Í rökkurró (Manstu ekki vinur)

Í rökkurró (Manstu ekki vinur) (Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) Vornæturfriður fyllir bæinn í rökkurró. Sólin í vestri sest í æginn í rökkurró. Og meðan rauðagulli reifast næturtjöld. Þú kemur til mín í rökkurró. Manstu ekki vina fyrsta fundinn við Arnarhól. Mörg var þar okkar unaðsstundin þá sezt var sól. Við heyrðum…

Rósin

Rósin (Lag / texti: Friðrik Jónsson / Guðmundur Halldórsson) Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængjavíddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín, er kristalstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað. Krjúpa niður, kyssa blómið, hversu…

Undir Dalanna sól

Undir Dalanna sól (Lag / texti: Björgvin Valdimarsson / Hallgrímur Jónsson) Undir Dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna…

Sævar að sölum

Sævar að sölum (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundsson) Sævar að sölum sígur dagsins bjarta ljós. Dimmir í dölum. Döggum grætur rós. Einn ég sit og sendi söknuð burt í ljúfum blæ. Er sem blítt mér bendi barnsleg þrá að sæ. Alda, kæra alda, eyrum fróar gnýrinn þinn, alda, ljúfa alda, eini vinur…

Stína og brúðan

Stína og brúðan (Lag / texti: Sigurður Júlíus Jóhannesson / Guðjón Bjarnason) Á kaupmanninn rétt við búðarborðið svo brosfögur horfði Stína: „Ég ætlaði bara að kaupa klæði í kjól á brúðuna mína.” „Og hvaða lit viltu, ljúfa” sagði’ hann, „á litlu brúðuna þína?” „Hvað, auðvitað rauðan, já ósköp rauðan!” með ákafa sagði hún Stína. Hann…

Lukkuklukkur

Lukkuklukkur (lag og texti: Gísli Þór Ólafsson) Svo blindur að halda að ég væri heildsteypt manneskja datt niðrúr nóttinni, oní læk lék mér að því að blekkja sjálfan mig fór of djúpt fljótið var foss sem ég skelfdist lukkuklukkur klingja lukkuklukkur klingja krukku mína fáðu lukkuklukkur klingja lukkuklukkur klingja og bros þitt á kinn minni…

Blindaður af ást

Blindaður af ást (Lag og texti: Gísli Þór Ólafsson) Í eilitlu flaðri faldi ástina í gryfju undir snjó fannst ég minnka um slig á öðrum stað í eilítilli sæng, í fjólubláum sjó ég plataði mig ég er blindur af ást af ást týni mér ég er blindaður af ást breiði yfir mig sængina í öðrum…

Vögguvísa [3]

Vögguvísa [3] (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur E. Geirdal) Sonur minn, sofðu í ró! Söngfuglar blunda í mó Vorkvöldið hreimþýðum hljóm hjalar við dreymandi blóm. Kvöldbjarmans himneska hönd heillar í draumfögur lönd. Svefninn þér sígur á brá, sofðu, ég vaki þér hjá. Ég vaki þér hjá. [m.a. á plötunni Karlakór Reykjavíkur – Vögguljóð…

Vor við flóann

Vor við flóann (Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) Senn fer vorið á vængjum yfir flóann, vaknar allt af vetrarblund, um völl og hlíð. Blómin spretta úr  jörð og litla lóan ljóðar glatt og leikur dátt sín lögin blíð. Um hin kyrru ljúfu kvöld er hvíslað létt í skóg hin ástarljúfu orð er…

Vísur gamals Árnesings

Vísur gamals Árnesings (Lag / texti: Sigurður Ágústsson / Eiríkur Einarsson) Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt, þar upp til fjalla‘ er helgisetrið mitt, er morgungeislans mildi fyrst ég naut við móðurskaut. Ég legg af stað án leiðsagnar og mals, mér lokast hvergi vegur austan fjalls. Ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt í sólarátt. Í hinum…

