ekki úr eiginlegum söngferli hjá honum þótt hann yrði nokkuð þekktur, söng hans má hins vegar heyra á tveimur plötum sem komu út á vegum Fíladelfíu. Svavar Sigpétur Guðmundsson fæddist haustið 1905 á Sauðárkróki og…

Sveitó [2] (1996-2000)

Hljómsveit starfaði í Garðinum undir lok síðustu aldar og e.t.v. lengur undir nafninu Sveitó en upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit. Sveitó kemur fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1996 af því er virðist og lék með hléum næstu fjögur árin, einkum á Suðurnesjunum. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en hún lék á…

Svik (1985)

Upplýsingar eru af skornum skammti um hljómsveit sem bar heitið Svik og starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1985 og var að öllum líkindum skammlíf sveit. Meðlimir Svika voru þeir Ingvar [?] gítarleikari, Sigurður [?] bassaleikari, Ragnar Ingi [?] trommuleikari og Ragnar [?] söngvari og hljómborðsleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Svið (1992-94)

Rokksveit sem bar nafnið Svið starfaði á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins, líklega frá vetrinum 1991-92 og til 1994 að minnsta kosti. Upplýsingar eru fremur takmarkaðar um þessa sveit, vorið 1994 var hún skipuð þeim Hlyni Birgissyni trommuleikara, Guðmundi Svafarssyni gítarleikara og Hans Wium bassa- og trommuleikara en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði…

Sverrir Sigurðsson (1906-59)

Sverrir Sigurðsson var einn þeirra söngvara sem nam söng á fyrri hluta síðustu aldar, kom fram sem einsöngvari á tónleikum en steig þó aldrei skrefið til fullnustu enda var það ekki nema á fárra færi að helga sig söngnum á þeim tíma. Sverrir fæddist sumarið 1906 á Seyðisfirði, fór til náms við Menntaskólann á Akureyri,…

Stella í Knarrarnesi (1923-2009)

Saga Stellu í Knarrarnesi er dapurleg frásögn um hæfileikaríka söngkonu sem fórnaði draumum sínum fyrir draum foreldra sinna – draumi sem varð ekki ætlað að rætast. Þessi umfjöllun er frábrugðin öðrum á Glatkistunni að því leyti að hér er fjallað um söngkonu sem söng líkast til aldrei opinberlega. Stella í Knarrarnesi hét Guðríður Jóna Árnadóttir…

Sverrir Garðarsson [1] (1935-2021)

Sverrir Garðarsson var um langt árabil virkur í baráttu- og félagsmálum tónlistarmanna hér á landi og barðist fyrir réttindum þeirra sem liðsmaður FÍH, þar af í tæpa tvo áratugi sem formaður félagsins. Sverrir Garðarsson var fæddur 1935 og starfaði sem tónlistarmaður lengi vel, en hann var trommu- og slagverksleikari. Elstu heimildir um spilamennsku hans er…

Svensen og Hallfunkel (1997-2004)

Pöbbadúóið Svensen og Hallfunkel skemmti Grafarvogsbúum og nærsveitungum um margra ára skeið í kringum aldamótin en sveitin var þá húshljómsveit á Gullöldinni við miklar vinsældir. Svensen og Hallfunkel (stundum ritað Svenson og Hallfunkel) voru þeir Sveinn Guðjónsson og Halldór Olgeirsson en þeir höfðu starfað saman áður í nokkrum ballhljómsveitum, fyrst með Dansbandinu, síðan Santos, Grand,…

Svif (1995-96)

Hljómsveitin Svif starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og 96 og var sérstæð að því leyti að hún hafi enga fasta liðsskipan. Sveitin sem mestmegnis mun hafa leikið hefðbundna blús- og soultónlist kom fyrst fram í júní 1995 og voru meðlimir hennar þá Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þór Breiðfjörð…

Afmælisbörn 1. mars 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og níu ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…