Hep tú, hep tú

Hep tú, hep tú (Lag / texti Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Hep tú, hep tú, hep tú, hep tú, hep tú, hep tú… Þeir sem ætla í lífvörðinn, þeir verða að kunna margt. Kunna að þegja, kunna að hlýða, kunna að gera næstum allt. Að þekkja hægri og þekkja vinstri. Þeir eru…

Litir

Litir (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir og Andrea Gylfadóttir) Við erum hér sem ávextir og ber, löng og mjó og lítil stór. Við erum hér sem ávextir og ber, gul og rauð og græn í kór. Komdu með í lítið ævintýr, leggðu eyrun við og þú munt fá að koma…

Skreytum

Skreytum (Lag / texti: Þrvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Fegrum og skreytum okkar hús. Við skulum fegra og skreyta okkar hús. Með blöðrum og borðum í fögrum lit, við höldum veislu fram á nótt. Límum og klístrum upp á vegg. Við skulum líma og klístra upp á vegg. Blöðrur og borða í fögrum…

Farðu burt

Farðu burt (Lag / texti: Þorvadur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Farðu burt, farðu burt. Við viljum ekki hafa þig svo komdu þér burt. Farðu burt, farðu burt. Þú átt alls ekkert heima hér svo komdu þér burt. Hvað ertu að vilja? Hver hleypti þér hingað? Veistu ekki að grænmeti er ekki velkomið? Skríddu…

Vinkonur

Vinkonur (Lag / texti: orvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir og Andrea Gylfadóttir) Vinkonur – við erum vinkonur þrjár. Vinkonur – við erum vinkonur þrjár. Við getum dansað, hlegið, sungið saman, skemmt okkur og haft svo gaman, geiflað svo og grett í framan. Þangað til að við veltumst úr hamingju. Það sem mér dettur…

Glaði gulrótarsöngurinn – fandalaggahoj

Glaði gulrótarsöngurinn – fandalaggahoj (Lag / texti: ÞorvaldurBjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Fandalaggahoj-fandalaggahoj. Fandalaggahoj-fandalaggahoj. Föðmumst og kysstum öll sem eitt. Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Fandalaggahoj-fandalaggahoj. Öll sem eitt. Fandalaggahoj. Föðmumst og kyssumst… Elskumst og unnumst og gleðjum hvert annað. Aðstoðum allar sem eru í neyð. Óvinátta – það er bannað. Allir eru…

Músin fljúgandi

Músin fljúgandi (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Litla mús langaði til að fljúga, svífa meðal blómanna og sjúga hunang. Vonin gaf vængina músaranga. Flaug hún út um hagana til fanga alsæl. Sveif hún um syngjandi eins og fluga. Hafði ekkert ákveðið í huga daglangt. Anginn smár eðlinu sínu gleymdi. Tryllti hana…

Þulan

Þulan (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Kristján frá Djúpalæk) Í mannanna búri matur er, já, mjöl og ostur og kjöt og smér. Og aldrei virðist þá vanta neitt. Um vetur er hjá þeim bjart og heitt. Og allt sem þeir vilja, vona og þrá þeim veitist, þeir allt hið besta fá. Þó fanga þeir…

Saknaðarljóð Gínu mömmu

Saknaðarljóð Gínu mömmu (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Hljótt er nú í húsum inni. Harmur býr í allra sinni. Hvar er litla Píla Pína? Sárt er að missa sína. Burt hún hvarf og brekkan grætur. Birtist mér í draumi nætur veslings litla Píla Pína. Sárt er að missa sína. Músaguð við…

Kattaslagurinn

Kattaslagurinn (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Einu sinni úti í mó átti heima lítil mús, hafði langan hala þó, heiminn var að skoða fús. Músin heyrði mjálm og væl. „Mál er nú að forða sér.“ Kisa mælti: „Komdu sæl, kæra ég skal fylgja þér.“ „Veröldin er býsna breið, barnið gott, og…

Músaguðirnir

Músaguðirnir (Lag / texti; Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Músaguðirnir mæltu: Mikil er lífsins kvöð, ætluð öllu sem lifir: Etið og verið glöð. Munið mýs allar jarðar, margvís er lífsins kvöð. Æðst er annað vort boðorð: Elskið og verið glöð. Gamlir og ungir glaðir gangist undir þá kvöð. Rækið dyggðir og dáðir: Deyið og…

