Liljukórinn (1961-69)

Heimildir um Liljukórinn eru afar misvísandi. Nokkrar þeirra segja Jón Ásgeirsson hafa stofnað kórinn í byrjun árs 1962 en aðrar heimildir segja Stefán Þengil Jónsson og Guðjón Böðvar Jónsson hafa stofnað hann ári fyrr. Enn fremur er kórinn sagður í einni heimild vera frá Akureyri en hið rétta er að hann var starfandi í Reykjavík.…

Limbó [3] (1991)

Hljómsveitin Limbó (virðist líka hafa gengið undir nafninu Stórveldið og stuðsamtökin Limbó) var starfandi 1990 í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) og var skipuð þeim Páli Garðarssyni saxófónleikara, Frank Þóri Hall gítarleikara, Guðmundi Steingrímssyni hljómborðsleikara og söngvara, Hrannari Ingimarssyni gítarleikara, Eiríki Þórleifssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara en þeir áttu meira og minna allir eftir að…

Linchpin (2000)

Reykvíska hljómsveitin Linchpin keppti í Músíktilraunum árið 2000. Hún komst ekki í úrslit. Ómar Ström bassaleikari, Þorvaldur Örn Valdimarsson gítarleikari, Helgi P. Hannesson trommuleikari og Brynjar Pálsson söngvari skipuðu bandið.

Lizard (1984)

Hljómsveitin Lizard var skammlíf þungarokkssveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1984. Sveitin var stofnuð af Brynjari Björnssyni trommuleikara og Valdimar Sigfússyni gítarleikara en aðrir meðlimir hennar voru Ársæll Steinmóðsson söngvari, Ívar Árnason gítarleikari og Sigurður Ívarsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum hætt störfum um sumarið.

Maunir (1990-96)

Reykvíska hljómsveitin Maunir er allsérstætt fyrirbæri í íslenskri tónlistarsögu, þó ekki nema væri fyrir það að hafa ein hljómsveita í Músíktilraunum afsalað sér rétti sínum til að keppa úrslitunum og látið hann öðrum eftir. Sveitin skartaði ennfremur óhefðbundnum hjálpartækjum við list sína eins og gúrku og eggi en að auki brutu Maunaliðar gítar á sviðinu.…

Meinvillingarnir (1982)

Hljómsveitin Meinvillingarnir úr Reykjavík átti sér mjög stutta en þó nokkuð merkilega sögu haustið 1982, annars vegar tók sveitin þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sem haldnar voru stuttu eftir að sveitin var stofnuð og hins vegar innihélt hún söngkonuna Sigríði Beinteinsdóttur sem þá var að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Rúnar…

Messías (1999-2002)

Hljómsveitin Messías starfaði á árunum 1999 – 2002 í Reykjavík. Sveitin keppti í músíktilraunum 1999 en meðlimir hennar voru Ágúst Bogason bassaleikari, Viðar Friðriksen trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Ekki er ljóst hver þeirra söng þar en sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði. Þeir Messías-félagar störfuðu til ársins 2002 en stofnuðu þá aðra sveit,…

Misgengi (2005-09)

Hljómsveitin Misgengi var stofnuð haustið 2005 meðal kennara innan Menntaskólans við Sund, meðlimir voru Ásgeir Guðjónsson bassaleikari, Helgi Jónsson hljómborðsleikari, Friðgeir Grímsson söngvari, Ársæll Másson gítarleikari og Ari Agnarsson trommuleikari. Lóa Björk Ólafsdóttir söngkona bættist í hópinn snemma árs 2007. Sveitin hefur einkum spilað á árshátíðum og þess háttar samkomum. Hún var enn starfandi 2009…

Nefrennsli (1982-84)

Hljómsveitin Nefrennsli á upphaf sitt að rekja til Fossvogsins en þar var sveitin stofnuð sumarið 1982 af Alfreð Jóhannesi Alfreðssyni (Alla pönk) gítarleikara og Jóni Gunnari Kristinssyni (Jóni Gnarr) söngvara, fljótlega bættist Hannes A. Jónsson trommuleikari í hópinn og síðan Dóri [?] bassaleikari. Þeir Jón og Dóri hættu þó fljótlega. Nefrennsli hætti tímabundið störfum síðla…

Neyðin (1989)

Hljómsveitin Neyðin starfaði í Reykjavík árið 1989 en þá tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Stefán H. Henrýsson hljómborðsleikari (Sóldögg), Þórhallur G. Sigurðsson bassaleikari, Jón Þór Jónsson gítarleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Guðlaugur Þorleifsson trommuleikari og Þórður Vagnsson saxófónleikari.

