Haldiði’ hún Gróa hafi

Haldið‘ hún Gróa hafi (Lag / texti: Gunnar Reynir Sveinsson / Halldór Laxness) Haldið‘ hún Gróa hafi skó hafi skó, hafi skó, þá held ég‘ hún verði þvengjamjó þegar‘ hún fer að trallala, hafi skó, hafi skó, trallala, rallara, rallalla. [af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]

Haustvísur til Máríu

Haustvísur til Máríu (Lag / texti: Atli Heimir Sveinsson / Einar Ólafur Sveinsson) Máría, ljáðu mér möttul þinn, mæðir hretið skýja; tekur mig að kala á kinn, kuldi smýgur‘ í hjartað inn; mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja. Máría, ljáðu mér möttul þinn, mærin heiðis sala; að mér sækir eldurinn, yfir mig steypist reykurinn;…

Vorvísa [2]

Vorvísa [2] (Lag / texti: Jón Ásgeirsson / Halldór Laxness) Hve bjart er veður, og blómið glatt er morgundöggin seður. Ó, græna lífsins land! Ó lífsins Grænaland, ó lífs míns gróður, leyf mér að elska þig og vera góður. Hve margt sem gleður. Í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður. Ó dýra lífsins land! Ó lífsins Dýraland,…

Jóakim úti í Babýlon

Jóakim úti í Babýlon (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Þórarinsson) Jóakim bjó í Babýlon, bjó þar með húsfreyju sinni. Hennar minni, hennar minni, hylla skal þá kvon. Jóakim sómamaður sagður var. Súsönnu prýddu flestar dyggðirnar. Aðdáendur, aðdáendur ekki skorti þar. Tehús prýddi þar trjágarðinn, tjaldað silkidúk bleikum. Lind og eikum, lind og eikum…

Fuglinn í fjörunni

Fuglinn í fjörunni (Lag / texti: Jón Þórarinsson / þjóðvísa) Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. Fuglinn í fjörunni hann er bróðir þinn. Ekki…

Úr útsæ rísa Íslands fjöll

Úr útsæ rísa Íslands fjöll (Lag / texti: Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson) Úr útsæ rísa Íslands fjöll með eld í hjarta þakin mjöll og brim við björg og sand. Þó mái tíminn margra spor þá man og elskar kynslóð vor sitt fagra föðurland. Við tölum íslenskt tungumál. Við tignum guð og landsins sál og…

Sveinar kátir syngið

Sveinar kátir syngið (Lag / texti: erlent lag / Bjarni Jónsson) Sveinar kátir, syngið saman fjörug ljóð. Æskusöngvum yngið elliþrungið blóð. Þráir söng vor sál, söngsins unaðsmál. [af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]

Vorvindar

Vorvindar (Lag / texti erlent lag / Páll Helgason) Þegar hlýir vorsins vindar vetrar leysa klakabönd, grænka taka tún og rindar, tíbrá vefur dal og strönd. Heim úr suðri fuglar fljúga, fylla loftið gleðisöng. Kátar öldur kletta gnúa, kvöldin verða björt og löng. Vorsins ungi undramáttur öllum svalar, mildur, hlýr. Aldnir hugir aftur finna æsku…

Ríðum sveinar sem…

Ríðum sveinar sem… (Lag / texti: erlent lag / ókunnur höfundur) Ríðum sveinar senn, saman fljóð og menn um fold í flokkum enn. Brosir móti blíð blessuð fjallahlíð, svo mæt sem mærin þýð. Yfir arnarból, árnar dal og hól, uns að sest er sól sæl við Tindastól. Látum skella hóf við hellu, hart svo járnin…

Íslands lag

Íslands lag (Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Grímur Thomsen) Heyrið vella á heiðum hveri. Heyrið álftir syngja‘ í veri. Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskoru bruna. Íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka. Undir klöpp og skútar taka. Íslands er það lag. Heyrið brim á björgum…