Strengir

Strengir (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Steinarnir eru strengir, strengina vatnið knýr. Gaman það væri að vita hvað í vatninu huga býr. Hvaðan skyldi það koma? Hvert er heitið þess ferð? Síðar á öldum söngsins samferða því ég verð. Lyngið á líka streni, leikur blærinn á þá, söngva sorgar og gleði…

Í réttu ljósi

Í réttu ljósi (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Valgeir Skagfjörð) Ef horft er á í réttu ljósi hve lífið er stutt og lukkan svo hverful og smá. Ef horft er á í réttu ljósi. Hver dagur er gjöf, svo margt sem að hægt er að sjá.…

En frábær hugmynd

En frábær hugmynd (Lag / texti: Þorvldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) En frábær hugmynd. Hún er mín, hún er mín, hún er mín, mín, mín. En frábær hugmynd, hún er fín, hún er fín, hún er mín. Ég ætla nú að segja frá því ef að ég má án þess að hugsa neitt…

Vísur Skógarmúsa-ömmu

Vísur Skógarmúsa-ömmu (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Þegar litla músin úti er alltaf verður hún að gá að sér. Þarna margur þrællinn fer á kreik sem þæði í kveldskattinn girnilega músasteik. Kannski fær hann mig, kannski fær hann þig, kannski fær hann tra la lei. Gömul ugla gáir niður úr tré…

Vísur um Hérastubb bakara

Vísur um Hérastubb bakara (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hinum fræga Hérastubb helgast þessar stökur. Hann á brauða-bakarí, bakar hverja stund í því kostagóðar kökur. Ótal kökur eru til í því nægtarbúri. Ein er stór og önnur smá, allar skreyttar til að sjá rjóma og rósaflúri. Vínarbrauðin volg þar fást, vöfflur,…

Vísurnar um refinn

Vísurnar um refinn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég raula raunakvæði um ref einn sem hér býr. Í græðgi vill hann gleypa hin góðu skógardýr. Já, þetta er sorgarsöngur víst því sagan illa fer, því hæ falleraa faddirulan ræ, og verstur endir er. Einn dag hann var á veiðum hvar voru…

Hér kemur Lillimann klifurmús

Hér kemur Lillimann klifurmús (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hér kemur Lillimann klifurmús sem kæti ber inn í sérhvert hús, ein regluleg söngva- og músíkmús og meistara gítar-slátturmús. Tra la la la la, tra la la la la, tra la la la la la la la la la. &-nbsp; [af plötunni…

Hnetusafnaravísa

Hnetusafnaravísa (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Held ég mig að starfi því hnetum safna ber. Tíu handa frænku og tuttugu handa mér, og af þeim ét ég átta þá eru tólf að bjóða. Hérastubb í skiptum fyrir hunangsköku góða. [af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]

Refavísur

Refavísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hér mætir Mikki, sjá með mjóa kló á tá, og mjúkan pels og merkissvip sem mektarbokkar fá. Ég ligg í leyni þétt við lágan runn og klett. Ef lykt ég finn, hver lítil mús er löngum illa sett. Ég kalla: Gagg. Með kló í músarskinni…

Nýjasta ljóð Pílu Pínu

Nýjasta ljóð Pílu Pínu (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Heimurinn er betri en við höldum. Hitt er flest af okkar sjálfra völdum sem móti blæs og miður fer. Best er öllum böli því að gleyma sem bætt við ekki fáum úr – og dreyma það er eitt sem fallegt er. Heimurinn…

Kveðjuljóð

Kveðjuljóð (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Hér var gott að gista. Glaður vinahópur lífsins naut og lét sér marga stund. Allt mun óbreytt verða utan Pílu vantar og amma lengir enn sinn morgunblund. Sendir hlýjan huga hagamús og þakkar frændum sínum fyrir kynnin góð. Héðan má ég halda. Heimabyggðin kallar. Vindur,…

Klifurmúsavísur

Klifurmúsavísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ein mús er best af öllum og músin það er ég. Í heimi mús er engin slík hetja stórkostleg. Ég geng um allan daginn og gítarinn minn slæ, en svengi mig á stundum þá syng ég bara og hlæ: Dúddilían dæ. Er hnetum aðrir safna…

Flugsöngur ömmu

Flugsöngur ömmu (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Á regnhlíf ég með furðuhraða flýg sem flugvél yfir hæstu trén ég stíg. Og flugurnar syngja en hátt ég hlæ. Húrra, húrra, ég svíf fyrir blæ. [af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]

Húsamúsarvísa

Húsamúsarvísa (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég er heldri húsamús, hefi allt sem þarf til bús, magál bæði og bringukolla, bústin krof og spergla holla, fæ mér bita og bita í senn, bragðgott er það, viti menn, uni við það alla daga enda hef ég góðan maga. [af plötunni Dýrin í…