Við förum bara fetið

Við förum bara fetið (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Við förum bara, förum bara fetið, og ferðalokum við náum samt. Við förum bara, förum bara fetið, og ferðalokum við náum samt. En þá skal verða kátt í okkar kofa, og kræsingum á borðum þér ég lofa. Við förum bara, förum bara…

Útlaginn [2]

Útlaginn [2] (Lag / texti: Karl O. Runólfsson / Davíð Stefánsson) Útlægur geng ég einn og vegamóður um eyðisand, – á hvorki frændur, foreldra né bróður né föðurland. Mig sækir heimþrá, herra, gef mér vængi og lát mig gleyma að ég á hvergi heima. Útlægur geng ég einn og vegamóður um eyðisand, – Um eyðisand.…

Undir bláhimni

Undir bláhimni (Lag / texti: erlent lag / Magnús Kr. Gíslason) Undir bláhimni blíðsumarsnætur barstu’ í arma mér, rósfagra mey. Meðan döggin á grasinu grætur gárast  tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú varst ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljós mitt og stjarna í kveld. Ég…

Slysið

Slysið (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég hjó mig svo á hné í gær. Æ, æ, æ, æ. Það ógn var sárt og ægilegt. Æ, æ, æ, æ. Það flæddi blóð, þrír fjórir dropar. Flóð í slóð, – æ æ æ Kom fljótt það blæðir. Æ, æ, æ, æ. Bað ég…

Refurinn lævísi

Refurinn lævísi (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Heyrið börnin góðu, ég skal segja ykkur sögu, sagan er þót varla neitt eftirbreytnisverð. Hún gerðist fyrir norðan, þar sem nætur eru dimmar og næða kaldir vindar og refir eru á ferð. Þar bóndi átti hænuhóp og hana, úrvalsgrip, með kostulegan kamb hann var…

Langi Palli

Langi Palli (Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk) Hann langi Palli átti illt, og undir lítt í vist. Nú kökusala hitti hann og hafði góða list. En karlinn sagði: Kostar fé að kaupa brauð svo gott. En peningalaus Palli var og paufaðist því brott. Á fuglaveiðar fór hann næst, því fín…

Hæ Sigga mín

Hæ Sigga mín (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín, far þú á fætur. Nei mamma mín, nei mamma mín, lúra ég vil. Hæ Sigga mín, hæ Sigga mín vatnið þig vekur. Nei mamma mín, nei mamma mín, ég þvæ mér ei. Jú Sigga mín, jú Sigga…

Sumardagur

Sumardagur (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Mér vekur söng í sinni hin sumarbjarta tíð. Og grasið vex og grænkar um grundir, mó og hlíð. Ég töðuangan teyga í túni langan dag, og hugfangin ég hlusta á heiðarvindsins brag. Hann kemur niður dalinn og kyssir vanga minn og leikur sér í lokkum…

Berjaferð

Berjaferð (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Addi á Bjargi til berja fór, berin þau voru svo falleg og stór. Eitt glansandi, kolsvart, af berjunum bar, bragðið var slæmt, þetta lambasparð var. Addi hann skirpir og skolar munn. Skrýtið hvað greindustu börn eru þunn. Könguló skreið þar, í kuðung hann hrökk, kófsveittur,…

Hundurinn hennar Möttu

Hundurinn hennar Möttu (Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk) Matthildur á Bakka á mjög svo geltinn hund. En þegar hann fær kjötbein þá þegir hann um stund. Einn morgun týndist beinið, þá varð Matta ekki glöð, því flónið hvutti gelti, í fjögur ár í röð. Matta gekk að skápnum og mat…

Afi minn og amma

Afi minn og amma (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég ætla mér að yrkja ljóð um afa minn í dag og ömmu mínni líka ég helda þennan brag. Þau eru bæði gömul og góðhjörtuð og blíð, þó geti milli þeirra hafist stríð. Og þegar afi kemur inn, segir amma kannski: Góði…

