Allt

Allt (Lag og texti Björn Jörundur Friðbjörnsson) Völundur á málm og tré, smíðar allt sem ég sé. Vitund mín opnast þér, meðtekur troðnar slóðir. Þú kennir mér að fara yfir farinn veg, sjá það sem mér yfirsést en aðrir gætu séð. Viðlag Allt sem ég sé er öðrum að þakka, allt sem ég veit hefur…

Draumur

Draumur (Lag og texti Björn Jörundur Friðbjörnsson) Í grárri móðu birtast mér sýnir fortíðinni frá. Skugga slegnir hlutir koma í ljós. Ég hleyp nær til að sjá. Augun blindast af litadýrð, góðan stað ég fann þar sem vatnið er spegilslétt og hefur aldrei séð mann. Viðlag Þarna er fallegt, þar vil ég búa. Draumur og…

Við barinn

Við barinn Lag og texti Hörður Torfason Ég hef ekkert að gera, annað en að vera það sem þú sérð og þér finnst. Ég er ekki farinn, ég stend hér við barinn og þrái þig yst sem innst. Reyndu við mig, ég er ekki slæmur, aðeins svolítið í því og feiminn. Reyndu við mig, ég…

Katrín

Katrín Lag og texti Hörður Torfason Katrín er einmana, vinnur í búð. Hún gefur því hárnæmar gætur; að vel sköpuð brjóst og flauelshúð draga’ að karlmenn daga og nætur. En henni finnst enginn strákur sætur. Gráturinn sefar, nóttin er löng. Það er betra en að loka allt inni Hún semur sinn eigin baráttusöng til að…

Götusöngur

Götusöngur Lag og texti Hörður Torfason Gekk ég um nótt. Inn í skuggalegt hverfi. En þó fann ég frið þar og ró. Tunglskinið glampaði, skærblátt á steinum og ljós út um glugga smjó. Einstaka tónar, af margs konar tónlist. Samtalsbrot hér og þar. Einstaka menn eins og ég komur ráfandi, leiftrandi um göturnar. Dauf götulýsingin…

Nýjar rósir

Nýjar rósir (Lag og texti Hörður Torfa) Rósirnar á borðinu eru að falla og deyja. Ég sit hér einn við símann og þegi. Þori ekki að hringja í þig til að segja; Ég elska þig og sakna þín á hverjum degi. Árin sem við áttum saman liðu of fljótt þó ekki hafi allt verið gleði…

Sexý

Sexý Lag / texti: Gunnar Ellertsson og Árni Kristjánsson / Sigurlaug Jónsdóttir [Didda] Sokkar, buxur, diskóskór úr Blondý, Plasa og Garbó, Sumar, vetur, vor, haust, tískan gengur endalaust. Hjá Heiðari lærirðu að vanga, í Módel lærirðu að ganga, rassinn geturðu minnkað og andlitið á þér sminkað. Þá loksins ertu sexý, já loksins ertu sexý, kynæsandi…

Ó Reykjavík

Ó Reykjavík Lag / texti: Vonbrigði / Sigurlaug Jónsdóttir [Didda] Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg með feita kalla og fínar frúr og hrein og falleg torg. Ó Reykjavík, ó Reykjavík með þjóðarhetjurnar, forseta á alþingi og félagsmiðstöðvar. Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík! Ó Reykjavík, ó Reykjavík með gamalmennunum staflað eins og sardínum á elliheimilum.…

Can’t walk away

Can‘t walk away (Lag / texti: Herbert Guðmundsson) There‘s a way every day to the problems that a man Cause in this life, people try to walk away and say it‘s ok. But I have seen a terror screen and it builds up like a monster machine. viðlag We got to look into all directions,…

Yfirlit

Yfirlit Lag og texti Hörður Torfason Þú lítur yfir farinn veg og kannar hvort mistök hafi átt sér stað – og hvar. Í óravíddum huga þíns þú spannar í hverju hérna er að finna svar. Alls staðar á óttinn sterka drætti, hann laumast inn í hverja litla mynd en sú synd. Það sem þrek þitt…

