Til hinsta dags

Til hinsta dags (Lag og texti: Jón Smári Lárusson) Háa bræður hefjum raust, hennar allir skulum njóta. Sumar, vetur, vor og haust verði hún til heilsubóta. Syngjum vinir syngjum nú, syngjum innst frá hjartarótum. Á tilverunni höfum trú, tölum eftir réttum notum. Háa bræður hefjum raust, til hinsta dags vér lífsins njótum. [af plötunni Karlakór…

Lífið hún sá í ljóma þeim (Álfar)

Lífið hún sá í ljóma þeim (Álfar) (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Þorsteinn Erlingsson) Lífið hún sá í ljóma þeim ljósinu‘ af bláum augum tveim. Álfarnir sjá um allan heim enginn er svona fríður álfaþjóð í brúðardansinn bíður. Glóir í ljóma hinn gamli bær glaðar en sól á vori réttir arminn út og…

Litla skáld á grænni grein

Litla skáld á grænni grein (Lag / texti: Gunnar Sigurgeirsson / Þorsteinn Erlingsson) Litla skáld á grænni grein, gott er þig að finna, söm eru lögin, sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Við þinn létta unaðsóð er svo ljúft að dreyma, það eru sömu sumarljóð sem ég vandist heima. Vilji‘ og einhver vinur kær vísur mínar…

Til konunnar minnar

Til konunnar minnar (Lag / texti: Valdimar Karl Guðlaugsson / Sigurjón Yngvason) Hún er fríð sem runnarós, rík af þýðum hljómi. Í augum blíðum loga ljós, líf mitt prýðir ómi. [af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]

Ómar vorsins

Ómar vorsins (Lag / texti: Sigurður Sigurjónsson / Valdimar Össurarson og Jónas Lilliendahl) Nú vorar í hjarta, nú vorar í hug, nú vakna blómin af dvala. Allt fyllist lífi og lífsins dug og líknsamar raddir tala. Nú heyrist ei framar hafsins gnýr, nú hætta élin að þjóta. Nú leikur allt sem á landi býr og…

Saknaðarljóð

Saknaðarljóð (Lag og texti: erlent lag / Sigurður Ágústsson) Í kvöldsins ró er sól við fjöllin sest og sígur húm yfir vorgræna dali, þá grípur huga minn tregi svo sár, svo sár, sakna ég mest og þrái hin liðnu ár. Í kvöldsins ró, er sól við fjöllin sest og sígur húm yfir vorgræna dali. Elfan…

Vín, borg minna drauma

Vín, borg minna drauma (Lag / texti: erlent lag / Sverrir Pálsson) Sú heitasta þrá sem hjarta mitt á, er að vera nú horfin til þín. Í gleði og sorg um götur og torg þar sem glampandi vorsólin skín og söngfugla hreim er seiddi mig heim og svellandi valsanna klið. Á sælunnar stund úti í…

Við fljúgum

Við fljúgum (Lag og texti: Ómar Ragnarsson) Að fornu og nýju hafa menn til fugla himins litið og fyllst af hrifninu við vængjatök, sem hafa lyft þeim upp til skýja að líta heima nýja sem hljóma bak við hæstu fjalla þök. Og það var sagt við manninn: Flug þér áskapað er ekki, þú annars hefðir…

Tina Rondoni

Tina Rondoni (Lag / texti: Jónas Tryggvason / Davíð Stefánsson) Tina Rondoni, Tina Rondoni, Tina Rondoni. Ég elska þig Tina Rondoni. Ég elska þitt umbríska vín. Ég gaf þér sorg mína og sælu, söngvar og kvæðin mín. Skenktu á skál mína á ný, þótt dimmt sé og dauða hljótt. Við tvö skulum vaka í nótt…

Skuggabjörg

Skuggabjörg (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Stefán frá Hvítadal) Manstu gamla marið? Manstu ólans farið? Verður hjartað varið? Vonlaust eina svarið. Sérðu æviljósið lækka? Logann flökta‘ um skarið? Sérðu rökkvann húmið hækka? Heyrðu! Það var barið. Yndi bernskuára, ellikvíðann sára, lífsins gullnu gára gleypir tímans bára. Liðin stund er manni mörgum minning húms…

Einbúinn í Hvítá

Einbúinn í Hvítá (Lag / texti: Guðmundur Jóhannsson / