Óskastund

Óskastund (Lag og texti: Ana Pálína Árnadóttir / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Óskastund, allt er hljótt úti björt stjörnunótt. Dimmblá fjöll, dúnmjúk sæng draumablik, silfurtjörn. Leika sér lítil börn. Kristaltær klakahöll klukka slær, vakna tröll. Álfabyggð, undur stór enn á ný birtast mér. Leyndarmálið lífið er. Mánaljós, munablóm minning um helgan dóm englasöng, ástarljóð orð sem…

Ljúflingsdilla

Ljúflingsdilla (Lag / texti: Jón Ásgeirsson / þjóðvísa) Sofi, sofi, sofi sonur minn. Sefur selur í sjó, svanur á báru, mús undir steini, maðkur í jörðu. Sofðu, ég unni þér. Sofi, sofi, sofi sonur minn. Heill hann vakni og horskur í mörgu, gjarn til góðra verka. Guðs fulltrúi. Sofðu, ég unni þér. [af plötunni Kiddý…

Barnabæn

Barnabæn (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Friðrik Friðriksson) Guð sem elskar öll þín börn, ætíð faðir, sért þeim vörn, hjá mér vertu úti‘ og inni, allt mitt fel ég miskunn þinni. [af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]

Vögguljóð

Vögguljóð (Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Benedikt Þ. Gröndal) Sofðu, sofðu litla barnið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. Móðurhöndin milda, milda, þýða, mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. Mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. Vaki, vaki auga guðs og gæti góða, veika litla barnsins þá. Sofðu, sofðu! Sorgin græti, sonur ljúfi, aldrei…

Nú vil ég enn í nafni þínu

Nú vil ég enn í nafni þínu (Lag / texti: þjóðlag / Hallgrímur Pétursson) Nú vil ég enn í nafni þínu, náðugi guð sem léttir pínu, mér að minni hvílu halla og heiðra þig fyrir gæsku alla. Þáða af þér á þessum degi, því er skylt ég gleymi eigi, en ég má það aumur játa,…

Sofa urtubörn á útskerjum

Sofa urtubörn á útskerjum (Lag / texti: Jón Laxdal / þjóðvísa) Sofa urtubörn á útskerjum. Vellur sjór yfir þau, og enginn, enginn, enginn þau svæfir. Sofa kisubörn á kerhlemmum. Þau murra og mala, og enginn, enginn, enginn þau svæfir. Sofa Grýlubörn á grjóthólum. Þau urra og ýla og enginn, enginn, enginn þau svæfir. Sofa bolabörn…

Brátt mun birtan dofna

Brátt mun birtan dofna (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Guðmundur Björnsson (Gestur) Brátt mun birtan dofna. Barnið á að sofna. Þei, þei og ró, ró. Þei, þei og ró, ró. Barnið á að blunda í mó. Sól af himni hnígur húm að jörðu sígur. Þei, þei og ró, ró. Þei, þei og ró, ró.…

Vögguvísa [5]

Vögguvísa [5] (Lag / texti: Ísólfur Pálsson / Freysteinn Gunnarsson) Fuglinn sefur suðrí mó, sefur kisa‘ í værð og ró, sefur, sefur dúfan. Sofðu líka sætt og rótt, sofðu vært í alla nótt, sofðu litla ljúfan. [af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]

Með vindinum þjóta skúraský

Með vindinum þjóta skúraský (Lag / texti: höfundur ókunnur / Magnús G. Ólafsson) Með vindinum þjóta skúraský, drýpur drop, drop, drop, drýpur drop, drop, drop. Og droparnir hníga og detta‘ á ný, drýpur drop, drop, drop, drýpur drop, drop, drop. Nú smáblómin vakna‘ eftir vetrarblund, drýpur drop, drop, drop, drýpur drop, drop, drop. Þau augu…

Vögguvísa [7]