En…

En… Lag og texti Hörður Torfason Ég staldra við í hugsun og lít á mynd af þér, það er langt síðan þú kvaddir en veistu hvað það er; að hugsa eins og prentvél sem er aldrei sett í gang … en tíminn einn mun sýna hvað okkur hefur færst í fang. Þögn þín hefur gildnað…

Gletta

Gletta Lag og texti Hörður Torfason Ég hef sagt þér það áður, þú ert betri en engin þó að ein gin sé betri en þú. Því trúirðu ekki, vilt ekki skilja að ástæðan er einfaldlega sú: Þú vilt ekki hamingju að láni frá öðrum, né lána öðrum frá þér, þú segir alltaf að hamingjan leynist…

J.K.

J.K. Lag og texti Hörður Torfason Ég mætti þér í myrkri, það var kvöld og markað andlit þitt var fölt sem dagur. Orð þín voru innantóm og köld, yfir þér var annarlegur bragur. Þú sem áður varst okkar stærsta von, viljans tákn, þú gafst okkur trúna. Við héldum þig vera heimsins eina son og hetju…

Sautjándi júní sjötíu og tvö

Sautjándi júní sjötíu og tvö [17-6 ’72] Lag og texti Hörður Torfason Þann sautjánda júní sjötíu og tvö sat norðurljósanna sonur umvafinn ilmi heims og hafanna sjö og hugsaði aðeins um konur. Hann skynjaði að veraldarólánið var; vizka á stærð við barnsfingur og marglitir tvíeggja duttlungar voru mannlífsins eilífi hringur. Í musteri alheimsins örsmáu fór…

Bryggjublómið

Bryggjublómið Lag og texti Hörður Torfason Settu heila tommu í glasið þitt, tæmdu í botn og fylltu aftur. Þó að þetta sé vínið mitt þá vil ég að þér líði vel. Þér fer best að drekka freyðivín, þú glóir eins og stjarna á himni. Þegar dagar skæra ljós þitt dvín þá vil ég að þér…

Skilaboð

Skilaboð Lag og texti Hörður Torfason Ég hlýt að vera eitraður, ban ban eitraður. Þú vilt ekki tala við mig. Hæ hvað með þig! Ég hlýt að vera sjúkur, fár fár sjúkur. Þú vilt ekki líta við mér. Hvað er að þér? Komdu og ræddu við mig, leyf mér að sjá þig. Ég mun lengja…

Martröð

Martröð Lag og texti Hörður Torfason Þú eyðir sjálfsagt meiru en þú græðir. Flestir kunna þér nokkur skil á því. Sjáðu til, ef sálarhró þínu blæðir. Ertu það fífl að halda að þú getir gert að því? Áður en þú veist af ertu búinn kyngja öllu því sem aðrir voru að syngja. Inní hausnum á…

Við spegilinn

Við spegilinn Lag og texti Hörður Torfason Láttu mig vera. Ekki elli snerta mig! Veistu ekki hver ég er? Ég horfi á mig. Ég skelf og titra af hrifningu yfir mér. Ég loka augunum, strýk mér um hárið. Guð, þetta er ofsalegt! Ég opna augun, hristi mig alla. Ó, þetta er stórkostlegt! Eitt skref til…

Trixie Delight

Trixie Delight Lag og texti Hörður Torfason Kynlífsins fegurð í hausnum á mér er hefðbundin vitleysa í augum þér. Ó, Trixie Delight! Sjáðu hvernig ég læt, ég hlæ og ég græt. You know I just might, wrap my arms around you tonight. Þú ert svo sæt. Sykurtoppar fjallanna inn við Sund. Þú sýgur á þér…

Segðu mér [2]

Segðu mér Lag og texti Hörður Torfason Segðu mér frá draumum þínum, þú mátt treysta á mig, ég skal hlusta á þig, enn þegar birtir. Glatt mun þá sól skína, ég held um hönd þína, ég skil vel þína þrá. Draumarnir stangast á við það sem er, finnurðu til hræðslu í huga þér? Svo er…