Niðurrif (1999)

Reykvíska tríóið Niðurrif starfaði 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum. Meðlimir þess voru Árni Kristjánsson söngvari, bassa- og gítarleikari, Gauti Ívarsson söngvari, bassa- og gítarleikari einnig, og Kristján Einar Guðmundsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit og liggja ekki frekari upplýsingar fyrir um hana.

No time (1983-86)

No time úr Breiðholti var stofnuð 1983 og starfaði a.m.k. til 1986. Sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar, 1985 og 86, og komst í úrslit í bæði skiptin. Sveitin hafði óhefðbundna hljóðfæraskipan, trommur, tvö hljómborð og gítar en hana skipuðu Heiðar Kristinsson söngvari og trommuleikari (Buttercup, Dos Pilas o.fl.), Ottó Magnússon hljómborðsleikari, Gísli Sigurðsson hljómborðsleikari…

Nova [1] (1998-99)

Nova var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu, starfandi 1998-99. Meðlimir hennar höfðu verið í sveitum eins og Soðinni fiðlu sem sigruðu Músíktilraunum 1997 og þar áður Tjalz Gissur en þeir voru Egill Tómasson gítarleikari, Arnar Snær Davíðsson bassaleikari, Júlía Sigurðardóttir söngkona, Einar Þór Hjartarson gítarleikari og Orri Páll Dýrason trommuleikari. Nova deildi æfingahúsnæði með Sigur rós og…

Ogopogo (1983)

Hljómsveitin Ogopogo kom úr Árbænum og starfaði 1983 en þá keppti hún í Músíktilraunum og komst þar í úrslit. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 2 sem út kom árið eftir. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Arnar Freyr Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Páll Viðar Tómasson hljómborðsleikari, Björgvin Pálsson trommuleikari og Þorsteinn Halldórsson bassaleikari.

Pelican (1973-77 / 1993 / 2001)

Hljómsveitin Pelican auðgaði íslenskt tónlistarlíf um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar en hún var stofnuð sumarið 1973 af Pétri Wigelund Kristjánssyni söngvara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara sem höfðu verið saman í hljómsveitinni Svanfríði, einnig voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Ómar Óskarsson gítarleikara meðal stofnenda en þeir höfðu verið í sveit sem hét…

Puppets (1983)

Hljómsveitin Puppets var stofnuð í marsbyrjun 1983 í Reykjavík. Í upphafi voru meðlimir hennar Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari (Start, Þeyr o.fl.) Rúnar Erlingsson bassaleikari (Utangarðsmenn), Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start o.m.fl.) Kristján Edelstein gítarleikari (Chaplin) og Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari (Tappi tíkarrass o.fl.). Þeir Kristján, Rúnar og Oddur heltust þó úr lestinni áður en sveitin spilaði…

Pöbb-bandið Rockola (1984-85)

Hljómsveitin Rockola kenndi sig iðulega við Pöbb-inn við Hverfisgötu og var því ævinlega nefnd Pöbb-bandið Rockola. Sveitin spilaði veturinn 1984-85 á umræddum stað og um jólaleytið 1984 gaf hún út fjögurra laga tólf tommu plötu með aðstoð Pöbb-sins, sem hafði að geyma jólalög. Þeim til aðstoðar á plötunni var m.a. trúbadorinn JoJo en hann samdi tvö…

Rídalín (2000)

Dúettinn Rídalín starfaði í Reykjavík um aldamótin og keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Sigurvin Jóhannesson tölvumaður og Árni Þór Jóhannesson tölvumaður og hljómborðsleikari skipuðu þennan dúett, þeir komust ekki áfram í úrslit tilraunanna.

RLR (1999)

Rappdúettinn RLR kom frá Selfossi og Reykjavík, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1999. Dúettinn skipuðu þeir Georg K. Hilmarsson rappari og Stefán Ólafsson rappari og dj. Þeir félagar fengu verðlaun fyrir besta rappið í tilraununum en komust ekki í úrslit.

