Sum börn

Sum börn (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sum börn eiga foreldra aðeins að nafninu til, einhvers staðar í kerfinu segir maður jú ég skil, að ræna barn æskunni er aðeins fínna orð yfir það sem lögin túlka og skilgreina sem morð. Ekki benda á mig segir samviskan sæl og glöð í hvurjum manni sem frasann…

Útsýnið er fallegt

Útsýnið er fallegt (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar hverfa skýin og skuggar verða langir og skolgráar blokkir fá lit, þá stari ég út um gluggann, get ekki annað en gapað, jú alveg bit. Esjan er komin í klæðin sín fínu, kvenleg er hún, sjáðu þessa línu. Útsýnið er fallegt héðan þar sem ég sit.…

Lukkan og ég

Lukkan og ég (Lag og texti Bubbi Morthens) Að vakna og vita vorið komið er, finna hita frá hendi um háls mér, sjá lítinn strák liggja og ljúfan leika sér, það er ekki einleikið hve lífið ljúft er hér. Að liggja og leika, látast falla í dá, hlusta á hláturinn, horfa í augun blá, burra…

Vor í Þórsmörk

Vor í Þórsmörk (Lag / texti: Jón Þorsteinsson / Guðjón Helgason) Vanga mína vermir vorsins mildi blær. Yfir fögrum fjöllum fríður himinn tær. Limið fer að laufgast og litla blómið grær. Og litlu skáldin ljúfu sér lyfta grein af grein, þau syngja‘ um ást og unað öll nú fjarri mein. Dalinn fagra dreymir þar döggin…

Syngjandi vor

Syngjandi vor (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Þorsteinn Erlingsson) Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor, með sólina og blæinn. Mér klappaði golan, þó gatan sé þröng og gott var í morgun að heyra þinn söng, nú kem ég sem fljúgandi langt út í ljósið og daginn. [af plötunni Karlakór Rangæinga –…

Af sama toga

Af sama toga (Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Grétar Haraldsson) Í vorsins hlýju vindum er vald og föðursjá. Við tignum sól á tindum og trúum lífið á. Og þegar vot hún vermir strá um veröld líf og þrótt, vaki ég og verð oft þá vitni‘ um bjarta nótt. Í vorsins hlýju vindum er vald…

Mitt Rangárþing

Mitt Rangárþing (Lag / texti: Guðjón Halldór Óskarsson / Grétar Haraldsson) Mitt Rangárþing á margar myndir. Svo mjúka jörð, og hæstu fjöll, svo hvíta fossa, heitar lindir, og hyldjúp fljót með boðaföll. Og ofar byggð með ógn af eldi er öræfanna frelsi‘ um sinn. Við tignum allt það töfraveldi sem tinda ber við himininn. Þar…

Vorganga

Vorganga (Lag / texti: Jens Sigurðsson / Jón Ólafsson) Er á rölti um mel og móa, mikið á ég gott. Söng í eyrun lætur lóa, lifnar gamalt glott. Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifar vor. Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor. Andinn svífur, gáfur gefast ef ég geng um engi, lengi beðið…

Haust [2]

Haust [2] (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Það haustar og húm á grundu stígur, nú horfinn er lítill söngfugl úr mó. Líf það er lifnar að vori nú hnígur og leggur sig þar sem áður það bjó. Grát ei móðir þótt gróður þinn falli og grúfi sig yfir oss vetrarins ský því senn kemur sólin…

Frjáls

Frjáls (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Er ég horfi út um gluggann oft minn hugur reika fer. Já, ég læt mig hverfa í skuggann þar sem enginn til mín sér. Þar er ég frjáls, já ég er frjáls. Það sem enginn frá mér tekur er frelsi, kærleikur og ást. Hvert lítið frækorn hugann vekur og…