Þrettánda kvöld ’75

Þrettánda kvöld ’75 [13da kvöld ’75] Lag og texti Hörður Torfason Tíu kíló af konfekti og maðurinn hló, “Þú lýgur því” hrópaði hann, stappaði niður fæti og skellihló. Er sem mér sýnist að trýnið á Pósti og síma líti út eins og taflborð? Steinninn í hringnum á hendi mér glóir, sem eldurinn rauði, þó eldur…

Draumadísin

Draumadísin Lag og texti Hörður Torfason Alein svífur hún sinn veg, af öllum talin stórkostleg. Hún er kona allra alda í senn og hún lokkar til sín alla menn. Já, mig og þig, mig og þig. Hún virðist engu ráða en ræður þó draumum allra manna á landi, lofti og sjó, sem hún skilur, sem…

Tregi

Tregi Lag og texti Hörður Torfason Ég bað englana á himnum að gæta þín, en asnarnir gáðu ekki að sér. Þeir flugu of nærri þér, ástin mín, og tóku þig burtu frá mér. Ég gat ekki sofið dúr í nótt, né vakað, því ástandið var; eymdarkvalir og hitasótt, þrálátar minningar. En gufaðu ekki upp, ástin…

Afmæliskveðja

Afmæliskveðja Lag og texti Hörður Torfason Vonandi gleypirðu sólina með óskinni minni, þá geturðu séð, að magnaðir geislarnir flæða út um allt, úr augum og nefi svo þér verði aldrei kalt. Má ég hvísla’ að þér orðum, af þeim á ég nóg, ég vil gefa þér allt, bæði himin og sjó. Og vanti þig fleira…

Rafmagn

Rafmagn Lag og texti Hörður Torfason Gefðu mér rafmagn í hálfa dós svo hjarta mitt hafi eitthvað ljós. Myrkrið er svart eins og vera ber. Ef öryggið fer. Þú ert að fara, æ farðu þá, farðu út í heiminn að læra og sjá. Eilífa hringrás líf okkar fer. Sama hvar er. En takirðu með þér…

Litli fugl

Litli fugl Lag og texti Hörður Torfason Lítill söngfugl flýgur hátt, yfir heimsins borgum, hann er einn að leita að, lausn á mannsins sorgum. Alltof lengi hefur hann, horft á manninn fitla af tómri græðgi og kjánaskap eitra heiminn litla. Fljúgðu fugl minn, fljúgðu hátt, ofar öllu eitri. Fljúgðu fugl minn, fljúgðu hærra, ofar litum…

Sjáðu til

Sjáðu til Lag og texti Hörður Torfason Ég hlýt að hafa sagt þér áður sannleikann um mig en hjúpur efasemdarinnar vefur sig um þig. Augu þín í undrun stara, þú vilt ekki trúa mér, ef ég yrði hundrað ára missti ég tölu þinna tára, gleymdi kvölum minna sára, myndi ekki eftir þér. En segðu fátt…

Fjórtán ára

Fjórtán ára [14 ára] Lag og texti Hörður Torfason Ég var 14 ára að rölta heim, var í góðu skapi á brauðfótum tveim. Þá kom mér til hugar að brjótast inn, sanna í mér snillinginn. Að mínu viti hann getur allt, að lifa á eigum annarra er snjallt, ég lét greipar sópa en tók þó…

Hver er hvað

Hver er hvað Lag og texti Hörður Torfason Það er sjálfsagt fyrir þig að trúa því að skrokkurinn er hún þar sem ég bý, þú veist af eigin reynslu að margt er þar til geymslu enda er sólin ekki alltaf björt og hlý. En er ég bestur – öðrum verstur eða hvað? Lát mig heyra…

Óður?