Vögguvísa [7] (Lag / texti: Jónas Þórir / Magnús Pétursson) Þegar húma fer. Þegar dagur þver. Þegar hnígur sól að viði. Sofðu bangsi minn. Sofðu brúðan mín. Sofum öll í ró og friði. Því góðir englar guði frá þeir gæta alls og vaka oss hjá. Sofðu fugl í mó. Sofðu blóm í skógi. Sofðu lax…

Sofðu, sofðu góði

Sofðu, sofðu góði (Lag / texti; Sigvaldi Kaldalóns / Guðmundur Guðmundsson) Sofðu, sofðu góði, sefa grátinn þinn. Vef ég ljúflings ljóði litla drenginn minn. Syngur yfir sundi sár og þungur niður. Þey, þey, þey í blundi þér er búinn friður. [m.a. á plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]

Vögguvísa [6]

Vögguvísa [6] (Lag og texti: Þórarinn Jónsson) Sígur höfgi‘ á sætar brár, sefur lón og heiði, hann sem þerrar þrautatár þig í draumi leiði. Sofðu nú barn mitt og sofðu nú rótt, svífðu í draumagæðum, yfir þér vaki nú í nótt náðin guðs á hæðum. Svo er árdagssólin skær, sindrar hafs á straumum, aftur vaknarðu…

Morgunbæn

Morgunbæn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég bið þig minn faðir að blessa mig og bera mig áfram mót vaknandi degi. Ef gengur þú með mér á gæfunnar vegi þá geri ég ýmislegt fyrir þig. Ég bið þig að leiða mig langan veg, að lýsa hvert fótmál með andanum þínum. Ef viltu nú bergðast við…

Skrýtna fólkið

Skrýtna fólkið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég þekki eina konu sem kann ekki á bíl, hún kaupir sér á laugardögum súkkulaði og fleira og ef að hún er heima er allt í sama stíl þá inní stofu situr hún og þykist vera‘ að keyra. Bru-bru-bru-bru-bru-bru… Ég þekki heimskan karlmann sem kann svo ósköp fátt…

Einn + einn

Einn + einn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Einn plús einn eru tveir, tveir plús tveir eru fjórir, þrír plús þrír eru sex, fjórir plús fjórir eru átta, fimm plús fimm eru tíu og tíu plús tíu eru tuttugu. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 Þannig er nú þessi röð og…

Sandkassinn

Sandkassinn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Hér áðan rétt við sandkassann ég sá þig, og sjálfsagt fann ég kvikna heita þrá. Með augun blá þú stóðst og starðir á mig, svo stolt ég vildi leika við þig þá. Og okkur þótti gasalega gaman. Ég gaf þér þykjó-brauð og líka djús og eftir matinn sátum við…

Langavitleysa

Langavitleysa (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Við setjum krónu í umslag og umslag í buddu og buddu í veski og veski í tösku, svo setjum við töskuna í poka, við setjum pokann í kassa og kassann í kistu svo verðum við að muna eftir því að loka. Það er ekki til neinn endir á þessu…

Mig langar að læra

Mig langar að læra (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Mig langar að læra að lesa og skrifa, ég vil fá að vita, ég vil fá að lifa. Og seinna verð ég stór þá kvíði ég engu því heiminn ég skil, ég hlakka svo til, já ég hlakka svo til. Mig langar að læra að lita…

Haltu þér saman

Haltu þér saman (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Þú ert of lítill og þú ert of stór, þú ert of feitur og þú ert of mjór, þú ert of léttur og þú ert of þungur, þú ert of gamall og þú ert of ungur. Við ætlum að segja þér hvernig þú ert og auðvitað veistu…

Hláturfuglinn

Hláturfuglinn (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég hitti um daginn hláturfugl, í húsi einn hann bjó og hann sagði gagga-gagga-gó. Og fuglinn vildi flýta sér og fara út á sjó. Og hann hló og hló og hló og hló. Hann hló agga-gagga-gó, hann hló agga-gagga-gó, hann hló og hló og hló og hló því hann…

Stafrófið

Stafrófið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) A, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u, ú, v, þá: x, y, og þ og æ, ö ég síðast nefna fæ. Stórkostlega stafrófið svo sterkt það fær að lifa, það leikur sér…