Nótt með þér

Nótt með þér (Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Ómar Halldórsson) Er nóttin leggst yfir lönd og sæ og ljósin kvika á hverjum bæ í rökkurblæ meðan regnið dvín við reikum út fyrir garð. Og hlaðan dimm verður huld og skjól þeim hjörtum manna sem ástin fól, að leita alls sem við lífsins eld er…

Kvöldblíðan lognværa (Kvöld í sveit)

Kvöldblíðan lognværa (Kvöld í sveit) (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundsson) Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og hýrt er í sveit. Sól er að kveðja við bjáfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu‘ í fallegri sveit. [af plötunni Karlakór Rangæinga –…

Ilmur vorsins

Ilmur vorsins (Lag og texti: Jón Þorsteinsson) Nú andar jörðin ilmi‘ og yl nú endurnærist allt sem grær. Um langa daga, ljósar nætur, ljúft að vera til. Í norðri sól um lágnótt læðist, lind og lækir syngja lag. Svo jörðin andann dregur djúp og dreymir nýjan dag. Um langa daga‘ og ljósar nætur er ljúft…

Rangárþing

Rangárþing (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Sigurjón Guðnason) Þú opnast sjónum fagri fjallahringu í faðmi þínum vagga okkar stóð. Þar halda vörðinn Hekla og Þríhyrningur, en hljóðlát Rangá kveðu draumkennd ljóð. Og fætur þínir laugast bröttum bárum, er bylta sér við dökkan Eyjasand. Við barm þinn sæl við undum bernskuárum. Þú ert vort…

Nú máttu hægt

Nú máttu hægt (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Erlingsson) Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur, og unga blómið krónu fær, þá dansar allt sem hjarta hefur er hörpu sína vorið slær. Og gáttu…

Stíg á bak

Stíg á bak (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarson / Frímann Einarsson) Nú er glatt yfir sál, hafið góðvina mál, allar gnægðir og peli í mal, þó skal hóflega kneyft, drukkin hestamanns skál, því að hér ér á góðhestum val. Leggjum bitil að munni, strjúk bóga og brjóst, og á bak leggjum þófamjúkt ver. Stígum…

Landið mitt

Landið mitt (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Ef ég vakna af draumi með dapra framtíðarsýn og dæmi lífið tómt glingur og prjál, reynist mér hollast að hugsa til þín sem hefur gætt lífi kulnaða sál. Þú getur gert kraftaverk landið mitt. Þú ert fegursta málverk gert af meistarans hönd eða magnþrungin kvikmynd í lit, hljómfagurt…

Sumarnótt [2]

Sumarnótt [2] (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Jón Magnússon) Svona getur sólin ofið silkivið um nakin fjöll. Svona getur grasið sofið glaða nótt um hlíð og völl. Elfin sjálf í svefni gengur, sumarbjört og fagurleit. Engin tunga ljóðar lengur. Læðist þögn um breiða sveit. Ber þú mínar bænir allar bjarta dís, á vörum…

Minning [3]

Minning [3] (Lag / texti: Guðmundur Jóhannsson / Guðjón Halldórsson) Kyrrðin djúpa barst um blómum skreytta hlíð. Bjartar vonir skóp hin ljósa sumartíð. Þangað komstu vina mín á frjálsan fund, fögur og blíð var þar ilmiþrungin rökkurstund. Þangað komstu vina mín á frjálsan fund, fögur og blíð var þar ilmiþrungin rökkurstund. Barmur þinn mér veitti…

Faðmlög og freyðandi vín

Faðmlög og freyðandi vín (Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason) Tra la la… Látum saman lagið óma, létt við syngjum tra la la la. Okkar söngvar saman hljóma, já við syngjum tra la la la. Þó að syrti ögn í álinn alltaf syngjum tra la la la. Saman mörg er sopin skálin, syngjum…