Trína smalastúlka

Trína smalastúlka (Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk) Trína litla tindilfætta týndi lömbum, sauð og ám. Ekki gráta, bara bíða. Bráðum kemur hjörðin fríða og dillar smáum dindlum. Og dillar smáum dindlum. Trína litla tindilfætta, tók sér lúr við mosastein. Þarna fagra drauma dreymir: Drifhvít hjörðin framhjá streymir og dillar smáum…

Tólf bræður

Tólf bræður (Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk) Janúar kemur með kulda og snjó. Febrúar málar frostrós á skjá. Mars okkur þreytir, hans þung eru spor. Apríl er betri hann boðar oss vor. Maí gefur lömbunum lífgrös og skjól. Júní er hreykinn með hágenga sól. Júlí er bestur, ég bið um…

Þrír kettlingar

Þrír kettlingar (Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk) Þrír kettlingar sem kúra þar, í kór nú væla: Sjá, við höfum tapað hönskunum. Ó, mamma, mamma, mamma, mamma, mjá. Hafið þið týnt hönskunum? Ó hvílíkt ólán svei. Ei gef ég ykkur graut í kvöld. Nei, nei, nei, nei, nei. Þrír kettlingar nú…

Bangsi minn

Bangsi minn (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Er ung ég var, af öllum heima dáð, hann afi færði áheit mér, slíkt óskaráð. Hann Banga Bangsason, er ég í hljóði hafði þráð. Bangsi litli langa tíð leikbróðir minn var. Margan daginn út og inn ég á örmum mér hann bar. Eins og…

Dóra

Dóra (Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Halldór Gunnarsson) Dóra ég veit þú vakandi ert Dóra, segðu mér hvað hef ég gert því vel ég finn á okkur skælda skugga skreiðast inn um sálarglugga þótt fæst ég nu muni, ég finn það alltof vel. Dóra, ekki segja mér allt, Dóra, þetta andvarp þitt er jökulkalt,…

Ekki æðrast

Ekki æðrast (Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson) Í kvöld ég kveð þig um sinn, kannski skilurðu seinna þankagang minn, kæra vina mín. Ég finn að fortíðin liggur á þér en samt færistu undan að koma með mér, þú veist samt hvert ég fer. Þegar augu þín opnast áttu þess reynslu með mér,…

Ef (jam)

Ef (jam) (Lag / texti: Magnús Kjartansson / Halldór Gunnarsson) Heyra skaltu hvar ég stæði ef hyrfir þú, allt í pati, öðruvísi en nú. Sól myndi sverta daginn, sumar um jól, staðreyndir stíflast, steinarnir rækju upp gól. Ósjálfbjarga yrði vatnið að eldsins bráð, illgresi í urtapottana sáð. Klukkurnar trufla tímann og togarar slá, sjö tonna…

Lost

Lost (Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson) Um mig streymir einhver óskýrð þrá eignast vildi loftin blá úthöfin og hin lífríku lönd listamannsins hönd. Þú berð sýnist mér þennan draum þúsund watta straum. Virkjum saman vorgamla þrá og verðum ofan á. Fljúgandi tal mitt er frjálslega meint því ferð til draumanna gengur seint.…

Hvers vegna varstu’ ekki kyrr?

Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr? (Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson) Ég hef engu gleymt þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé. Það er víst best gleymt sem tengt er sorg eða trega þögnin er mitt eina vé. Draumar og þrár sem eiga aldrei að rætast taka þér aðeins blóð…

Afturábak

Afturábak (Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson) Hvernig sem ég hamast við að halda taktinum við almættið aldrei finn ég hinn umrædda frið. Ég hef hin og þessi hollráð reynt hugsað stíft en aldrei ratað beint eins og aðrir, mér gengur allt seint. Þó að ég sé skratti skýr skelfist ei lífsins ævintýr…

