40 ár

40 ár (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég hélt alltaf að ég yrði með þér þar, á einhverjum dýrum og flottum bar, þú eins og drottning og litur þinn ennþá blár, værir ennþá konan mín búin að lifa í 40 ár. Þú minnir mig á heita júnínótt, enni mitt brennur, ég er með hitasótt, andlit…

Þú ert [2]

Þú ert [2] (Lag / texti: Bubbi Morthens) Þú ert eins og vindurinn og kælir mig niður, þú ert eins og sumarið, hiti og friður, þú ert eins og vorið, björt og fríð í skugga þínum ég brosi og bíð. Þú ert eins og vatnið kitlandi svalt, þú ert eins og stálið blikandi kalt, þú…

Ástin mín

Ástin mín (Lag / texti: Bubbi Morthens) Koss þinn eins og vatnið rökkublátt, bros þitt gamall tími lifnar við, orð þín undurfögur opna mig, haf á milli samt ég snerti þig. Skugginn þinn fyllir hjarta mitt, móðir barna manna yndið mitt, hver hvíslar í nótt ég elska þig, hver hlustar í nótt á hjarta þitt…

Kata knús

Kata knús (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Þetta er sagan af Kötu knús. Hún var klár stelpa, falleg og iðin sem lús. Á jörðu sem á himni allt var henni fært, en hjarta hennar var of saklaust og tært. Kata var á föstu með Fúsa ljóta, en Fúsi taldist til verstu…

Veðurljóð

Veðurljóð (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Regns er von úr austurátt, ágúst liðinn, haustar brátt. Þokuhettan, þung og grá, þegar liggur fjöllum á. Fólkið um hin byggðu ból bjarga tekur sér í skjól Þá regnhlíf nauðsyn reynist er regnið byrgir sól. Þegar tekur vetur völd verða dægrin myrk og köld. Napurt…

Söngur Kamillu

Söngur Kamillu (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Heyrið lagið hljóma hreina hjartað óma. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Töfratrillur nettar teljum hratt og létta. Nýjan vikivaka við nú skulum taka. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Ef ég íþrótt stranga…

Söngur Sívertsen vagnstjóra

Söngur Sívertsen vagnstjóra (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Sjá í Kardemommuborg við búum allir vel. Bílar þó ei sjáist hér ég enga skaða tel. Sporvagn er í gangi hér, og annast aksturinn og ökuþór er ég, Kom inn, kom inn. Á korters fresti keyrum vér. Já komið með, því rúm er…

Vísur Bastíans

Vísur Bastíans (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég er bæjarfógetinn Bastían og blíður á manninn er, því að þannig finnst mér sjálfsagt að maður sé. Og ég geng hér um og gæti þess að gangi allt í vil. En að lifa í friði langar, jú allar til. Og því í Kardemommuborg…

Hvað sem verður

Hvað sem verður (Lag og texti: Bubbi Morthens) Hvað sem verður, hvað sem verður, hvað sem verður mun ást mín fylgja þér, hvað sem verður, hvað sem verður, hvað sem verður mun ást mín fylgja þér. Hvað sem þú gerir þá gangi þér vel, megi ljós þitt skína skært alla þína daga um ókomna tíð,…

Þú

Þú (Lag og texti: Bubbi Morthens) Skrítið hvernig stjörnur himins lýsa, löngu horfnu ljósi í augu þín, sjáðu hvernig norðurljósin rísa, bleik og græn þau tala til mín og þú veist ástin fer alltaf sína leið. Þú, aðeins þú, þú aðeins þú, ástin hvíslar ekki vera leið. Skrítið hvernig hjartað leggur á þig, lætur eins…

Verður að sleppa

Verður að sleppa (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þú deyrð á hverjum degi, sérð nafnið þitt þurrkað út, það eina sem varð eftir af þér var fingrafar sem slapp við klút, þú glímir við drauga hvern einasta dag, hverja dimma nótt, þú verst með bókinni góðu, úr hverju horni er að þér, er sótt, inni…

Kardemommusöngurinn

Kardemommusöngurinn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hér í Kardemommu okkar líf er yndislegt og líða allir dagar hjá í kyrrð, ró og spekt. Bakarinn hnoðar kökur og skóarinn smíðar skó. Ja, skyldi maður ekki hafa nóg? Og borgin okkar best er gjörð af borgum öllum hér á jörð. Og Bæjarfógetinn Bastían…

Skammarsöngur Soffíu frænku

Skammarsöngur Soffíu frænku (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ja fussum svei, ja fussum svei, mig furðar þetta rót. Í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót, en Jesper skal nú skítinn þvo og skrapa óhroðann og hann má því næst hlaupa út að hjálpa Jónatan. En Kasper…