To i hola

To i hola (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson) Ef af garði ber gest, sem að fúr vill ólmur fá sér, þá er ljótan að eiga‘ ekki bót fyrir‘ boruna‘ á sér. En hún mamma sem gerði úr mér fína og pena píku, við hreint öllu kann ráð og þá auðvitað við slíku.…

Maggavísur

Maggavísur (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson o.fl.) Stöðugt þambar Maggi bjórinn kneyfa kunni, kátur „danaz moja“ raular fyrir munni. Sá mun fljótt á knefa kenna kappa er hyggst að stöðva þenna. Ó, dana, dana, dana, dana, ó dana. Maggi hefur slegist, það er varla vafi. Vitnar um það hendi búin hvítu trafi.…

Lind í skógi

Lind í skógi (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson) Djúpt inn í dimmum skógi er dálítil uppsprettulind. Þar kemur margur og sækir sér svölun og sér sína spegilmynd. En súptu nú varlega vinur. Vart er hún lengur tær. Hún kastaði grjóti og gruggaði brunninn þín gráglettna yngismær. Hún hélt hún hlyti að mega…

Ökuþórasöngur

Ökuþórasöngur (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson) Sjá minn ljósa fola, sá má skakið þola. Sjáðu stóðhestinn stoltan, stappar, hneggjar og frísar, krafsar hófum hátt og þétt. Hvíar létt af losta, leysir vind með rosta, tilbúinn að taka‘ á rjúkandi sprett. Loga augun, tjóðrið togar í. Skjálfti‘ í taugum, skelfist yfir því að…

Sefur sól hjá Ægi

Sefur sól hjá Ægi (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Sigurður Sigurðsson) Sefur sól hjá Ægi, sígur höfgi yfir brá. Einu ljúflings lagi, ljóðar fugl og aldan blá. Þögla nótt, í þínum örmum, þar er rótt og hvíld í hörmum, hvíldir öllum oss. [m.a. á plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]

Ísland, Ísland ég vil syngja

Ísland, Ísland ég vil syngja (Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Ísland, Ísland ég vil syngja um þín gömlu, traustu fjöll, þína hýra heiðardali, hamraskjól og vatnaföll, þín fögru fjarðarboga, frjálsan blæ og álftasöng, vorljós þitt og vetrarloga, vallarilm og birkigöng. Ísland, Ísland ég vil búa alla stund í faðmi þér.…

Loksins ég fann þig

Loksins ég fann þig Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) Ég hef allt lífið leitað að þér. Leitað og spurt, sértu þar eða hér því ég trúði að til værir þú. Trúði og ég á þig nú. Loksins ég fann þig, líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein. Haltu mér fast,…

Blómarósir

Blómarósir (Lag / texti: Jón Ásgeirsson / Helgi Sæmundsson) Ilmandi leggja þær garða og torg undir fót fagnandi laugast þær kossheitum morgunblæ. Þegar sólin dansar og skín, spinnur geislaþræði endalaust. Brosandi taka þær kveðju elskhuga sinna, hlæjandi snúa þær við þeim baki, njóta sín á vori og sumri en falla næsta haust. [af plötunni Karlakór…

Fyrstu vordægur

Fyrstu vordægur (Lag / texti: Árni Thorsteinsson / Þorsteinn Gíslason) Ljósin loftn fyllir og loftina verða blá, vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð og sóleyjar srpetta sunnan við garð. Þá flettir sól af fjöllunum fannanna…

Brennið þið vitar

Brennið þið vitar (Lag / texti: Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson) Brennið þið vitar. Hetjur styrkar standa við stýrisvöl en nótt til beggja hans. Brennið þið vitar. Út við svarta sanda særótið þylur dauðra manna nöfn. Brennið þið vitar. Lýsið hverjum landa, sem leitar heim – og þráir höfn. [m.a. á plötunni Karlakórinn Söngbræður –…