Sexmenn [2] (1989-94)

Sexmenn var hljómsveit úr Reykjavík, starfandi á árunum 1989-94. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið, sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum (1991) en þar var hún skipuð þeim Þóri Úlfarssyni hljómborðsleikara, Einari Guðmundssyni gítarleikara og Halldóri V. Hafsteinssyni söngvara. Sveitin átti annað lag á safnplötunni Lagasafnið 2 (1992). Sexmenn virðast hafa starfað með hléum…

Siggi hennar Önnu (1992)

Reykvíska hljómsveitin Siggi hennar Önnu var starfandi 1990 og tók það árið þátt í Músíktilraunum. Sveitin var þar skipuð þeim Siggeiri Kolbeinssyni bassaleikara, Garðari Hinrikssyni söngvara, Bjarka Rafn Guðmundssyni trommuleikara, Þór Sigurðssyni hljómborðsleikara og Baldvini [?] gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.

Sjúðann (1992)

Hljómsveitin Sjúðann kom úr Reykjavík og tók þátt í Músíktilraunum 1992. Hún var þá skipuð þeim Jóhanni G. Númasyni söngvara, Bjarka Rafni Guðmundssyni bassaleikara, Finni Jens Númasyni trommuleikara og Halldóri Viðari Jakobssyni gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Hún spilaði þó eitthvað fram eftir vori en síðan hefur ekkert til hennar spurst. Hluti sveitarinnar…

Skóhljóð (1970-73 / 1990-99)

Unglingahljómsveitin Skóhljóð starfaði í Hagaskóla um og upp úr 1970. Sveitin sigraði í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1972 og voru meðlimir hennar þá Eiríkur Thorsteinsson bassaleikari, Jónas Björnsson trommuleikari (Fresh, Cabaret o.fl.), Ásgrímur Guðmundsson gítarleikari og Ragnar Björnsson söngvari. Þeir Skóhljóðsliðar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina í Húsafelli og sumarið eftir (1973)…

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts (1968-)

Skólahljómsveit Árbæjar er með öflugri skólahljómsveitum landsins en hún hefur starfað samfleytt síðan 1968. Það var um haustið 1968 sem sveitin var stofnuð að frumkvæði Framfarafélags Árbæjar og Seláshverfa en sveitin var þá eingöngu starfandi í nýja hverfinu Árbæ, og hét þar að leiðandi í fyrstu Skólahljómsveit Árbæjar. Það var ekki fyrr en þremur árum…

Skrásett vörumerki (1991)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Skrásett vörumerki, sem starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu 1991. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.

Spilverk þjóðanna (1974-79)

Spilverk þjóðanna var stofnað 1974 af nokkrum nemendum í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem þá var tiltölulega nýstofnaður, reyndar hafði sveitin verið til í einhverri mynd áður, nokkurn veginn sami mannskapur hafði spilað saman undir ýmsum nöfnum allt frá árinum 1970, s.s. Hassansmjör, Matta K, Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar og að síðustu Egils áður en endanlegt nafn,…

Spit and snot (1978-79)

Spit and snot (Spit & snot) er að öllum líkindum fyrsta hljómsveit Bjarkar Guðmundsdóttur. Sveitin, sem var eins konar pönksveit starfaði líklega veturinn 1978-79 og var eingöngu skipuð stúlkum. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar en þær væru vel þegnar.

Steinblóm [1] (1969)

Steinblóm (hin fyrsta) var hljómsveit í Hagaskóla 1969 og hafði á að skipa þremenningunum Guðlaugi Kristni Óttarssyni (Þeyr o.fl.), Haraldi Jóhannessen (síðar ríkislögreglustjóra og Gunnari Magnússyni. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan tríósins var en líklegt hlýtur að teljast að Guðlaugur hafi leikið á gítar.

Steingrímur Johnsen (1846-1901)

Steingrímur Johnsen (f. 10. desember 1846) var Reykvíkingur, og frumkvöðull í sönglist og söngkennslu á Íslandi í lok nítjándu aldar. Steingrímur var alla tíða áhugamaður um söng, fór til guðfræðináms í Kaupmannahöfn og kenndi við Lærða skólann í Reykjavík þegar heim kom. Hann hóf ennfremur að kenna söng við skólann frá 1877 þegar Pétur Guðjohnsen…

Stratos kvintettinn (1958-59)

Stratos kvintettinn lék á öldurhúsum Reykjavíkurborgar og nágrennis á árunum 1958 og 59 en engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu sveitina. Ýmsir söngvarar komu fram með kvintettnum meðan hann starfaði og má nefna þau Þóri Roff, Birnu Pétursdóttur, Hauk Morthens, Önnu Jóhannesdóttur og Jóhann Gestsson, sem söng með þeim lengst af.

Svefnpurkur (1983-84)

Hljómsveitin Svefnpur[r]kur starfaði 1983 og 84, tók þátt í Músíktilraunum haustið 1983 en komst ekki í úrslit. Sagan segir að nafnið hafi komið til sem eins konar skírskotun til Purrks Pillnikks. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar sem munu hafa verið 12 og 13 ára gamlir nemendur í Vogaskóla, eru af skornum skammti en fyrir liggur að…

Sviðakjammar (1985-86)

Hljómsveit starfandi í Reykjavík 1985 og 86. Sveitin keppti í Músíktilraunum 1986 en komst ekki í úrslit. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar.

Taktleysa (2005)

Hljómsveitin Taktleysa var starfandi á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss árið 2005. Í þessari sveit var m.a. Ragnar Danielsen (Stuðmenn, Frummenn) en meðlimir sveitarinnar voru eingöngu hjartaskurðlæknar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Tarkos (1985-88)

Reykvíska hljómsveitin Tarkos starfaði a.m.k. um þriðja ára skeið á árunum 1985-88. Sveitin tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, fyrst árið 1987 en sveitin var þá skipuð þeim Viggó [?] söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni gítarleikara, Þorfinni Pétri Eggertssyni bassaleikara og Eggerti Þór Jónssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki í úrslit. 1988 tók sveitin aftur þátt í Músíktilraunum Tónabæjar…

Tens (1989)

Hljómsveit úr Reykjavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhannes P. Davíðsson gítarleikari, Sigfús Höskuldsson trommuleikari, Jón Leifsson bassaleikari og Ásgeir Már Helgason söngvari. Líklega höfðu einhverjar mannabreytingar átt sér stað áður en sveitin keppti þar en upplýsingar þ.a.l. liggja ekki fyrir. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Titanic [2] (1987-89)

Hljómsveitin Titanic var starfandi á árunum 1987 til 89, sveitin mun hafa verið stofnuð 1987 og hét þá líklega öðru nafni (sem upplýsingar vantar um) en hlaut Titanic nafnið árið 1988. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi þeir Sigurjón Axelsson gítarleikari og söngvari, Páll Ú. Júlíusson trommuleikari, Eyvindur Sólnes söngvari, og bassaleikari að nafni Kári [?].…

Tónabræður [3] (1965-66)

Tónabræður (hin þriðja) var úr Reykjavík og lék á dansleikjum um miðjan sjöunda áratug 20. aldar, hún virðist hafa starfað í um ár. Meðlimir Tónabræðra voru Arnþór Jónsson gítarleikari (Addi rokk), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.), Gunnar Ingólfsson trommuleikari og Júlíus Sigurðsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar en hún spilaði eitthvað…

Tónabræður [4] (1967)

Tónabræður voru sönghópur eða lítill kór tengdur Skagfirska söngfélaginu í Reykjavík, starfandi 1967. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa Tónabræður en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Tónabræður [5] (1980-85)

Hljómsveitin Tónabræður var starfandi í Reykjavík á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þessi sveit var ekki langlíf en innihélt m.a. nokkra aðila sem áttu sér rætur í pönkinu, þá Hrafnkel Sigurðsson, Hallkel Jóhannsson, Árna Pál Jóhannsson, Pjetur Stefánsson, Hörð Bragason, Óskar Jónasson og Kormák Geirharðsson. Sveitin ku hafa verið skilgreind sem gervidjassband og hafa…

Tónabræður [7] (2005)

Starfsfólk hljóðfæraverslunarinnar Tónabúðarinnar mun hafa spilað við ýmis tækifæri undir nafninu Tónabræður, a.m.k. árið 2005. Meðal líklegra meðlima má nefna Jón Kjartan Ingólfsson (Stuðkompaníið o.fl.) og Sigfús Óttarsson trommuleikara (Baraflokkurinn o.m.fl.)