Syngjum bræður

Syngjum bræður (Lag og texti: Guðmundur Óli Sigurgeirsson) Syngjum bræður syngjum saman nú syngjum syngjum. Syngjum saman syngjum saman nú syngjum syngjum. Syngjum þar til dagur aftur rís syngjum með sælum rómi. Syngjum bræður syngjum saman nú syngjum syngjum. Dönsum bræður dönsum saman nú dönsum dönsum. Dönsum saman dönsum saman nú dönsum dönsum. Dönsum þar…

Til hinsta dags

Til hinsta dags (Lag og texti: Jón Smári Lárusson) Háa bræður hefjum raust, hennar allir skulum njóta. Sumar, vetur, vor og haust verði hún til heilsubóta. Syngjum vinir syngjum nú, syngjum innst frá hjartarótum. Á tilverunni höfum trú, tölum eftir réttum notum. Háa bræður hefjum raust, til hinsta dags vér lífsins njótum. [af plötunni Karlakór…

Lífið hún sá í ljóma þeim (Álfar)

Lífið hún sá í ljóma þeim (Álfar) (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Þorsteinn Erlingsson) Lífið hún sá í ljóma þeim ljósinu‘ af bláum augum tveim. Álfarnir sjá um allan heim enginn er svona fríður álfaþjóð í brúðardansinn bíður. Glóir í ljóma hinn gamli bær glaðar en sól á vori réttir arminn út og…

Litla skáld á grænni grein

Litla skáld á grænni grein (Lag / texti: Gunnar Sigurgeirsson / Þorsteinn Erlingsson) Litla skáld á grænni grein, gott er þig að finna, söm eru lögin, sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Við þinn létta unaðsóð er svo ljúft að dreyma, það eru sömu sumarljóð sem ég vandist heima. Vilji‘ og einhver vinur kær vísur mínar…

Til konunnar minnar

Til konunnar minnar (Lag / texti: Valdimar Karl Guðlaugsson / Sigurjón Yngvason) Hún er fríð sem runnarós, rík af þýðum hljómi. Í augum blíðum loga ljós, líf mitt prýðir ómi. [af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]

Ómar vorsins

Ómar vorsins (Lag / texti: Sigurður Sigurjónsson / Valdimar Össurarson og Jónas Lilliendahl) Nú vorar í hjarta, nú vorar í hug, nú vakna blómin af dvala. Allt fyllist lífi og lífsins dug og líknsamar raddir tala. Nú heyrist ei framar hafsins gnýr, nú hætta élin að þjóta. Nú leikur allt sem á landi býr og…

Saknaðarljóð

Saknaðarljóð (Lag og texti: erlent lag / Sigurður Ágústsson) Í kvöldsins ró er sól við fjöllin sest og sígur húm yfir vorgræna dali, þá grípur huga minn tregi svo sár, svo sár, sakna ég mest og þrái hin liðnu ár. Í kvöldsins ró, er sól við fjöllin sest og sígur húm yfir vorgræna dali. Elfan…

Vín, borg minna drauma

Vín, borg minna drauma (Lag / texti: erlent lag / Sverrir Pálsson) Sú heitasta þrá sem hjarta mitt á, er að vera nú horfin til þín. Í gleði og sorg um götur og torg þar sem glampandi vorsólin skín og söngfugla hreim er seiddi mig heim og svellandi valsanna klið. Á sælunnar stund úti í…

Við fljúgum

Við fljúgum (Lag og texti: Ómar Ragnarsson) Að fornu og nýju hafa menn til fugla himins litið og fyllst af hrifninu við vængjatök, sem hafa lyft þeim upp til skýja að líta heima nýja sem hljóma bak við hæstu fjalla þök. Og það var sagt við manninn: Flug þér áskapað er ekki, þú annars hefðir…

Tina Rondoni

Tina Rondoni (Lag / texti: Jónas Tryggvason / Davíð Stefánsson) Tina Rondoni, Tina Rondoni, Tina Rondoni. Ég elska þig Tina Rondoni. Ég elska þitt umbríska vín. Ég gaf þér sorg mína og sælu, söngvar og kvæðin mín. Skenktu á skál mína á ný, þótt dimmt sé og dauða hljótt. Við tvö skulum vaka í nótt…