Laumuvísa refsins

Laumuvísa refsins (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nei, gras og garðakál ei girnist heilbrigð sál. Að öðlast slægð og afl af því alveg vonlaust mál. En betri angan ber nú blær að vitum mér. Ég kannast við sviðin af svíni og sósan og fleskið það matur er. Á svínasteik ég soltnum…

Grænmetisvísur

Grænmetisvísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla dag þeir feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga. En gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kálblöð og hrámeti. Þá fá allir mettan maga, menn þá…

Þvottavísur fyrir Bangsa litla

Þvottavísur fyrir Bangsa litla (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Baða litla bangsamann með blautsápu mamma kann. Hann skal nú fá hreinan feld hvað sem verður seinna í kveld. Hörð er skán á hnjám á þér og hálsinn kolasvartur er, undrunar mér alveg fær hvað eru skitnar tær. Betur skal ég, bangsi…

Ef þú ert súr vertu þá sætur

Ef þú ert súr vertu þá sætur (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ef þú ert súr vertu þá sætur, sjáðu í speglinum hvernig þú lætur. Ekkert er varið í sút eða seyru, hreyfðu á þér munnvikin út undir eyru. Galdurinn er að geta brosað, geta í hláturböndin tosað, geta hoppað, hlegið sungið endalaust. Ef…

Ég heyri svo vel

Ég heyri svo vel (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ég heyri svo vel ég heyri snjóinn snjóa, ég heyri svo vel ég heyri grasið gróa, ég heyri svo vel ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. Þú finnur það vel allt færist nær þér, þú finnur það vel…

Við erum fuglar

Við erum fuglar (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Við erum fuglar sem að flögra um, við finnum alltaf það sem okkur vantar. Við erum fuglar sem að flögra um, við finnum alltaf það sem okkur vantar. Að vakna snemma er viðbjóður ef veðrið það er slæmt að sjá ekki út úr augunum og anda…

Hattur og Fattur

Hattur og Fattur (Lag og texti Ólafur Haukur Símonarson) Dara la lall la lalla la… Út og suður, austur, vestur upp og niður, það er aldrei friður þegar Hattur og Fattur fara á kreik. Annar er of stuttur en hinn er alltof stór, annar er of feitur en hinn er alltof mjór, annar kann að…

Eniga meniga

Eniga meniga (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Eniga meniga, allir röfla um peninga. Súkkadí, búkkadí, kaupa meira fínerí. Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði? Eitthvað fyrir alla, konur og kalla krakka með hár og kalla með skalla. Eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka, það kostar ekki neitt þú krækir bara í takka, eða fyndinn frakka…

Afmælissöngur Bangsapabba

Afmælissöngur Bangsapappa (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Í skógi veisla gjörð skal góð með gleði söng og teiti því Bangsi okkar afmæli nú á um þetta leyti. Kunnur halur hærugrár verður fimmtíu ára í ár. Hæ, lengi lengi lifi hann sem listir allar kann. Og dagur reis með kátan klið og…

Lilli og Marteinn læðast

Lilli og Marteinn læðast (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nú verðum við að læðast, þá list hér margur kann. Það framtak fyrir liggur að frelsa Bangsimann. Þeir Bangsa burtu námu frá bæ án dóms og laga. Og segjast ætla að selja hann í sirkus næstu daga. Í hús þeir leitt hann…

Refaveiðavísur

Refaveiðavísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Þræða mold á mjúkri tá mjög er áríðandi. Ef við skyldum skolla sjá skulum læðast hægt á tá. Það er áríðandi. Okkar starf er vandi. Æ er refaveiðar við varúð áríðandi. Kannski sérðu kvikindið, karl minn, ekki fær hann grið. Það er áríðandi. Okkar starf…

Það var eitt sinn sjómaður

Það var eitt sinn sjómaður (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Það var eitt sinn sjómaður með sérstök axlabönd, hann sigldi um hafið blátt að ókunnri strönd. Hann var ekki hræddur um að hann yrði snæddur, móður og mæddur, ó nei, ó nei, ó neeeeiii. Það var eitt sinn sjómaður með sérstakt vasaúr, hann villtist…

Hvers eiga fílar að gjalda?