Kisa litla

Kisa litla (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Kisa situr úti‘ í glugga og segir bara: Mjá. Núna er hún orðin svöng og fiskinn vill hún fá, segir: Mjá. Fiskinn fá… já, já, já, já, já, já, já. Komdu kisa, sæl og fín og sestu nú mér hjá, ég vil eitthvað færa þér sem þú vilt…

Ferðalagið

Ferðalagið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Nú förum við í ferðalag, við ferðumst nótt sem nýtan dag, nú förum við í ferðalag, við förum nokkuð greitt. Við förum upp í fjallasal og förum síðan niðrí dal. Nú förum við í ferðalag, við ferðumst vítt og breitt. Við förum upp á fjallsins tind og förum síðan…

Afakvæði

Afakvæði (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég fór upp til himna að hitta hann afa minn og hann var svo frískur og alsæll með líkamann sinn. Hann kenndi mér kvæði í kyrrð og í næði. Við gengum um heilagan himininn. Svo lærði ég kvæðin og afi minn eldaði mat og auðvitað fékk ég að borða…

Sólin syngur

Sólin syngur (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Sólin á himni syngur, syngur sitt fegursta lag. Sólin á himni syngur, sumarið raular sinn brag. Sólin á himni syngur, sumarið byrjar í dag. Sólin okkar sendir geisla, sælustundir blasa við, þá er gaman, þá er veisla því við elskum sumarið. Og við förum fylktu liði í fögru…

Sögin

Sögin (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ég heyrði eitt sinn lítið lag sem leikið var á sög, það breytti nótt í bjartan dag, var betra en önnur lög. Og hljómur þess var hreinn og tær, það hafði tök á mér, því það var eins og fugl sem fær að fljúga hvert sem er. Fallegt eins…

Svefngalsagarður

Svefngalsagarður (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Það er svo villt að mega vaka fram á nætur og fá að vera‘ í friði hvernig sem þú lætur. Það er æðislegt, alveg ótrúlegt, já svo ógeðslega kúl. Við megum garga, slást og góla eins og kettir og grenja‘ af hlátri þó að það sé…

Vökulagalag

Vökulagalag (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Alveg er bannað að blunda hér, birtist þá Vökulands lögguher. Syngur þér vörpulegt vökulag, vökulagssöngur er okkar fag. Vaki vaskir menn, vaka skulum enn. Vökulöggur verði á varast blund á brá. Vasklegir stöndum við hér á vakt, vasklega þrömmum við trommutakt. Rístu á fætur og flýttu…

Velkomin til Vökulands

Velkomin til Vökulands (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Þú komst á fljúgandi ferð og fannst hér land þar sem enginn þarf að sofa. Og eins og sjálfur þú sérð í slíku landi menn vökuna lofa – við getum vakað í nótt! Að sofa‘ er sannkölluð þraut en sælt að vaka og þurfa…

Mér leiðist sífellt að sofa

Mér leiðist sífellt að sofa (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Klukkan átta er mér sagt að hátta, er mér sagt að fara upp í rúm. Mamma og pabbi ansa engu kvabbi, skipa mér að fara upp í rúm. Þó ég kvarti og kveini hátt með sáru veini, sama hvað ég reyni, ég…

Afmælislagið

Afmælislagið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Á nú að syngja afmælisbrag, á nú að syngja lítið lag? Á einhver afmæli? Já það er afmæli, því Pétur á afmæli í dag. [af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]

Ef ég bara ætti ský

Ef ég bara ætti ský (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ef ég bara ætti ský það unað gæti veitt, þá víst ég myndi fara‘ í frí og fljúga vítt og breitt. Í langferð veröld okkar í og út um víðan geim, ég sjálfsagt myndi svífa‘ á því og síðan aftur heim. Að fljúga út um…

Litli fuglinn [2]