Óður? Lag og texti Hörður Torfason Fjallkonan þegir, rýnir í holtin, glottir og skekur sinn fingur, tautar; lífið er hringur, hún hlýtur að vita vel hvað hún syngur því hún er sannur Íslendingur. Fjallkonan iðar, réttir fram hendi, segir að örninn sé slyngur, glottir og skekur sinn fingur, tautar; lífið er hringur, tómt prjál og…

Línudansarinn

Línudansarinn Lag og texti Hörður Torfason Vorið kom með skipi sól og sirkus fylgdi með. Um allan bæ flaug sagan, svona hafði aldrei áður skeð. Þeir sem engu trúðu þustu óðar niðrá höfn. Komu heim með furðusögur og undarleg útlend nöfn. Þeir sáu fíla, ljón og apa lifandi í búrum! Í langri lest var þeim…

Kvöld (handa hungruðum heimi)

Kvöld (handa hungruðum heimi) Lag og texti Hörður Torfason Augu þín svo unaðs tær sindra eins og stjörnur tvær, ég vildi mega færa þér rjóma, fisk og íslenskt smér. Undir sama himni og þér býr svo margt í góðri trú suss og bí og æ og ó, alin brandur og dillumdó. Ef þig dreymir dulan…

Létt – væn

Létt – væn Lag og texti Sverrir Stormsker Í hófum drekk ég hófi í og hlæ að raupinu. Já sjaldan fellur fyllisvínið fjarri staupinu. En ég stend keikur, kann mig, Ég verð aldrei rænulaus þó ég sé hænuhaus og klára Klára. Ég opna gin og opna ginið, einnig konan mín. Hún er mín besti brennivin,…

Búum til betri börn

Búum til betri börn Lag og texti Sverrir Stormsker Ó, gleymdu ekki að minnast þess þó að álfar og tröll skilji við, að barnagerð er ei lítilsverð íþrótt, það flestöll skiljum við. Í hangikjöti’ enginn styrkur er, það er fæða ei athygliverð. En hungursneið svo og ostasneið skaltu fá þér í morgunverð. Búum til betri…

Vordans

Vordans Lag og texti Hörður Torfason Það birtir af degi – hægt – en birtir þó. Sumarið er að koma, þú skiptir um ham og skó. Þér líður mun betur, þér er léttara um vik. Þú átt sál fulla’ af gleði sem stjórnar þínu geði. Korriró, korriró. Þú hatar allan snjó, korriró. Já, sólarkossar ylja…

Frostnótt

Frostnótt Lag og texti Hörður Torfason Stjörnubjartur himinn, næturfrost og norðurljós. Nú er ég á gangi aleinn úti. Ég hugsa til þín vinur. Svo óralangt í burtu. Ég hlakka til þess eins þegar ég hitti þig á ný. Mér líður stundum illa, og fer þá út að ganga, með hugsanir sem snúast bara um þig.…

Litli víkingur

Litli víkingur Lag og texti Hörður Torfason Sýndu öllum gleðibros þitt, litli ljúflingur. Láttu allan heiminn vita að þú ert snillingur. Efst til hæða allt má ræða, augu þín ljóma, þeyttan rjóma færðu víkingur. Verndi þig heilagur kraftur. Núna og aftur og aftur og aftur. Brosi allur heimur til þín, gegnum litað gler svo guðdómlegur…

Eins og barn

Eins og barn Lag og texti Hörður Torfason Eins og barn get ég hlegið og elskað þig, eins og barn get ég hatað sjálfan mig, fyrir að þegja og kunna ekki orðum stað, fyrir að leyfa ekki ást þinni að komast að. Eins og barn hættir leik og hefur á ný, eins og barn get…

Ættjarðarraul ´81

Ættjarðarraul ’81 Lag og texti Hörður Torfason Hver á sér meira mömmuland en maður í útlandinu? Í hjarta mér er tognað tryggðarband og tár í andlitinu. Hvert andartak sem ég átti með þér, var apríkósa á veruleikans tertu. Þú ert hvirfilpunktur gleðinnar í mér. Já, hringabrynja sorgar minnar ertu. Marglit þurrkuð blóm oft þú mér…

Veiðisaga

Veiðisaga Lag og texti Hörður Torfason Þegar hálf full augu sjá villigæsir fljúga hjá er hjartað gripið sterkri þrá að hlaupa út og steik í ná. Við fjórir risum sætum úr, sóttum byssur fram í búr, kvöddum okkar fögru frúr því farið skyldi í veiðitúr. Það skilst hjá öllum siðuðum að í skinninu við iðuðum…