Hvers eiga fílar að gjalda? (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Hvers eiga fílar að gjalda, því fá þeir aldrei nokkurn frið? Hvers eiga fílar að gjalda þótt þeir gangi svona út á hlið? Hvers eiga fílar að gjalda þó þeir bláir séu yst og innst? Hvers eiga fílar að gjalda? Æ greyin segiði hvað…

Kötturinn sem gufaði upp

Kötturinn sem gufaði upp (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ég átti eitt sinn kött sem að gufaði upp, já hann hvarf bara svona einn daginn. Ég vissi aldrei alveg hvað af honum varð en ég sé hann aldrei ganga um bæinn. Og svo gufaði hann upp, og svo gufaði hann upp, og svo gufaði…

Dagalag

Dagalag (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ég heiti Helga á helgidögum, ég heiti Þura á þurrum dögum, ég heiti Sunna á sunnudögum. Er þetta nóg, er núna komið nóg? Og þó. Ég stjórna bæði veðri og vindunum, ég vef skýin ofan af tindunum, ég græði grasið inni í dölunum, ég geng um fjöll með…

Það vantar spýtur

Það vantar spýtur (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa, þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa? Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa, þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa? Það vantar spýtur og það vantar sög. Það…

Sjómaður upp á hár

Sjómaður upp á hár (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Það var einn prúður sjómaður með salt í æðunum, hann sveiflaðist í kaðli í siglutrjánum. Eitt var það sem enginn vissi um þennan mæta mann, hann kunni að hnýta rembihnút með tánum. Sjómaður, já sjómaður, já sjómaður upp á hár. Sjómaður, já sjómaður, stundum rauður…

Drullum-sull

Drullum-sull (Lag / texti: Ólafur Haukur Símonarson / Kristinn Einarsson) Hver vill skítinn, hver vill reykinn, hver vill sjóinn illa út leikinn? Líttu inn í Leirvoginn, ljótur er það haugurinn. Drullum sull og sullum bull, oj bjakk en það svínarí. Drullum sull og sullum bull, oj bjakk en það svínarí. Örfirisey er ekki pen, olíu…

Það er munur að vera hvalur

Það er munur að vera hvalur (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Það er munur að vera hvalur og geta siglt um sjóinn eins og skip, eins og skip, eins og skip, eins og skip. Ég er stærsti hvalur í heimi og ég syndi um með merkilegan svip, merkissvip, merkissvip, merkissvip. Alla fiska sem ég…

Örugglega umskiptingur

Örugglega umskiptingur (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég er bæði þrjósk og þver, þung á brún og há og sver. Ég er örugglega umskiptingur. Ég gæti verið dóttir drottningar í klettum, er dæmd til þess að hírast hérna eftir lögum réttum hjá fólkinu sem þykist vera pabbi minn og mamma því mér finnst ekki…

Bullutröll

Bullutröll (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Trúir þú á tröllabullið? Taktu nú eftir, hlustaðu á! Fyrir löngu fóru á stjá ferleg skrímsli með hausa þrjá. Þau eru líka þursar kölluð, þungbúin og leið að sjá, herfilega heimsk, ó já, og hafa engu‘ að segja frá. Bullutröll, bullutröll, búa í stórri fjallahöll, en fari þau…

Sáuð þið hana systur mína

Sáuð þið hana systur mína (Lag / texti: Páll Ísólfsson / Jónas Hallgrímsson) Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull, nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögur, svo er hún ekki heldur nísk, hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að…

Sjö, níu, þrettán!

Sjö, níu, þrettán! (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sjö, níu, þrettán! Sannaðu til að sumt er bara leikur en annað hættuspil. Það er ýmislegt sem ekki má gera. Einfaldlega best að láta það vera. Kannski er það hjátrúin, kannski meira‘ en það. Hér koma nokkur atriði sem þarf að gæta að. Margir hafa ótrú…

Hestur og kerra

Hestur og kerra (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hestur og kerra, hestur og kerra. Áfram fetar fákurinn, fer að æsast leikurinn. Hestur og kerra, hestur og kerra. Áfram brokkar gamla, góða Snerra. Áður voru aðrir tímar, engir bílar, hjól og símar, fyrirhöfn að ferðast um sveit. Í hestakerru hafði gaman hópurinn af krökkum saman.…

Undarlegar verur

Undarlegar verur (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Allt í kringum okkar búa undarlegar verur, háar, lágar, heitar, kaldar, hugsanlega í jörðu faldar og langar í ljósaperur. Geitungar og gráðug eðla grunsamlegur snákur, fíngerður en fagurtenntur flennikjaftur, sundurglentur. Nú bít ég þig bara, strákur! Ég hef séð grænan trúð og gulan hest en gettu nú…