Litli fuglinn [2] (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Úti í garði flýgur fuglinn, nú fær hann brauð í litla gogginn sinn. Hann er laginn að hreyfa vængi, hann hreyfir þá oft. Inni í garði kemur kisa, hún hvæsir á litla fuglinn minn. Litli fuglinn fer í burtu, flýgur hátt upp í loft. Inn í garðinn…

Heyr mitt ljúfasta lag [1]

Heyr mitt ljúfasta lag [1] (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Stefán frá Hvítadal) Heyr mitt ljúfasta lag, þennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðist hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlinga bros. Ég var fölur og fár, ég var fallinn í döf. Ég var sjúkur…

Hugsað heim [1]

Hugsað heim [1] (Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Grétar Haraldsson) Á blíðviðris dögum ég blessa þá sveit sem baslaði lengst við að uppskera‘ og sá. Í bláma þar fjöllin öll fegurst ég veit, Fljótshlíð með Tindfjöll og Eyjafjöll há. Þau gleðja mig öll meðan augu mín sjá. Nú alls ekki sé ég í huganum…

Hugsað heim [2]

Hugsað heim [2] (Lag og texti Ólafur Þórarinsson) Hugurinn ber mig hálfa leið ef hugsa ég til þín, sem gafst mér tæran töfraseið er ég teygaði sem vín. Þótt nú um heiminn liggi leið ég leita þess sem var, er forvitinn sem barn ég beið að berja lífsins svar. Oft ég hugsa heim til þín…

Heyr mitt ljúfasta lag [2]

Heyr mitt ljúfasta lag [2] (Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson) Heyr mitt ljúfasta lag er ég lék forðum daga fyrir ljóshærða stúlku sem heillaði mig þegar ungur ég var. Það var sumar og sól og við sátum í lundi, ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt þegar hjarta…

Stúlkan mín [2]

Stúlkan mín [2] (Lag / text: Björgvin Þ. Valdimarsson / Jón frá Ljárskógum) Nú ljómar vorsins ljós um loftin heið og blá og allt er þrungið ilm og ævintýraþrá. Nú göngum við til skógar hin græna mjúka veg, við stefnum út í ævintýrið stúlkan mín og ég. Og gullið sólskin hlær um hvolfin víð og…

Við ána [1]

Við ána [1] (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Við ána hef ég löngum leikið hverja stund, oft lágu þangað sporin forðum daga. Einhver undraseiður þar létti mína lund svo ljúf í huga er mér hennar saga. Þegar lífsins sorgir særðu hjarta mitt sefað gat hún harm í brjósti mínu. Í ótal ævintýrum mér stundir hefur…

Vikivaki

Vikivaki (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum) Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða draumalandsins himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin, mundu’ að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndið þitt. Vorið kemur, heimur…

Við ána [2]

Við ána [2] (Lag / texti: erlent lag / Friðjón Þórðarson) Blágresið angar við bjarkanna rót blikandi kvöldstjörnu horfir mót árniður blandast bylgjunnar söng líða brosfögur vorkvöldin löng. Lyfta sér vonir frá vegfarans önd Vængjaðar svífa um draumalönd ljúf verður hvíldin því kvöldroða skin flytur kveðju frá lang þráðum vin. [af plötunni Bjarni Lárentínusson, Njáll…

Stúlkan mín [1]

Stúlkan mín [1] (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Stúlkan mín er mætust meyja og kvenna. Sveinar ástaraugum á eftir henni renna. Og þeir allir saman á öndinni standa yfir því hvert afbragð hún er til munns og handa. Dável samansett hún er, silkimjúk og nett hún er. Lipur grönn og létt…

Örkin hans Nóa

Örkin hans Nóa (Lag / texti: Skytturnar / Heimir Björnsson) Hugsun sem gengur eins og rispaður diskur, alla effin’ nóttina. Andavaka, ég hlusta á hjartslátt allra minna pælinga. Einn á eftir lukkunni sem eltir alla aðra. Allir virðast botna hugsafljóð í ljóð sem líf, en ég er bara blaðra. Ég nudda alla lampa en finnst…

Afmælisbörn 16. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja…