Klifurmúsavísur

Klifurmúsavísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ein mús er best af öllum og músin það er ég. Í heimi mús er engin slík hetja stórkostleg. Ég geng um allan daginn og gítarinn minn slæ, en svengi mig á stundum þá syng ég bara og hlæ: Dúddilían dæ. Er hnetum aðrir safna…

Flugsöngur ömmu

Flugsöngur ömmu (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Á regnhlíf ég með furðuhraða flýg sem flugvél yfir hæstu trén ég stíg. Og flugurnar syngja en hátt ég hlæ. Húrra, húrra, ég svíf fyrir blæ. [af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]

Húsamúsarvísa

Húsamúsarvísa (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég er heldri húsamús, hefi allt sem þarf til bús, magál bæði og bringukolla, bústin krof og spergla holla, fæ mér bita og bita í senn, bragðgott er það, viti menn, uni við það alla daga enda hef ég góðan maga. [af plötunni Dýrin í…

Laumuvísa refsins

Laumuvísa refsins (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nei, gras og garðakál ei girnist heilbrigð sál. Að öðlast slægð og afl af því alveg vonlaust mál. En betri angan ber nú blær að vitum mér. Ég kannast við sviðin af svíni og sósan og fleskið það matur er. Á svínasteik ég soltnum…

Grænmetisvísur

Grænmetisvísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla dag þeir feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga. En gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kálblöð og hrámeti. Þá fá allir mettan maga, menn þá…

Þvottavísur fyrir Bangsa litla

Þvottavísur fyrir Bangsa litla (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Baða litla bangsamann með blautsápu mamma kann. Hann skal nú fá hreinan feld hvað sem verður seinna í kveld. Hörð er skán á hnjám á þér og hálsinn kolasvartur er, undrunar mér alveg fær hvað eru skitnar tær. Betur skal ég, bangsi…

Ef þú ert súr vertu þá sætur

Ef þú ert súr vertu þá sætur (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ef þú ert súr vertu þá sætur, sjáðu í speglinum hvernig þú lætur. Ekkert er varið í sút eða seyru, hreyfðu á þér munnvikin út undir eyru. Galdurinn er að geta brosað, geta í hláturböndin tosað, geta hoppað, hlegið sungið endalaust. Ef…

Ég heyri svo vel

Ég heyri svo vel (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ég heyri svo vel ég heyri snjóinn snjóa, ég heyri svo vel ég heyri grasið gróa, ég heyri svo vel ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. Þú finnur það vel allt færist nær þér, þú finnur það vel…

Við erum fuglar

Við erum fuglar (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Við erum fuglar sem að flögra um, við finnum alltaf það sem okkur vantar. Við erum fuglar sem að flögra um, við finnum alltaf það sem okkur vantar. Að vakna snemma er viðbjóður ef veðrið það er slæmt að sjá ekki út úr augunum og anda…

Hattur og Fattur

Hattur og Fattur (Lag og texti Ólafur Haukur Símonarson) Dara la lall la lalla la… Út og suður, austur, vestur upp og niður, það er aldrei friður þegar Hattur og Fattur fara á kreik. Annar er of stuttur en hinn er alltof stór, annar er of feitur en hinn er alltof mjór, annar kann að…

Eniga meniga

Eniga meniga (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Eniga meniga, allir röfla um peninga. Súkkadí, búkkadí, kaupa meira fínerí. Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði? Eitthvað fyrir alla, konur og kalla krakka með hár og kalla með skalla. Eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka, það kostar ekki neitt þú krækir bara í takka, eða fyndinn frakka…

Afmælissöngur Bangsapabba

Afmælissöngur Bangsapappa (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Í skógi veisla gjörð skal góð með gleði söng og teiti því Bangsi okkar afmæli nú á um þetta leyti. Kunnur halur hærugrár verður fimmtíu ára í ár. Hæ, lengi lengi lifi hann sem listir allar kann. Og dagur reis með kátan klið og…

Lilli og Marteinn læðast

Lilli og Marteinn læðast (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nú verðum við að læðast, þá list hér margur kann. Það framtak fyrir liggur að frelsa Bangsimann. Þeir Bangsa burtu námu frá bæ án dóms og laga. Og segjast ætla að selja hann í sirkus næstu daga. Í hús þeir leitt hann…

Refaveiðavísur

Refaveiðavísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Þræða mold á mjúkri tá mjög er áríðandi. Ef við skyldum skolla sjá skulum læðast hægt á tá. Það er áríðandi. Okkar starf er vandi. Æ er refaveiðar við varúð áríðandi. Kannski sérðu kvikindið, karl minn, ekki fær hann grið. Það er áríðandi. Okkar starf…

Það var eitt sinn sjómaður

Það var eitt sinn sjómaður (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Það var eitt sinn sjómaður með sérstök axlabönd, hann sigldi um hafið blátt að ókunnri strönd. Hann var ekki hræddur um að hann yrði snæddur, móður og mæddur, ó nei, ó nei, ó neeeeiii. Það var eitt sinn sjómaður með sérstakt vasaúr, hann villtist…

Hvers eiga fílar að gjalda?