Vísur Soffíu frænku

Vísur Soffíu frænku (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ja fussum svei, ja fussum svei, ég fyllist gremju og sorg, það kveður lítt að körum hér í Kardemommuborg. En væru allir eins og ég þá yrði betra hér. Þó virðist ekki lýðnum ljúft að læra neitt af mér. Sjá bæjarfógetann Bastían hann…

Húrrasöngur fyrir ræningjana

Húrrasöngur fyrir ræningjana (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Snjall nú hljómi húrrasöngur skær: Húrra, húrra… Vegna fanganna frá því í gær. Húrra, húrra. Því að frelsi í dag fagna þeir, Húrra, húrra. Og þeir reiknast ei ræningjar meir. Húrra, húrra. Þessir öllu þorðu að voga þreyttu kapp við æsta loga. Þeim…

Ég klippi og raka menn

Ég klippi og raka menn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég klippi og raka menn og krulla dægrin löng, og ef að verður eitthvað hlé ég iðka vísnasöng, í hljómsveitinni heiðursgestir hafa efst mig sett og leyfi tíminn, löngum ég hér leik á klarinett. En gangi Tobbi gamli inn með gráa…

Þvottasöngur

Þvottasöngur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Að gutla í vatni af gleði er snautt, grjótharður burstinn og vatnið er svo blautt. Nei þvottur og burstun og sápusull, sæmir ekki þeim sem er stórhugull. En Bastían hjón eru blóð og dyggðug hjú. Burstum okkur, þvoum okkur, hana, hananú. Sæmir að reynast í…

Vísur Frú Bastían

Vísur Frú Bastían (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég er kostakona – og kann að sjóða mat. Og Bastían minn bóndi sæll, ei betri fengið gat. Og hann er mesti heiðurskarl með hjarta á réttum stað, og annast löngum uppþvottinn. En ekki meira um það. Hann heldur röð og reglu og…

Handtökusöngur

Handtökusöngur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Við stilltir megum vera með styrka lund og hönd. Við fanga þurfum ræninga og færa þá í bönd. Þeir skálkar eru slæmir. Þeim skal refsað senn, það eitt þeir eiga skilið sem eru brotamenn. Frá mér þeir stálu kjöti, hve mikið enginn veit. Og bjúgu…

Við læðumst hægt

Við læðumst hægt (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Við læðumst hægt um laut og gil og leyndar þræðum götur, á hærusekki heldur einn en hinir bera fötur. Að ræna er best um blakka nótt, í bænum sofa allir rótt. Þó tökum við aldregi of eða van, hvorki Kasper né Jesper né…

Húrrasöngur Tóbíasar

Húrrasöngur Tóbíasar (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Nú við syngjum vorn fagnaðarsöng: Húrra, húrra. Því hjá spekingi er lífsbrautin löng. Húrra, húrra. Hér sá elsti á afmæli í dag. Húrra, húrra. Og því ortum við afmælisbrag. Húrra, húrra. Hann á marga vildarvini, vafinn hlýju aftanskini, heiðursgestur vor því skal í dag.…

Gleðisöngur ræningjanna

Gleðisöngur ræningjanna (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Við halda skulum heim á leið og hamingjunnar njóta, og frelsi unnu fagna heitt, hver frænka má nú hrjóta. En vatn skal ekki nota á ný, tja nema þá að kvikni í. Við hirðum oss aldregi of eða van, hvorki Kasper né Jesper né…

Rétt og rangt

Rétt og rangt (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir, Andrea Gylfadóttir og Gunnar Gunnsteinsson) Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvað er gott og hvað er vont? Hvað er ást og hvað er hatur? Þig ég spyr en áttu svar? Hver er ég og hver ert þú? Hvað er hvítt…

Vaxtalagið

Vaxtalagið (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ég vil geta vaxið eins og tré í allar áttir alveg langt upp fyrir hné og hækkað og stækkað og teygst og tognað og látið síðan eins og ekkert sé. Mig langar að verða voða stór, stærri en hundrað þúsund manna karlakór. Vera stærri…

Immi best

Immi best (Lg / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ég elska sjálfan mig og líka dái mig. Enginn hér er betri en ég. Ég um mig frá mér til mín. Það getur enginn jafnast á við mig. Því ég er Immi best eins og sést. Ég ætla að verða konungur í ríkinu.…

Einmana [2]

Einmana [2] (Lag / texti: Þorvaldu Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ég á enga vini hér, mér líður ekki nógu vel. Því allir þurfa að eiga einhvern að. Þess vegna við ég óska mér einhvers sem þykir vænt um mig. Því allir þurfa að eiga einhvern að. Ég vil ekki vera skilin útundan, alein…

Þú átt að gera allt

Þú átt að gera allt (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni orvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Þú átt að gera allt. Þú átt að þjóna okkur. Þú átt að gera nákvæmlega allt sem við skipum þér. Og helst svona tvisvar sinnum meir og meira en það. Þú átt að sópa gólf. Þú átt að þurrka af.…

Speglasalurinn

Speglasalurinn (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Ef  spegillinn gæti talað þá myndi hann segja við mig að ég væri fegurst, flottust og fimust. Það myndi hann segja við mig. En ef að það væri eitthvað sem mér líkaði ekki við, ég skæri það burt og límdi svo nýtt sem ætti…

Hep tú, hep tú

Hep tú, hep tú (Lag / texti Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Hep tú, hep tú, hep tú, hep tú, hep tú, hep tú… Þeir sem ætla í lífvörðinn, þeir verða að kunna margt. Kunna að þegja, kunna að hlýða, kunna að gera næstum allt. Að þekkja hægri og þekkja vinstri. Þeir eru…

Litir

Litir (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir og Andrea Gylfadóttir) Við erum hér sem ávextir og ber, löng og mjó og lítil stór. Við erum hér sem ávextir og ber, gul og rauð og græn í kór. Komdu með í lítið ævintýr, leggðu eyrun við og þú munt fá að koma…

Skreytum

Skreytum (Lag / texti: Þrvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Fegrum og skreytum okkar hús. Við skulum fegra og skreyta okkar hús. Með blöðrum og borðum í fögrum lit, við höldum veislu fram á nótt. Límum og klístrum upp á vegg. Við skulum líma og klístra upp á vegg. Blöðrur og borða í fögrum…

Farðu burt

Farðu burt (Lag / texti: Þorvadur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Farðu burt, farðu burt. Við viljum ekki hafa þig svo komdu þér burt. Farðu burt, farðu burt. Þú átt alls ekkert heima hér svo komdu þér burt. Hvað ertu að vilja? Hver hleypti þér hingað? Veistu ekki að grænmeti er ekki velkomið? Skríddu…

Vinkonur

Vinkonur (Lag / texti: orvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir og Andrea Gylfadóttir) Vinkonur – við erum vinkonur þrjár. Vinkonur – við erum vinkonur þrjár. Við getum dansað, hlegið, sungið saman, skemmt okkur og haft svo gaman, geiflað svo og grett í framan. Þangað til að við veltumst úr hamingju. Það sem mér dettur…

Glaði gulrótarsöngurinn – fandalaggahoj

Glaði gulrótarsöngurinn – fandalaggahoj (Lag / texti: ÞorvaldurBjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) Fandalaggahoj-fandalaggahoj. Fandalaggahoj-fandalaggahoj. Föðmumst og kysstum öll sem eitt. Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Fandalaggahoj-fandalaggahoj. Öll sem eitt. Fandalaggahoj. Föðmumst og kyssumst… Elskumst og unnumst og gleðjum hvert annað. Aðstoðum allar sem eru í neyð. Óvinátta – það er bannað. Allir eru…

Músin fljúgandi

Músin fljúgandi (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Litla mús langaði til að fljúga, svífa meðal blómanna og sjúga hunang. Vonin gaf vængina músaranga. Flaug hún út um hagana til fanga alsæl. Sveif hún um syngjandi eins og fluga. Hafði ekkert ákveðið í huga daglangt. Anginn smár eðlinu sínu gleymdi. Tryllti hana…

Þulan

Þulan (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Kristján frá Djúpalæk) Í mannanna búri matur er, já, mjöl og ostur og kjöt og smér. Og aldrei virðist þá vanta neitt. Um vetur er hjá þeim bjart og heitt. Og allt sem þeir vilja, vona og þrá þeim veitist, þeir allt hið besta fá. Þó fanga þeir…

Saknaðarljóð Gínu mömmu

Saknaðarljóð Gínu mömmu (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Hljótt er nú í húsum inni. Harmur býr í allra sinni. Hvar er litla Píla Pína? Sárt er að missa sína. Burt hún hvarf og brekkan grætur. Birtist mér í draumi nætur veslings litla Píla Pína. Sárt er að missa sína. Músaguð við…