Kór úr Finlandia

Kór úr Finlandia (Lag / texti: erlent lag / Axel Guðmundsson) Þýtur í skógum eilíft aldalag, ómar af þjóðar vorrar sögu‘ og hag, allt það sem lifði‘ og leið vor fátæk þjóð. Ljóma á vötnunum tár – og blóð. Birta mun senn hinn nýja dýrðardag, dásamlegt sumar yrkja‘ upp vetrarbrag. Blessað af regni‘ og sindri…

Hraustir menn

Hraustir menn (Lag / texti: erlent lag / Jakob Jóhann Smári) Ef þátt þú draum, sýndu dáð, rætist hann þá. Sé tíðin naum, skaltu taka fastar á. Og ef át þú heiðríkju hugans, skaltu‘ ei hræðast, fylg þinni þrá. Hugur af hug tendrast dáðum og dug, því að hraustir menn hlýða hreystikallinu enn. Fá mér…

Fjallið Skjaldbreiður

Fjallið Skaldbreiður (Lag / texti: erlent lag / Jónas Hallgrímsson) Fanna skautar faldi háum fjallið allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur logi reiður okið steypu þessa við. Ógnar skjöldu bungu breiður ber með sóma réttnefnið. Hver vann hér svo að með orku? Aldrei neinn svo vígi hlóð. Búinn…

Vinsamleg tilmæli

Vinsamleg tilmæli (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngholt) Ég veit er ég dey, svo að verði ég grátinn, þar verðurðu eflaust til tak. En ætlirðu blómsveig að leggja‘ á mig látinn, þá láttu mig fá hann strax. Og mig, eins og aðr,a sem afbragðsmenn deyja, í annála skrásetur þú. Og hrós um mig…

Heyrði ég í hamrinum

Heyrði ég í hamrinum (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttr / Jóhann Gunnar Sigurðsson) Heyrði ég í hamrinum Hulda gígju sló, ljúflingslagið laðaði og dró. Feginn vildi‘ ég heyra þann hljómblíða slag, því mig sækja leiðindi er líður á dag. Fögur eru löndin fyrir austan sól. Gaman væri‘ að eiga þar athvarf og skjól. [af plötunni…

Kirkjuhvoll

Kirkjuhvoll (Lag / texti: Bjarni Þorsteinsson / Guðmundur Guðmundsson) Hún amma mín það sagði mér: Um sólarlags bil, á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til. Þú mátt ei trufla aftansön álfanna þar. Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var. Í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin. Hún trúði þessi hún amma…

Öræfasýn

Öræfasýn (Lag og texti: Loftur Ámundason) Lít ég af heiðar hárri brún hérað á milli sanda. Iðgrænar hlíðar, urð og tún, ólgandi vötn því granda. Ríkir í jökla reginsal roðinn af sólareldi, hnjúkurinn ofar Hvannadal höfðingi í öræfaveldi. [af plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]

Vögguvísa [4]

Vögguvísa [4] (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jóhann Jónsson) Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]

Þegar lyngið grær

Þegar lyngið grær (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jakobína Sigurðardóttir) Þegar lyngið grær og í björkum þýtur blær, þegar blána af vori strönd og sund, þegar daggperlan skær móti dagsins geislum hlær, þegar draumur lífsins rætist um stund, berst með litlu ljóði löngun mín til þín, yfir fjöllin há yfr hamraflugin blá, heim í…

Minning [4]

Minning [4] (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Sigurjón Sigurðsson) Ég átti‘ í næði eina þögla stund sem er mér helg í minningunni‘ um þig. Ég þráði eitt að fljúga á þinn fund, og fá þig enn að leiða‘ og styðja mig. Ég felldi tár á föld og lítið blað en fann ei mátt að…

Sjá, mjöllin tindrar

Sjá, mjöllin tindrar (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Guðmundur Guðmundsson) Sjá, mjöllin tindrar er tunglið skín á teigum og frosnum lónum. Guð brosir alls staðar börnin mín, hann brosir í köldum snjónum. Í hrím sem döggvum dýrð hans skín, og drifhvítum sævarbárum. Guð brosir alls staðar börnin mín, hann brosir í ykkar tárum. [af…

Lindin mín

Lindin mín (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Árilíus Níelsson) Ég minnist þín bernskunnar blíðróma lind, hve bljúg voru lög þín og fögur. Þú speglaðir framtíðar fegurstu mynd og fluttir mér ljóð þín og sögur. Og ennþá ég hlusta‘ eftr ómum frá þér og æskunnar fjarlægu dögum. Í ljósheimi vorsins þeir laðast að mér með…

Hún mamma söng

Hún mamma söng (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Jónsson) Hún mamma söng mér lítið ljóð, ég lá í vöggu minni. Það var svo hjartnæmt, blessað, blítt og byrgði tárin inni. Og þegar eitthvað mótdrægt er, ef eitthvað særir, grætir, það blessað ljóð mér ómar enn og allar raunir bætir. [af plötunni Heyrði ég…

Hugurinn reikar víðar

Hugurinn reikar víðar (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Una Þ. Árnadóttir) Kveð ég ein á kaldri strönd, köld er gjólan stríða. Hrímguð eru mín hugarlönd og horfin sumarblíða, hugurinn reikar – hugurinn reikar víða. Fyrrum sat ég í fjallasal, fagurt var til hlíða. Ljúft var að hlýða á lækjahjal og lóusönginn blíða. Hugurinn reikar…

Hver svífið þér, svanir?

Hvert svífið þér, svanir? (Lag / texti: IngibjörgSigurðardóttir / Steingrímur Thorsteinsson) Hvert svífið þér, svanir, af ströndu með söngvum í bláheiðan geim? Ég sé það af öllu, þér ætlið í ósýnis fjarlægan heim. Vér erum þíns sakleysis svanir, vor samvistartími nú dvín. Vér förum með klökkvandi kvaki og komum ei framar til þín. Með augunum…

Með vorið í hjarta

Með vorið í hjarta (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Erla) Ég horfi með vorið í hjarta á héluðu rúðurnar enn og gleð mig við geislana bjarta, og gluggana þíða nú senn. Þó gisin sé kotbæjar kytra og kuldi með næðingi hér, ég vona að vori hið ytra, fyrst vorar í hjarta mér. [af plötunni…

Um jól

Um jól (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Sigurjón Sigurðsson) Af litlu kerti ljósið ber um löngu gengna vegi. Lít ég aftur ljós í þér, ljós sem gleymast eigi. Er blíða vorsins burtu fer, og byrgja þokur tinda. Öðru betur ornar mér ylur bernsku mynda. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]

Jólakvöld

Jólakvöld (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Davíð Stefánsson) Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kveld, hjartanu orna við hljóma forna og heilagan jólaeld. Meðan norðurljós kvika og blástjörnur blika og boganum mínum ég veld. Ég blundaði hljóður við brjóst þín, móðir, sem blómið um lágnættið. Þú söngst um mig kvæði,…

Skógardísin

Skógardísin (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngholt) Ég ligg undir laufgrænum krónum í lundinum skógardís hjá, og lék mér að ljúfustu tónum, sem lágróma harpan mín á. Hún sýnir mér sólroðnar brautir, er sveigjast um ónumin lönd. Hún leggur mér líkn fyrir þrautir og leysir af sál minni bönd. Hún segir mér söngfugla…

Í Vatnahlíð

Í Vatnahlíð (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jakobína Sigurðardóttir) Hefur þú verið í Vatnahlíð? Í Vatnahlið, þar sem björkin grær, sígræna björkin og sunnanblær syngur í laufi. Í Vatnahlíð. Hefur þú reikað um rjóðrin græn, rjóðrin græn í Vatnahlíð? Heyrt hvernig syngja á sumartíð svalandi lindir við rjóðrin græn? Við skulum finnast í Vatnahlíð.…

Kvöldkyrrð

Kvöldkyrrð (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Kjartan Ólafsson) Það er kvöld yfir byggðum og blómin sofa, í blænum er ilmur og vor. Um stíginn ég geng hjá steinum úr kofa, á strönd þar við minninga spor. Hér leit ég þig fyrst, það var sumar á sænum og söngur á vogum og grein. Þú stóðst…

En þú varst ævintýr

En þú varst ævintýr (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Davíð Stefánsson) Ég var hin þyrsta þyrnirós, en þú hið unga vín. Ég var hinn blindi er bað um ljós, þú blys sem alltaf skín. Ég var sú lind sem leggur fljótt, þú léttur blær og hlýr. Ég var hin þyrsta þögla nótt sem þráði…

Í brekkunum heima

Í brekkunum heima (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngdal) Í brekkunum heima, við bjallanna skjól, er bernskunnar ljómaði dagur og faðminn ég breiddi mót síungri sól, þá sýndist mér heimurinn fagur, því æskan og sakleysið átti þar lund með útsprungnar rósir, um vorhlýja stund. Og verði þér reikað til haganna heim – um…

Árbæjarfoss

Árbæjarfoss (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Guðmundur Guðmundsson) Mig langar oft, er ársól fögur skín, að ennþá mætti‘ ég heyra ljóðin þín og kæri foss minn, sæll þar svala mér, er sat ég forðum hugfanginn af þér. Og heyra blíða ljúflingslagið þitt, það ljóð er nam í æsku hjartað mitt, og liggja þar og…

Enginn grætur Íslending

Enginn grætur Íslending (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jónas Hallgrímsson) Enginn grætur Íslending einan sér og dáinn, þegar allt er komið í kring kyssir torfa náinn. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn, í öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Mér er þetta mátulegt mátti vel til haga, hefði…

Ísland hverfur

Ísland hverfur (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngdal) Nú styðst ég við öldustokkinn, því stýrt er á kaldan mar. Bærinn í sæ er sokkinn, það sést ekki hvar hann var. Fjöllin í fjarlægð blána, felur nú dalurinn sig: andnesin teygja fram tána til þess að kveðja mig. Nú þekki ég storminn stríða er…

Er degi hallar

Er degi hallar (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jónas Guðlaugsson) Draumsóley hneig þú mér höfuð þitt, höfuðið þreytta, raka! Dagurinn hverfur með sólbros sitt, síðustu álftirnar kvaka, fljúga og hverfa‘ yfir fjöllin blá, fljúga og koma‘ ei til baka. En við skulum deyjandi drekkast á og draumvængnum hinsta blaka. Brenna‘ ekki deyjandi blöð þín…

Hlýtt handtak

Hlýtt handtak (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Júlíus Sveinsson) Ég þakka þér handtakið hlýja þótt höndin væri‘ ekki ber. Hanskinn gat ekki hulið þann hita sem kveikti í mér. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]

Mömmuljúf

Mömmuljúf (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jakobína Sigurðardóttir) Rökkrið ræður óði. Raula ég í hljóði brot úr lagi‘ og ljóði, lítinn kvæðisstúf, – litla mömmuljúf. Allt mitt gull og gróði, geisli‘ úr lífsins sjóði, ertu yndisljúf. Litla mömmuljúf. Líði nóttin langa! Löng er rökkurganga. Fátt er yndisfanga. Flyt ég kvæðisstúf litlu mömmuljúf. Ótal rósir…

Góða nótt [6]

Góða nótt (Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Árilíus Níelsson) Miðnætursólin nú signi þig blítt. Sveipi þig draumguðsins hönd. Vorblærinn letri þér ljúft og hlýtt ljóð mín frá kveðju strönd. Hvíslandi þytur frá vorkvöldsins væng vaggi þér mjúklega‘ og rótt. Brosandi englar frá sólguðsins sæng svæfi þig. Góða nótt. [af plötunni Heyrði ég í hamrinum…