Hvers eiga fílar að gjalda? (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Hvers eiga fílar að gjalda, því fá þeir aldrei nokkurn frið? Hvers eiga fílar að gjalda þótt þeir gangi svona út á hlið? Hvers eiga fílar að gjalda þó þeir bláir séu yst og innst? Hvers eiga fílar að gjalda? Æ greyin segiði hvað…

Kötturinn sem gufaði upp

Kötturinn sem gufaði upp (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ég átti eitt sinn kött sem að gufaði upp, já hann hvarf bara svona einn daginn. Ég vissi aldrei alveg hvað af honum varð en ég sé hann aldrei ganga um bæinn. Og svo gufaði hann upp, og svo gufaði hann upp, og svo gufaði…

Dagalag

Dagalag (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Ég heiti Helga á helgidögum, ég heiti Þura á þurrum dögum, ég heiti Sunna á sunnudögum. Er þetta nóg, er núna komið nóg? Og þó. Ég stjórna bæði veðri og vindunum, ég vef skýin ofan af tindunum, ég græði grasið inni í dölunum, ég geng um fjöll með…

Það vantar spýtur

Það vantar spýtur (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa, þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa? Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa, þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa? Það vantar spýtur og það vantar sög. Það…

Sjómaður upp á hár

Sjómaður upp á hár (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Það var einn prúður sjómaður með salt í æðunum, hann sveiflaðist í kaðli í siglutrjánum. Eitt var það sem enginn vissi um þennan mæta mann, hann kunni að hnýta rembihnút með tánum. Sjómaður, já sjómaður, já sjómaður upp á hár. Sjómaður, já sjómaður, stundum rauður…

Drullum-sull

Drullum-sull (Lag / texti: Ólafur Haukur Símonarson / Kristinn Einarsson) Hver vill skítinn, hver vill reykinn, hver vill sjóinn illa út leikinn? Líttu inn í Leirvoginn, ljótur er það haugurinn. Drullum sull og sullum bull, oj bjakk en það svínarí. Drullum sull og sullum bull, oj bjakk en það svínarí. Örfirisey er ekki pen, olíu…

Það er munur að vera hvalur

Það er munur að vera hvalur (Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson) Það er munur að vera hvalur og geta siglt um sjóinn eins og skip, eins og skip, eins og skip, eins og skip. Ég er stærsti hvalur í heimi og ég syndi um með merkilegan svip, merkissvip, merkissvip, merkissvip. Alla fiska sem ég…

Örugglega umskiptingur

Örugglega umskiptingur (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég er bæði þrjósk og þver, þung á brún og há og sver. Ég er örugglega umskiptingur. Ég gæti verið dóttir drottningar í klettum, er dæmd til þess að hírast hérna eftir lögum réttum hjá fólkinu sem þykist vera pabbi minn og mamma því mér finnst ekki…

Bullutröll

Bullutröll (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Trúir þú á tröllabullið? Taktu nú eftir, hlustaðu á! Fyrir löngu fóru á stjá ferleg skrímsli með hausa þrjá. Þau eru líka þursar kölluð, þungbúin og leið að sjá, herfilega heimsk, ó já, og hafa engu‘ að segja frá. Bullutröll, bullutröll, búa í stórri fjallahöll, en fari þau…

Sáuð þið hana systur mína

Sáuð þið hana systur mína (Lag / texti: Páll Ísólfsson / Jónas Hallgrímsson) Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull, nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögur, svo er hún ekki heldur nísk, hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að…

Sjö, níu, þrettán!

Sjö, níu, þrettán! (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sjö, níu, þrettán! Sannaðu til að sumt er bara leikur en annað hættuspil. Það er ýmislegt sem ekki má gera. Einfaldlega best að láta það vera. Kannski er það hjátrúin, kannski meira‘ en það. Hér koma nokkur atriði sem þarf að gæta að. Margir hafa ótrú…

Hestur og kerra

Hestur og kerra (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hestur og kerra, hestur og kerra. Áfram fetar fákurinn, fer að æsast leikurinn. Hestur og kerra, hestur og kerra. Áfram brokkar gamla, góða Snerra. Áður voru aðrir tímar, engir bílar, hjól og símar, fyrirhöfn að ferðast um sveit. Í hestakerru hafði gaman hópurinn af krökkum saman.…

Undarlegar verur

Undarlegar verur (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Allt í kringum okkar búa undarlegar verur, háar, lágar, heitar, kaldar, hugsanlega í jörðu faldar og langar í ljósaperur. Geitungar og gráðug eðla grunsamlegur snákur, fíngerður en fagurtenntur flennikjaftur, sundurglentur. Nú bít ég þig bara, strákur! Ég hef séð grænan trúð og gulan hest en gettu nú…

Lobbukvæði

Lobbukvæði (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Lobba gamla‘ er skrítin og skelfilegt flón. Hún skundar eftir götunni og með henni Larfa-Jón. Þau eru gráðug greyin og geta étið flest sem á vegi þeirra verður, já vísast heilan hest. Þau éta illa lyktandi ullarsokk, andrésblöð og spunarokk, jötunuxa‘ og jólasvein, járnkarl, hnífapör og stein. Þau…

Krummavísur [2]

Krummavísur [2] (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hefur séð hann svarta krumma sem er oft að flækjast hér? Einu sinni át hann nammi úti‘ á tröppunum hjá mér. Einn á heima‘ í háum turni, horfir yfir stræti og torg, fylgist vel með ferðum þínum, furðar sig á stórri borg. Krunkaðu nú krummi svarti, kallaðu…

Óskaðu þér!

Óskaðu þér! (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ef þú gætir fundið fyrirhafnarlaust fjögralaufa smára í sumar eða haust, væri enginn vandi, vittu bara til, að eignast alla hluti eða hér um bil. Sumir vilja eignast allra handa dót, eitilharðan víking með bæði sverð og spjót, altalandi apa eða kranabíl, bakpoka‘ eða bolta og bleikan…

Ormurinn mjói

Ormurinn mjói (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Undan stórum, stórum, stórum steini stingur ormurinn mjói höfði og sér grasið, laufið og gráan himin og grútskítugar tærnar á þér. Það sem einum finnst stórt getur öðrum fundist smátt, það sem Ara sýnist grænt virðist Rósu kannski blátt. Það sem mömmu þykir mikið mælir pabbi og…

Hákarlinn í hafinu

Hákarlinn í hafinu (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hákarlinn í hafinu kemur upp úr kafinu lítur í átt að landi, langar til að skipin strandi. Vini á hann voðalega fáa hákarlinn í hafdjúpina bláa. Hákarlinn í hafinu kann að vera í kafinu leikur hann sér að löngu, loðnu og síldargöngu. Hefur skrápinn skelfilega gráa…

Bland í poka

Bland í poka (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hefurðu séð hana Siggu, hún er sólgin í gotterí og vinkona hennar Viggu sem vinnur sjoppunni í? Og þar er sko nóg af nammi já næstum því troðfullt hús. Þar er sykurhæna og seigur ormur og súkkulaði-hagamús. En best er að fá sér bland í poka,…

Ég er snigill

Ég er snigill (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég er snigill og sniglast áfram, sniðugur er ég og klár en ég hef enga fætur, já hugsaðu þér það hentar mér vel því aldrei ég er fúllyndur og fótsár. En stundum verð ég alveg ær og hugsa: ef ég hefði bara tær þá gæti ég…

Hvínandi vindur

Hvínandi vindur (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Hvínandi hvínandi vindur, hvaðan ber þig að? Hvert ertu að fara, viltu segja mér það? Hvínandi hvínandi vindur kætir mína lund og kann svo marga leiki sem taka stutta stund. Hvínandi hvínandi vindur hvarf frá mér í brott en kom mér til að hlæja og mikið var…

Drippedí-dripp, droppedí-dropp

Drippedí-dripp, droppidí-dropp (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí, droppedí-dropp Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí-dropp. Rigning hér og rigning þar, já rigningin er alls staðar en sama er mér og sama er þér, við sullum og bullum hér. Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí, droppedí-dropp Drippedí-dripp, droppidí-dropp, drippedí, drippedí-dropp. [af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn…

Krúsilíus

Krúsilíus (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Kannastu við köttinn minn? Hann klókur er en besta skinn. Hann er stærri en hestur og stærri en hús. Já, kötturinn minn heitir Krús – Krús – Krús – Krúsilíus. Hann er gulur og grænn og blár galdraköttur í húð og hár. Og ég veit hvað hann syngur…