Tónik [3] (1994-95)

Hljómsveitin Tónik spilaði á öldurhúsum borgarinnar veturinn 1994-95. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit.

Trekant (1999)

Hljómsveitin Trekant kom úr Reykjavík sem keppti í Músíktilraunum 1999. Ingólfur Magnússon gítarleikari, Hafþór Helgason trommuleikari og Logi Helguson bassaleikari skipuðu sveitina, sem komst í úrslit. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Trúðurinn (1981-83)

Hljómsveitin Trúðurinn var starfrækt í Hagaskóla og Hlíðaskóla á fyrri hluta níunda áratugarins, sveitin sem flokkaði tónlist sína undir pönk eða nýbylgju var stofnuð síðla árs 1981 og starfaði líklega til 1983. Trúðurinn varð einkum þekkt fyrir tvennt á sínum ferli, annars vegar að taka þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1982, hún komst þó…

Ullarhattarnir (2000 -)

Hljómsveitin Ullarhattarnir var stofnuð árið 2000 og hefur einungis komið fram einu sinni fyrir hver jól og spilar þá létt efni eftir sveitarmeðlimi að mestu en hún er skipuð þekktum tónlistarmönnum. Sveitina skipa Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Stefán Hilmarsson söngvari. Meðlimir sveitarinnar koma iðalega…

Út í vorið (1992-)

Út í vorið er söngkvartett, stofnaður 1992 af fjórum söngfélögum í Kór Langholtskirkju, þeim Einari Clausen, Þorvaldi Friðrikssyni, Ásgeiri Böðvarssyni og Halldóri Torfasyni. Signý Sæmundsdóttir hefur raddþjálfað hópinn frá stofnun en hann kom fyrst fram opinberlega í upphafi árs 1993 þegar hann söng í Ríkisútvarpinu. Kvartettinn hefur sungið víða við ýmis tækifæri og hefur ennfremur…

Úthljóð [1] (1970)

Hljómsveitin Úthljóð var fjögurra manna sveit sem um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta ársins 1970 skemmti á öldurhúsum Reykjavíkur. Hún var skipuð þeim Gunnari Gunnarssyni trommuleikara, Magnúsi Magnússyni söngvara, Gunnari Herbertssyni bassaleikara og Finnboga Gunnlaugssyni gítarleikara. Sveitin var hætt störfum um sumarið.

Woodoo (1984-85)

Þungarokksveitin Woodoo starfaði í Breiðholtinu 1984 og 85, hugsanlega eitthvað lengur. Woodoo keppti vorið 1985 í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Anton M. Gylfason gítarleikari, Eggert B. Eggertsson bassaleikari, Davíð Þór Hlinason söngvari og Sigurður Óli Ólason trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslitin.

Zero (1965-68)

Hljómsveitin Zero starfaði í Langholtsskóla um miðjan sjöunda áratug 20. aldarinnar. Í henni voru m.a. Ragnar Daníelsen gítarleikari (Stuðmenn o.fl.) og Sæmundur Haraldsson. Sveitin var líklega uppi á árunum 1965-68 en ekki er vitað um frekari deili á henni, allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.

Zorglúbb (1993)

Zorglúbb úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1993 en varð ekki ein þeirra sveita til að komast í úrslit keppninnar það árið. Sveitina skipuðu þeir Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Guðmundur Ingi Gunnarsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Örlygur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari og Snorri Hergill Kristjánsson bassaleikari.

Deildarbungubræður (1976-79)

Deildarbungubræður var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn á árunum 1977-79 og náði að gefa út tvær stórar plötur á þeim tíma. Hljómsveitin var upphaflega sett saman sem grínverkefni fyrir útihátíð á Melgerðismelum í Skagafirði um verslunarmannahelgina 1976 en þar lék hún í pásu hjá Eik, Deildarbungubræður skipuðu að sögn þeir Axel Einarsson gítarleikari, Bragi Björnsson…