Það er aðeins ein

Það er aðeins ein (Lag og texti: Bubbi Morthens) Skipin sigla suður, sumarið bíður þar, fólkið er farið burt að finna hið rétta svar, hinum megin við hafið í draumum fólksins falið er það að finna en enginn veit hvar, það er aðeins ein, það er aðeins ein, það ert þú. Sumir sáu drauminn sigla…

Ég elska bækur

Ég elska bækur Lag og texti Bubbi Morthens) Orðin eins og litir og málverk til mín koma, móðurlausa stafi í fóstur ég tek, bókin er galdur sem geymir sjálfan tímann, í skjóli þíns hugar þar finnur hún þrek, bókin er og verður þinn vinur. Bókin er svalandi lækur og ég segi það upphátt og ég…

Ég hata þetta bít

Ég hata þetta bít (Lag og texti: Bubbi Morthens) Halló, halló. Viltu dansa? Gerðu það, dansaðu við mig, þetta er skemmtilegt lag, dansaðu, gerðu það. Ég hata diskó, þoli ekki þetta bít og ég er stífur, þú ert laus, við dönsum diskó á sömu braut. Ég hata diskó, hef slappan skrokk í það, samt hef…

Röng borg

Röng borg (Lag og texti: Bubbi Morthens) Í rökkrinu héldu hrafnarnir til, á hendi voru með dauðs manns spil. Ég sat sem fastast og fölleitur sá, fyrsta sögnin geymdi ása þrjá og ég vissi ég hafði valið rangt borð. Með tóma vasa vonlaus ráfa um, verð að koma mér frá skuldunum, hér bíður aðeins eymd…

Hann elskar mig ekki

Hann elskar mig ekki (Lag og texti: Bubbi Morthens) Maðurinn í húsinu hvíslar rökkurorðum sem hlustirnar fylla þykkum ótta, undir sænginni er myrkrið hlýtt og gott, draumarnir sáust seinast á flótta. Hann elskar mig ekki, hann elskar mig ekki nei, hann elskar mig ekki, hann elskar mig ekki, ég dey, hann elskar mig ekki, hann…

Hverjum geturðu treyst

Hverjum geturðu treyst (Lag og texti: Bubbi Morthens) Efinn kemur þögull sem þjófur um miðja nótt og þrengir sér inn í sálina inn að kviku. Þeir sem voru trúaðir hörfuðu hljótt meðan helgir menn söfnuð sinn sviku og allt sem þú lærðir og allt sem þú veist er einskis virði ef hjartanu blæðir, hverjum geturðu…

Þú ert ekki lengur

Þú ert ekki lengur (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég kom aftur einn kaldan dag yfir frosinn fjörðinn. Gamla fólkið fór heiðina til að friða guð sinn, himinninn var eitt sinn blár, börnin farin að gleyma, hjörtu þeirra sem upplýst hús en það er enginn heima. Gul beinin standa upp úr ísnum þar sem við…

Þínir löngu grönnu fingur

Þínir löngu grönnu fingur (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sem dagur og nótt voru augun grá, opin kvika, full af þrá. Sem sorgmætt haf var hugur þinn, og hljómurinn ómar, vinur minn. Þessar sérstöku hendur og hlátur þinn og hjartað sem ól þér tóninn sinn, þetta glott út í annað og ekkert var bannað, og…

Ég er farmaður fæddur á landi

Ég er farmaður fæddur á landi (Lag / texti: Árni Ísleifsson / Aðalsteinn Aðalsteinsson) Ég er farmaður fæddur á landi, ekki forlögin haf því breytt. Það sem brimaldan sogast að sandi hef ég sælustu stundunum eytt. En nú á ég kærustu‘ á Kúbu og kannski svo aðra í höfn. En því meir sem ferðunum fjölgar…

Síðasti dansinn

Síðasti dansinn (Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Loftur Guðmundsson) Þennan síðasta dans vil ég svífa með þér eina svipstund við tónanna klið. Gleyma brimróti‘ og nótt, gleyma að bryggjuna við liggur bátur sem stefnt skal á mið. Láta yl þinn og bros tendra í æðum mér glóð til að orna við draumljúfri þrá.…

Hvar ertu?

Hvar ertu? (Lag / texti: Oliver Guðmundsson / Runólfur Stefánsson) Hvar ertu vina sem varst mér svo kær? Veistu‘ að ég sleka þig, draumfagra mær? Upp frá þeim degi‘ er þig dreymdi hjá mér dvelur minn hugur hjá þér. Man ég þá stund er ég mætti þér fyrst, man er ég fékk þig að skilnaði…

Jarðarför Bjössa

Jarðarför Bjössa (Lag og texti Bubbi Morthens) Sjáðu nú Bjössi, han brosir við þér og býður þér hrímgráan reykinn. Meðan þú dvaldir með oss hinum hér og hugrakkur gekkst í leikinn, línur á speglum þig kölluðu á, kókið svo hreint var erfitt að fá og nú fer, nú fer kistan þín niður. Þitt fríða andlit…

Alla daga

Alla daga (Lag og texti Bubbi Morthens) Alla daga, allar nætur þú, vagga hjartans heimur minn, mín hamingja er sú, er mig skorti kraft og kjark, þú komst og gafst mér trú. Alla daga, allar nætur þú. Megi óskir þínar allar rætast og ást þín vaxa fær, megi orð þín aldrei særa neinn og öllum…

Hvað er töff við það í snöru að hanga

Hvað er töff við það í snöru að hanga (Lag og texti: Bubbi Morthens) Reykjavík er ekki lengur lítil saklaus borg með ljósum prýddar götur, hrein og fögur torg, atvinnuleysisdraugurinn á daginn hefur hljótt en dæmir menn á nóttunni og étur þeirra þrótt, börnin eru á götunni og gatan kennir þeim að grimmdin er vörn…

Með vindinum kemur kvíðinn

Með vindinum kemur kvíðinn (Lag og texti: Bubbi Morthens) Fyrir vestan er veturinn stríður, vakir yfir byggð og tíminn líður, með sólvarma daga, dapurlegan róm, dreymir ekki alla himnanna blóm. Vegirnir lokast og veturinn hamast, vörnin er engin, þorpið lamast, menn horfa upp í hlíðina, sjá ekki neitt, himinn og jörð renna saman í eitt.…

Eins konar ást [2]

Eins konar ást [2] (Lag og texti: Bubbi Morthens) Rauðar laufið og lyngið mjúka og ljósgrænn mosinn hvísla að mér. Fæstir leiðina leggja hingað, langt er síðan ég var hér. Hruninn garður og gamlar tóftir, grasi vaxin eldavél, á bæjarhólnum blinduð dúkka, brotin kanna og ryðguð mél. Kyrra hugann, hlusta á vindinn hlæja í grasið…

Myrkur, sjór og sandur

Myrkur, sjór og sandur (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sandurinn hvíti sefur, sækir í kulið þrótt. Aldan skuggana skolar sem skríða á land í nótt. Í fjörunni flæðir kyrrðin, friðsælt er rökkrið svala, leggst og sveipast svörtu í sandinn mjúka, þvala. Vindurinn hafið vekur, velur bylgjunni leið, úr draumum og dökkum nóttum drekk ég fornan…

Of hrædd

Of hrædd (Lag og texti: Bubbi Morthens) Of hrædd til að lifa, of hrædd við að deyja, of hrædd til að verja það sem þú hefur að segja. Of hrædd til að gráta, of hrædd til að særast, of hrædd við að missa það sem okkur er kærast. Dauðinn er poppkorn að kvöldi í bíó.…

Þingmannagæla

Þingmannagæla (Lag og texti: Bubbi Morthens) Er nokkuð skárra að lifa út á landi eða lömunin betri hér? Er það praktískt að sjúga mjólk úr sandi, er hægt að synda í frjósandi hver? Þingmaður og svarið er já já. Þingmaður og svarið er nei nei. Mig langar að trúa þér, trúa trúa trúa. Eru orð…

Hroki

Hroki (Lag og texti: Bubbi Morthens) Menn ráfa hér um götur frekar guggnir að sjá, gæfan virðist löngu frá þeim horfin, og hjörtun í fólkinu friðlaust taktinn slá, fjötruð sem steinninn brimsorfinn. Og vinnan hér er engin og augun virka sljó, allir hafa sömu sögu að segja, menn leita að fiskinum en finna ekki nóg,…

Jakkalakkar

Jakkalakkar (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þau bíða vakandi sem villidýr um nætur með vonleysi í augum og uppslitnar rætur þar sem óttinn býr í brjóstum manna með blóðbragð á tungu milli gulra tanna þar sem neongrænir dagar dragnast á fætur. Jakkaklæddir menn kúra bak við borð við græna ljósið frá tölvunni éta tölvuprentuð orð.…

Kossar án vara

Kossar án vara (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það snjóar hérna úti og garðurinn hann gránar. Garðastrætishúsin verða hlýleg að sjá og kertaljóssins skuggar skrýtnum myndum varpa á veggina í stofunni sem ég stari á. Og myndirnar þar læðast lúmskar inn í hugann, leggjast bak við augun og hvísla því að mér að ástin sé…

Ég minnist þín

Ég minnist þín (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar augu þín opnast sé ég ásýnd dauðans speglast þeim í. Ég sá rauðan himin  rifna í tvennt og ryðgaðar hendur þungar sem blý. Ég sat við rúm þitt og þagði með þér, þjakaður af myndum í huga mér. Þú sagðist trúa og trú þín var sterk.…

Þú færð að vita

Þú færð að vita (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar dagur og nóttin njótast og napur vindur um húsið fer, þegar máninn trónir hæst á himni og hendur mínar strjúka þér, þá færðu‘ að vita, þá færðu‘ að vita, þá færðu‘ að vita, vinan, hver ég er. Þegar algleymið færir þér friðinn og fingurnir í…

Borgarbarn

Borgarbarn (Lag og texti Bubbi Morthens) Reykbrúnt þang þekur fjöru úti á skeri skarfar dorma blágræn aldan ýfir makkann úlfgráan. Nöpur gola gárar polla fjúka dollur dimmrauðar milli steina stöfum merktar kóka kóla. Svart berg beður fugla griðastaður stóð á brún brosti kalt ungur maður með myrk augu. Sér til gamans gengur sanda augum rennir…

Fyrir löngu síðan

Fyrir löngu síðan (Lag og texti: Bubbi Morthens) Menn nýttu sér pólitísk sambönd sín og sviku – það gerðu þeir. Það tíðkaðist á tímum kalda stríðsins og síðan ekki söguna meir. Þetta gerðist fyrir löngu síðan en það gerist ekki í dag því þá var það þjóðinni í hag. Einu sinni var maður svo múraður…

Hún sefur

Hún sefur (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sumarsins stjarna sólin bjarta, sjáður hér hvílirstúlkan mín. Byrgðu gullna geisla þín, gáðu að hvert ljós þtt skín. Því hún sefur, stúlkan mín hún sefur. Sumarmáni með sorg í hjarta sefur bak við blámans tjöld. Hann er að dreyma dimmar nætur, dimmar nætur og veður köld meðan ég…

Við tveir

Við tveir (Lag og texti: Bubbi Morthens) Lítill strákur kallar á pabba sinn. Blómin vaka á velli grænum, heiður er himinninn. Lítill strákur býður faðminn sinn. Hlátur hjartað bræðir og litli lófinn þinn. Hér liggjum við tveir og trúum því að guð sé góður og ljúfur. Tyggjum strá, horfum hátt til himins pabba stúfur. Þarna…

Klettur í hafi

Klettur í hafi (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sólin er þín systir, sjálf ertu geislinn sem fyllir mig birtu og undarlegri þrá. Dagar verða ljósir, ljúft ilma rósir. Augu þín eins og vorið himinblá. Klettur í hafi ávallt sönn. Klettur í hafi ávallt sönn. Nóttin er þín móðir, sjálf ertu stjarnan. Ávallt gleður augað. Þú…

Við Gróttu

Við Gróttu (Lag og texti: Bubbi Morthens) Í rauðbláu húmi sólin sest niður yfir sjónum er miðnæturfriður þar er vitinn sem vakir allar nætur, varlega aldan snerti okkar fætur. Sporin í sandinum hverfa eins og árin eins hefur gróið yfir gömlu sárin. Og jörðin hún snýst um sólina alveg eins og ég. Og jörðin hún…

Guð er kona

Guð er kona (Lag og texti: Bubbi Morthens) Lítil stelpa sagði við mig sjáðu skýin þarna, sjá þetta þykka hvíta þar er hópur barna. Þegar ég verð gömul og geng bogin svona mun guð á himnum taka mig og guð hún er kona. Gamall maður sagði við mig sumarið er búið, hjarta mitt er ansi…

Brunnurinn okkar

Brunnurinn okkar (Lag og texti: Bubbi Morthens) Frystihúsin leggja upp laupa, lánin streyma að, bátar kroppa í kvótann og kasta á sama stað. SÍS það bindur bændurna sem borga skuldirnar, það er dýrlegt að drottna og dæma af þeim jarðirnar. Fólkið inni á fjörðum þrjóskast, fjöllin sín elskar það, bændur berjast áfram, bjóða kreppunni heim…

Leiðin til San Diego

Leiðin til San Diego (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég veit um nætur sem taka öllum töfrum fram og trú mín á ævintýrið lifir undir ágústsólinni er engan skugga að finna. Ættum við að keyra strax yfir landamærin þar sem fótsporin finnast ennþá falin milli rústanna ásamt bergmáli okkar beggja, á þjóðvegi númer eitt er…

Það er gott að elska

Það er gott að elska (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti inn, ég sat við gluggann með kaffið, var að horfa á himininn, geislarnir tipluðu á hvítum fótum og földu brosin sín og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augu þín. Það er gott að elska,…

Kveðja [4]

Kveðja [4] (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert…

Skjól hjá mér þú átt

Skjól hjá mér þú átt (Lag og texti: Bubbi Morthens) Fyrir löngu síðan gekk ég grýttan veginn einn, gott ef ekki rigndi og í skó mínum var steinn. Það var komið fram í rökkur og rokið hvæsti hátt, þá sagði hún og brosti: skjól hjá mér þú átt. Þegar svartnættið lagðist sálina mína á, sólin…

Elliðaárþula

Elliðaárþula (Lag og texti: Bubbi Morthens) Stríðir strumar falla, stundum er flóð, þá stekkur fossinn, finnur sína slóð. Eitt sinn rann silfurbjört áin alla leið eftir dalnum drengur minn. Draumfull og breið söng hún sína þulu. Mörg eru mannanna verkin leið. Stríðir strumar falla, stundum er flóð. Fáir rata í fossinn né finna sína slóð.…

Þar sem gemsarnir aldrei þagna

Þar sem gemsarnir aldrei þagna (Lag og texti: Bubbi Morthens) Út úr húminu kemur dauðinn, kveður þig á sinn fund köldum rómi tilkynnir: Upp runnin er þín stund. Fyrir utan bíður djöfullinn og brosir undirblítt, bugtar sig og hneigir með hárið kolsvart, sítt. Þú sest inn í limmuna sem leggur hljóð af stað, við stýrið…

Þá verður gaman að lifa

Þá verður gaman að lifa (Lag og texti: Bubbi Morthens) Í þorpi úti á landi er lífið svona. Þar leyfa menn sér að draum og vona að verksmiðja rísi og reisi við bæinn með rífandi vinnu allan guðslangan daginn og þá verður gaman að lifa. Í þorpi úti á landi lærir ungur maður að litla…

Hvað kemur mér það við?

Hvað kemur mér það við? (Lag og texti: Bubbi Morthens) Við lifum á tímum tómleika og kvíða, töfrarnir virka ekki lengur. Lífið er metið sem tap eða gróði. Í myrkri aleinn maðurinn gengur, munaðarlaus lítill drengur. Við lifum á tímum trúleysis og heimsku. Tölum um frelsi til að velja dauðann í formi ofsa eða drykkju…

Öldueðli

Öldueðli (Lag og texti: Bubbi Morthens) Dunandi brunandi brimaldan grá berjandi merjandi af hamslausri þrá skolar hún skipi að landi. Æsandi hvæsandi hendir sér á hlæjandi æjandi veltur svo frá skipi sem skellur á sandi. Hóglega rólega hjalar við stein, blíðlega þýðlega þekur hún bein þarafaðmi köldum. Krauma straumar kafinu í, brjótast með skellum og…

Við tvö

Við tvö (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég mæti þér í myrkrinu með munninn í augna stað með fingurgómunum giska ég gætilega á það að svarið sé söngurinn sem sunginn verður í nótt og uppskeran sé algleymið sem aldrei verður sótt á akur þeirra ástlausu þar sem enginn er að sá en við tvö eigum…

Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador

Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég er staddur á stað þar sem línan liggur og lífið hjá fólkinu er svart og hvítt, þar er listamaðurinn glaður, þægur og þiggur í þriðja sinn styrkinn til að gera eitthvað nýtt. Á fjögra ára fresti þeir ganga í gömul spor, gjaldið…

Afkvæmi hugsana minna

Afkvæmi hugsana minna (Lag og texti: Bubbi Morthens) Afkvæmi hugsana minna hlusta ekki lengur á mig, halda fyrir mér vöku og vilja láta annast sig, í höfði mínu liggja göng inn í gula salinn víða, gönguferð á múrum hugans er svo lengi að líða svo ég ligg bara hérna svefnvana og syng í hljóði lag…

Horft til baka

Horft til baka (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þessi augu minna á herskip hjartans sem hljóðlaus sigla vokandi dimmrautt hafið, tundurskeytaorðin finna í myrkrinu markið og móðurskip heilans liggur í djúpinu grafið. Ég stari á þig í gegnum glasið og vökvann meðan grimmd þín flæðir bakvið lokaðar dyrnar. Dreg að mér andann og eigna mér…

Stjörnur

Stjörnur (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Ef lít ég til baka um bugðótta slóð þá bærast í huga mér örlaga ljóð um það sem fór miður og mistökin stór og margt sem um ævina aflaga fór. En gleymi að þakka allt gott sem ég fékk er gáleysislega um veginn ég gekk, oft valdi þá leið…

Litla barn

Litla barn (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Litla barn mín bær er sú að blessun ávallt hljótir þú. Það fegursta sem finna má þér fylgi alla daga. Og hvert sem ligja lítil spor þig leiða megi engill vor, sem tómleikanum tilgang gaf með tilverunni þinni. [af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]

Ég vildi að þú vissir

Ég vildi að þú vissir (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Ég vildi að þú vissir að víst ég elska þig. Þó í fjarlægð farir, þín fegurð heillar mig. Þótt æ sé treg mín tunga að tala ljúft til þín, þá vil ég að þú vitir þú verður ávallt mín. Ég vildi að þú vissir hve…

Haustregn

Haustregn (Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Jónas Friðrik Guðnason) Hnígur regn í húmi ótt, ég heyri tár þess falla. Það segir við sölnað gras að sumar kveðji alla. Og fuglinn er fegurst söng og flaug sólskinsdægrin löng, horfinn sé um höfin ströng til hlýrri og betri staða. Ég hlusta um hljóða nótt og heyri…

Tímans tönn

Tímans tönn (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Undarlegt hvað tíminn hefur tifað burt frá mér og tekið allt sem mér er kærast og haldið því hjá sér. Eina og öll mín æskuár sem aldrei koma á ný og allar góðu stundirnar sem fóru fyrir bý. Þær hurfu á braut, í tímans örlaga þraut. Hversu oft…