Hljóða nótt

Hljóða nótt (Lag / texti: erlent lag / Matthías Jochumsson) Hljóða nótt, heilaga nótt. Hvílir barn vært og rótt. Betlehemsstjarnan með blikinu, skær, boðar um jörðina tíðindin kær. Mikil er himinsins náð, Mikil er himinsins náð. Hljóða nótt, heilaga nótt. Heimi í sefur drótt. Víða þó hirðarnir völlunum á vaka í myrkrinu fé sínu hjá,…

Vögguvísa handa pabba

Vögguvísa handa pabba (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sofnaðu nú pabbi minn, og sofnaðu fljótt. Senn er liðinn dagurinn og komin rauðanótt. Ef þú lokar augunum ætla ég að lita og kannski að fá mér karamellu eða kökubita. Sefur bók í hillu og bíll úti‘ í skúr, blómin í glugganum fá sér líka dúr,…

Kónguló

Kónguló (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Uppi‘ á lofti, úti í horni ein á bak við gamlan skó liggur bústin lipurtáta lítil anga kónguló. Hún á nú að hátta og sofna, hún á að vera þæg og góð svo á morgun mamma geti með henni fetað nýja slóð. Loðin er og ljót á svipinn…

Eldurinn

Eldurinn (Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Eldurinn hefur svo ógurlegar tungur og eldurinn er líka brúnaþungur. Hann ákafur sleikir allt sem hann getur. Með áfergju ræðst á það sem hann étur. Eldurinn hvæsir og eldurinn syngur því eldurinn er víst nokkuð slyngur. Hann ógnandi leikur við sprek og spýtur og spennandi finnst honum pappír…

Berrössuð á tánum

Berrössuð á tánum (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sumarið er komið, sælt og blítt: við sitjum hér úti á túni. Fuglarnir kvaka og flest er nýtt og fáni er dreginn að húni. Við erum berrössuð, berrössuð, berrössuð á tánum hópur af kátum krökkum sem kunna‘ að leika sér. Lækurinn streymir um laut og mel…

Kvæði um gamla staura

Kvæði um gamla staura (Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég gamall er og lúinn girðingarstaur með gaddavír sem ryðgar því ég á ekki aur. Ég núinn er og nagaður og næstum illa lagaður en samt ég uni sæll við það að sitja hér á góðum stað. Ég er snúrustaur sem gleymdist í garði bakatil.…

Litli fugl í búri

Litli fugl í búri (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Litli fugl í búri, hver leysir þig? Litli fugl í búri, þekkir þú mig? La, la, la… [af plötunni Leikskólalögin – ýmsir]

Þrír litlir hermenn

Þrír litlir hermenn (Lag / texti: höfundur ókunnur / Egill Bjarnason) Þrír litlir hermenn heim úr stríði komu, þrír litlir hermenn heim úr stríði komu ta ta ramm ta ta ta tamm þeir heim úr stríði komu. Einn þeirra þriggja hélt á rós í hendi, einn þeirra þriggja hélt á rós í hendi ta ta…

Kisa mín

Kisa mín (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Kisa mín, kisa mín, kisa litla grætur. Veistu um, veistu um vetrar myrku nætur? Litli grís, litli grís, leggstu hér á feldinn. Sé þér kalt, sé þér kalt, settu sprek á eldinn. Góða kýr, góða kýr, gáfuleg í auga. Bítur gras, bítur gras, býr…

Bátasmiðurinn

Bátasmiðurinn (Lag og texti: höfundur ókunnur / Birgir Sigurðsson) Ég negli og saga og smíða mér bát og síðan á sjóinn ég sigli með gát. Og báturinn vaggar og veltist um sæ, ég fjörugum fiskum með færinu næ. [m.a. á plötunni Leikskólalögin – ýmsir]

Pompulagið

Pompulagið (Lag og texti: Stefán S. Stefánsson) Ég pompa‘ á bossann í skólanum, ég pompa´ á bossann í skólanum, ég pompa‘ á bossann en iss iss iss iss með það, ég pompa‘ á bossann, stend upp og held af stað. [af plötunni Leikskólalögin -ýmsir]

Bull og vitleysa

Bull og vitleysa (Lag / texti: Stefán S. Stefánsson / Stefán Jónsson) Ein stór og digur kerling í stígvéli bjó. Svo marga hafði hún krakka að meira var en nóg. Ef þeir vildur ekki hlýða hún tók þeim ærlegt tak. Hún sló þau beint á bossann og í bæli sín þau rak. Bull, bull, bull,…