Mey/dómsdagar

Mey/dómsdagar Lag og texti Sverrir Stormsker Ég fór á mey, hún æpti Nei, ég hélt hún meinti já. Hún gaf mér spark og hitti í mark og því er rödd mín há. Ég skeit út mey, ég sagði Svei, hve þú ert hlálega smá. Hún hló sú mey og sló mig ei, og því er…

Skál

Skál Lag og texti Sverrir Stormsker Hey, vínið taktu upp úr töskunum og tappann svo úr flöskunum. Við skulum gera okkur glaðan dag, við eigum það sko skilið. Við höfum yfrið nóg af ástæðum til að drekka okkur yfir um. Ég er nú fráleitt mikið fyrir vín, ég fæ mér staup svona upp á grín.…

Við erum við

Við erum við Lag og texti Sverrir Stormsker Við erum við- bjóðslega grúví. Við erum svakalegt par. Og þú ert þú- sund sinnum betri en hinar stelpurnar. Við erum bí- sperrt því við munum aldrei verða fyrir bí og aldrei verða fyrir bíl. Við erum gift- usöm og happy. Við erum smart þú og ég.…

Stormsker

Stormsker Lag og texti Sverrir Stormsker Ó, hér á Íslandi er ekki líft, hérna er allt svo fjandi primitíft. Hér vantar bjór í krús, hér vantar hóruhús, frjálsræði, sjálfræði, valfrelsi. Allt er dautt, gleðisnautt. Ég sé rautt. Ó, þetta sker er alveg ægilegt, það er með ólíkindum hlægilegt. Já, það er verra en slæmt, já…

Tyrkja-Gudda

Tyrkja-Gudda Lag og texti Sverrir Stormsker Gudda hún gólaði’ og stundi, glennt sér í bólinu undi. Hún tottaði’ í elli tyrkneska belli uns belgurinn fylltist af brundi. En Hallgrímur hló bara og orti, hafði ekki vit á því sporti. Heyrði’ ekki gólin með hangandi tólin. Hitt og þetta hann skorti. [af plötunni Sverrir Stormsker –…

Fýsnavinir

Fýsnavinir Lag og texti Sverrir Stormsker Þetta er físa fýsna þinna mér er fullkunnugt um það, en þú skalt gera’ upp reikningana og svo gleyma’ enni þegar í stað. Þetta er illgjarnt glæpakvendi, ég er inní málunum. Þú ert lentur hér í sköpum og það endar með ósköpum. Víst er ótrúlega fallegt, sem að út…

Spurt og svarað

Spurt og svarað Lag og texti Sverrir Stormsker Fína, saklausa atómbarn, ég forvitnast vonarsljór: Hvað ætlar þú að verða ef að þú verður stór? Þingmannsálfur með kúluvömb sem er á móti bjór? Bísperrt, óupplýst glæpafól í fölskum lögreglukór? Fölskum lögreglukór? Allt þú getur orðið vinur minn, utan hugsanlega fullorðinn. Náðviss klerkrola sem í drottins nafni…

María og Anna

María og Anna Lag og texti Sverrir Stormsker María og Anna eru að kanna útför í flippaðra stöff. Þær hugsa’ um að pæla’ í að hætta að dæla’ í sig stöffi sem ekki er töff. Þær leigja sér greni í guðanna bænum, en gjöldin þeim ríða á slig, þó rúmhelga daga frá 12 til 12…

Hvað get ég gert?

Hvað get ég gert? Lag og texti Sverrir Stormsker Ég sé þig, ég sé þig oft á ferð í bænum. Ég fer hjá, ég fer hjá mér og skipti litum sem götuljós. Þú hefur oft barið mig auga, en aldrei gefið mér það. Ég vil þig og um þig ég æ hugsa og læt mér…

Van Gogh

Van Gogh Lag og texti Sverrir Stormsker Makalausi listmálarinn Gogh léði sinni heittelskuðu eyra, því heitmey fékk af honum meira en nóg og hvorki vildi sjá hann eða heyra. Göfugmennið gat ei skapi stýrt, gjöfullyndið reif sig laust í þjósti. Henni gaf hann gaum og auga hýrt, en gleymdi að vísu að senda það í…