Kattaslagurinn

Kattaslagurinn (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Einu sinni úti í mó átti heima lítil mús, hafði langan hala þó, heiminn var að skoða fús. Músin heyrði mjálm og væl. „Mál er nú að forða sér.“ Kisa mælti: „Komdu sæl, kæra ég skal fylgja þér.“ „Veröldin er býsna breið, barnið gott, og…

Músaguðirnir

Músaguðirnir (Lag / texti; Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Músaguðirnir mæltu: Mikil er lífsins kvöð, ætluð öllu sem lifir: Etið og verið glöð. Munið mýs allar jarðar, margvís er lífsins kvöð. Æðst er annað vort boðorð: Elskið og verið glöð. Gamlir og ungir glaðir gangist undir þá kvöð. Rækið dyggðir og dáðir: Deyið og…

Strengir

Strengir (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Steinarnir eru strengir, strengina vatnið knýr. Gaman það væri að vita hvað í vatninu huga býr. Hvaðan skyldi það koma? Hvert er heitið þess ferð? Síðar á öldum söngsins samferða því ég verð. Lyngið á líka streni, leikur blærinn á þá, söngva sorgar og gleði…

Í réttu ljósi

Í réttu ljósi (Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Valgeir Skagfjörð) Ef horft er á í réttu ljósi hve lífið er stutt og lukkan svo hverful og smá. Ef horft er á í réttu ljósi. Hver dagur er gjöf, svo margt sem að hægt er að sjá.…

En frábær hugmynd

En frábær hugmynd (Lag / texti: Þorvldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir) En frábær hugmynd. Hún er mín, hún er mín, hún er mín, mín, mín. En frábær hugmynd, hún er fín, hún er fín, hún er mín. Ég ætla nú að segja frá því ef að ég má án þess að hugsa neitt…

Vísur Skógarmúsa-ömmu

Vísur Skógarmúsa-ömmu (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Þegar litla músin úti er alltaf verður hún að gá að sér. Þarna margur þrællinn fer á kreik sem þæði í kveldskattinn girnilega músasteik. Kannski fær hann mig, kannski fær hann þig, kannski fær hann tra la lei. Gömul ugla gáir niður úr tré…

Vísur um Hérastubb bakara

Vísur um Hérastubb bakara (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hinum fræga Hérastubb helgast þessar stökur. Hann á brauða-bakarí, bakar hverja stund í því kostagóðar kökur. Ótal kökur eru til í því nægtarbúri. Ein er stór og önnur smá, allar skreyttar til að sjá rjóma og rósaflúri. Vínarbrauðin volg þar fást, vöfflur,…

Vísurnar um refinn

Vísurnar um refinn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég raula raunakvæði um ref einn sem hér býr. Í græðgi vill hann gleypa hin góðu skógardýr. Já, þetta er sorgarsöngur víst því sagan illa fer, því hæ falleraa faddirulan ræ, og verstur endir er. Einn dag hann var á veiðum hvar voru…

Hér kemur Lillimann klifurmús

Hér kemur Lillimann klifurmús (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hér kemur Lillimann klifurmús sem kæti ber inn í sérhvert hús, ein regluleg söngva- og músíkmús og meistara gítar-slátturmús. Tra la la la la, tra la la la la, tra la la la la la la la la la. &-nbsp; [af plötunni…

Hnetusafnaravísa

Hnetusafnaravísa (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Held ég mig að starfi því hnetum safna ber. Tíu handa frænku og tuttugu handa mér, og af þeim ét ég átta þá eru tólf að bjóða. Hérastubb í skiptum fyrir hunangsköku góða. [af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]

Refavísur

Refavísur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hér mætir Mikki, sjá með mjóa kló á tá, og mjúkan pels og merkissvip sem mektarbokkar fá. Ég ligg í leyni þétt við lágan runn og klett. Ef lykt ég finn, hver lítil mús er löngum illa sett. Ég kalla: Gagg. Með kló í músarskinni…

Nýjasta ljóð Pílu Pínu

Nýjasta ljóð Pílu Pínu (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Heimurinn er betri en við höldum. Hitt er flest af okkar sjálfra völdum sem móti blæs og miður fer. Best er öllum böli því að gleyma sem bætt við ekki fáum úr – og dreyma það er eitt sem fallegt er. Heimurinn…

Kveðjuljóð

Kveðjuljóð (Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk) Hér var gott að gista. Glaður vinahópur lífsins naut og lét sér marga stund. Allt mun óbreytt verða utan Pílu vantar og amma lengir enn sinn morgunblund. Sendir hlýjan huga hagamús og þakkar frændum sínum fyrir kynnin góð. Héðan má ég halda. Heimabyggðin kallar. Vindur,…