Skuggabjörg

Skuggabjörg (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Stefán frá Hvítadal) Manstu gamla marið? Manstu ólans farið? Verður hjartað varið? Vonlaust eina svarið. Sérðu æviljósið lækka? Logann flökta‘ um skarið? Sérðu rökkvann húmið hækka? Heyrðu! Það var barið. Yndi bernskuára, ellikvíðann sára, lífsins gullnu gára gleypir tímans bára. Liðin stund er manni mörgum minning húms…

Einbúinn í Hvítá

Einbúinn í Hvítá (Lag / texti: Guðmundur Jóhannsson / Guðjón Halldórsson) Hann stendur einn gegn straumi og starir í vatnið grátt, er býr yfir miklum mætti og magnast dag og nátt. Hann geymdi forðum gróður og gullin lífsins blóm. Þá átti hann unaðsangan og indælan söngvahljóm. Nú ertu fuglar flognir burt og fölnuð blómin hans…

Dómar heimsins

Dómar heimsins (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum) Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Gakktu einatt eigin slóð, hálir eru hversmanns vegir. Skeyttu ekki um boð ná bönn hvað sem hver segir. Inn í brjóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin…

Söknuður [2]

Söknuður [2] (Lag / texti: Jóhann Helgason / Vilhjálmur Vilhjálmsson) Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi‘ ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég…

Engillinn minn

Engillinn minn (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Því þú ert engillinn, þú ert engillinn, þú ert engillinn minn. Því þú ert engillinn, þú ert engillinn, þú ert engillinn minn. Þú komst eins og kölluð til mín að kvöldi og úti var svalt. Ég bæn minni beindi til þín, barns sem var fullkomið allt. Ég tók…

Til þín

Til þín (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Þú færir mér birtu og yl sem ég vissi ekki að væri til. Sú lífsgleði er geislar þér frá, allir í kringum þig sjá. Brosið þitt er fallegt og blítt, faðmlagið öruggt og hlýtt. Augun þín geislandi blá fá mig til að elska og þrá. Með þér vil…

Þetta er ég

Þetta er ég (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Á morgnana vakna ég þrekinn og þreyttur, þung eru augun og líkaminn sveittur, vekjaraklukkan og veröldin gargar, veraldarþrautirnar eru svo margar. Svo fer ég í fötin og flýti mér mikið en fyrir mér alltaf er helvítis spikið, buxurnar þröngar og allar í bletum, bévítans skyrtan er ötuð…

Rósin [2]

Rósin [2] (Lag / texti: erlent lag / Guðrún Sigurðardóttir) Sagt er ást sé áin djúpa, sem ungum drekki reyr. Sagt er ást sé eggjárn biturt sem alltaf særir meir. Sagt er ást sé eilíft hungur sem aldrei hlýtur fró. En mín ást er unga blómið og þú þess eina frjó. Eitt er hjarta svo…

Ljósin laða

Ljósin laða (Lag og texti: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) Það sækir á huga minn nú æskuminningin sú er ég hugfangin snót fór að mæla mér mót. Með titrandi vörunum þar sem dáleidd ég var að fá koss númer eitt getur lífinu breytt. Ljósin laða hér lýsa mér leiðina heim, þau lifa í hjarta mér, aldrei gleymi…

Smalastúlkan

Smalastúlkan (Lag / texti: Skúli Halldórsson / Jón Thoroddsen) Yngismey eina sá ég þar sem falla blá gil úr háhlíð; léttfætt um leiti‘ og börð, lautir og fjallaskörð smalar og hóar hjörð hringalind fríð. Kvíarnar koma á konur að mjalta þá, seppi‘ á vegg sest; kvíar og kannar mær kindur en vantar tvær; að fara‘…