Léttúðin

Léttúðin (Lag / texti Arnar Sigurbjörnsson / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hún vafði mig örmum vordaginn langan og kyssti mig hlæjandi á kafrjóðan vangann og svöluðu sál minni heitri lauguðu hana ljúffengu eitri. Leggst þú mér hjá leggst þú mér hjá leggst þú mér hjá – ég þrái þig að fá. En eitrið brenndi‘ hana…

Hún hefur trú á mér

Hún hefur trú á mér (Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson) Þá flestir sofa. Við gítarleik ég vinn og vísnasöng vel flest kvöldin reynast æði löng. Loksins er ég aftur kominn heim einn frá þeim en hún er sofnuð. Í rökkrinu á rúmstokkinn ég sest, hún rumskar við og spyr hvað hafi gerst,…

Ég dansa tangó

Ég dansa tangó (Lag & texti: Bubbi Morthens) Í tangóinum á tunglið heima tíminn nemur staðar hjá þér Bergmál hárra hæla mig teyma haltu mér fast eða slepptu mér ég dansa tangó tangó fyrir þig Kysstu mig varlega myrkur mínar varir eru aðeins gler úr faðmi þínum flæðir sá styrkur sem fær mig til að…

Flæðarmál

Flæðarmál (Lag og texti: Megas) Esjan mín hús heilsar mér að hefðarmeyjasið en ég heyri Akrafjallið mulda: þarna var það nokkuð fleira Skarðsheiðin er feimin og hún skýlir sér á milli þeirra hún skilur líka að henni bara kemur þetta ekki við. Og við stóðum þarna um haustið og við störðum lengi dags á storminn…

Seinasti dagurinn

Seinasti dagurinn (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þig vekur þorpsins vökuljóð vinirnir horfnir frá þér dagurnn vaknar í vindlings glóð vonin hún slokknar í þér. Upp á hlíðinni kofinn hímir lár hokinn þú staulast á fætur yfir kajann ríkur slaut sjár sest í hjartarætur. Á bandið tonnin fjórtán fara fimmtán ef þú tekur með slý…

Einum of heví

Einum of heví (Lag og texti: Megas) Ég var á rölti einn um þessi illskulegu stræti þegar allt í einu birtist hún framundan mér, ég var að pæla í að greikka sporið til að kasta á hana kveðju en ég klikkaði á því, lagði ekki í það, fannst ég alltof ber, hún var í örpilsi…

Filterlaus Kamel blús

Filterlaus Kamel blús (Lag og texti  Bubbi Morthens) Viti er minn vegur heillin. Veistu um litla lús. Viti er minn vegur heillin, lungun feiskin fúin á filterlausum kamel blús. Nautnin býr í nóttinni Nautnin er mitt hús Nautnin býr í nóttinni Nautnin er mitt hús hjá þér finn ég friðinn í filterlausum kamel blús. Ég…

Sendiboðinn hló

Sendiboðinn hló (Lag / texti: Arnar Sigurbjörnsson / Vilhjálmur frá Skáholti) Um þig sem átt mig allan og allir fegra sitt ég heyrði sögn að sunnan er særði hjarta mitt að þú örmum vefðir og innsta þrá mín dó, hann sagði mér það sjálfur sendiboðinn hló. Og sögnin út í svallið mitt særða hjarta dró,…

Andartak

Andartak (Lag / texti: Magnús Kjartansson / Andrés Indriðason) Eitt lítið andartak svo agnarlítið bort af tímans straumi. Eitt lítið andartak sem leiftur líður hjá í lífsins glaumi. Minning sem æ segir meira en þúsund orð. Minning sem ég geymi þótt árin áfram streymi eitt lítið andartak. [af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘…

Hver ert þú?

Hver ert þú? (Lag og texti; Magnús Kjartansson) Hver ert þú sem í leyni liggur? Hvernig á ég helst að vara mig á þér. Hver ert þú sem í myrkrinu læðist? Ég vildi að þú kæmir fram og mættir mér. Vont er að berjast við það sem þú ekki sérð en finnur nálægt hvert sem…

Tíminn [2]

Tíminn [2] (Lag og texti: Megas) Nei þið voruð engir óvinir tíminn og þú en einhverjir víbrar leyndust þó á milli þú kepptir við hann í von en daufri trú og virkjaðir alla fólsku þína og snilli Þú byggðir upphátt borgir úr meintu gulli þú braskaðir margt og þér græddist fé fyrir vikið þú hafðir…

Aðeins smekksatriði

Aðeins smekksatriði (Lag / texti: Megas) Þeir velja sér eitt og þú velur þér annað og þeir vita ekki neitt þú ímyndar þér margt og sumt af því er leyfilegt og sumat af því er bannað og sumt er mjúkt meðan annað er hart þú óttaðist það forðum að fara of skart þér sýndist farsælla…

Dó dó og dumma

Dó dó og dumma (Lag og texti: Bubbi Morthens) Dó dó og dumma drögum upp hann Gumma kalt er í karli myrkrinu í kroppinn þekur þung og slý dó dó og dumma drögum upp hann Gumma. Aldan raular sönginn sinn er siglir sómabáturinn lygn og fagur fjörðurinn saklaus var að sjá ekki var hann Gummi…

Íslenskir sjómenn (In memoriam)

Íslenskir sjómenn (In memoriam) (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þennan dag var rjúkandi roð og kvikn öskugráa öldu við himin bar trollið var fast og við fundum slinkinn sem færði okkur á kaf í öldurnar. Vírarnir strekktir sem strengir á gítar, lögðumst á hliðina ofurhægt síðan hvinur í lofti er vírarnir brustu augnablik var eins…

Hann er svo blár

Hann er svo blár (Lag og texti: Bubbi Morthens) Elskan það er ekkert meir að segja enginn bað mig ljúga eða þegja ég skuldaði þér skýringu aðeins það skella hurðum lagar ekkert eða hvað hann er svo blár svo djúpur heillandi blár svo gljúpur svo blár þessi blús. Það flýr enginn konugrátinn glaður sína galla…

Litlir sætir strákar

Litlir sætir strákar (Lag og texti: Megas) Ég dirfist ekki um stelpur meir við stelpurnar að þrátta þær eru töfrandi á aldrinum frá tólf og niðrí átta en ef þú ert að pæla í hvað það er sem koma skal litlir sætir strákar eru langtum betra val. Þú mændir sem einn afglapi á ókleifan múr…

Eitt til fimmtán glös

Eitt til fimmtán glös (Lag og texti: Bubbi Morthens) Eitt glas tvö glös þrjú glös búmm góði finndu leiðina sjálfur upp í rúm fjögur glös fimm glös sex glös súmm finnur svimann koma kallinn dúm dúm dúm Þúsund litlar sleggjur slá kljúfa þinn haus leitaðu að flöskum tappinn er jú laus sjö glös átta glös…

Vatnsrennibrautin

Vatnsrennibrautin (Lag og texti: Megas) Þær busluðu svo makráðar í sandinum og sólinni og sjórinn bragðaðist ill en þú losaðir um takið og svo lagðist ég í fjörunni og fann hve þunginn var hlýr og mjúkir fæturnir sem stigu niður þétt er þú gekkst um bakið og neonljósin kviknuðu þau köstuðu fölgrænni birtu á kvöldmyrkrið…

Menn að hnýta snörur

Menn að hnýta snörur) Lag / texti: Bubbi Morthens) Hún vinnur úti eins og tíðkast hér áhyggjur og fjögur börn líkt og vera ber kallinn er á sjónum þénar sama og ekki neitt saman herða ólina og engu geta eytt. Þau heima engar milljónir bara mannsæmandi laun matarskatt í bónus fá og skilja ekki baun…