Sumar er í sveitum

Sumar er í sveitum (Lag / texti: Jóhann Ó. Haraldsson / Friðgeir H. Berg) Sumar er í sveitum, söngur í mó, ljómi yfir leitum logn út um sjó. Andar árblæ heitum á algrænan skóg. Sumar er í sveitum, söngur í mó. [af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]

Uppörvun

Uppörvun (Lag / texti: erlent lag / Ómar Diðriksson) Þó þungir þankar herji að ert þú ei öllum horfin, því gleðin sem er geymd í þér er engum manni gleymd. Og dag einn aftur léttir lund og frá er sorgarstundin. Sýndu vilja og reyndu‘ að skilja, gefðu sálu þinni frið. Segðu aldrei nei við því…

Þórsmerkurþrá

Þórsmerkurþrá (Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir) Í Þórsmörk, þar ég löngum vil dvelja. Í Þórsmörk, þegar vorsólin rís. Í Þórsmörk, birkið allt ilmar betur eftir hann langa vetur. Þar er mín paradís. Í Þórsmörk, blágresið virðist fegurra. Í Þórsmörk, hvergi er meiri ró. Í Þórsmörk, sólgeisli jöklana baðar, allt er þarna…

Látum sorgina sofna

Látum sorgina sofna (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Leggðu‘ aftur augun þín blíða barn, bráður dagur kveður. Nú þegar úti er hríð og hjarn, hlýja fangið gleður. Gráttu eigi gullið mitt, gæfan er mörgum í hag. Kannski hún nefnt hafi nafnið þitt, næst þegar vekur hún dag. Látum sorgina sofna í nótt, og saman við…

Friður [2]

Friður [2] (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Langan veg keyri ég bjarta sumarnótt. Ég tunglið sé, tún og tré og vind sem hvíslar hljótt. Geymdu það sem færðu á augastað og hug þinn fyllir þrá. Horfðu inn í heiðskiran himininn þá paradís þú munt sjá. Lækjarnið og næturfrið ber að hlustum mér. Ég staldra við…

Segðu mér satt [2]

Segðu mér satt [2] Lag og texti: Ómar Diðriksson) Komdu nú sæll. Hvað segirðu gott? Hvernig er heilsan hjá þér í dag? Hvað er svo títt, er kaupið þitt gott? Og brjálað að gera hjá þér í dag. Segðu mér satt í dag. Segðu mér satt í dag. Segðu mér hvernig þér líður. Segðu mér…

Fákar

Fákar (Lag / texti: Ómar Diðriksson og Goodman / Einar Benediktsson) Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, það skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi, í hóp á þráðbeinum skínandi vegi, með nesti við bogann…

Út á djúpið hann Oddur dró

Út á djúpið hann Oddur dró (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Út á djúpið hann Oddur dró, ógurlega var ferjan mjó, á henni hafði‘ hann engan fans, ekki bar hún þungan hans, manndrápsbollinn marði‘ í kafi, þá missti lands. Barkinn rann í reginhyl, en strumpurinn lyftist aftan til, þegar hann Oddur þangað sest, þá…

Í skógi

Í skógi (Lag / texti: Pálmar Þ. Eyjólfsson / Jón Magnússon) Við eigum allan skóginn þann iðjagræna feld. Þar glóa öll í geislum hin glöðu júníkveld. Þar ljóða tærar lindir sín lög um runna og stein. Og vorið, blessað vorið á væng á hverri grein. Í hlíðum falla fossar um frjáls hjarða ból. Og gras…

Árnesþing

Árnesþing (Lag / text: Sigurður Ágústsson / Eiríkur Einarsson) Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt. Þar upp til fjalla‘ er helgisetrið mitt, er morgungeislans mildi fyrst ég naut við móðurskaut. Ég legg af stað án leiðsagnar og mals, mér lokast hvergi vegur austanfjalls, ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt í sólarátt. Í hinum gamla, göfga minjasal…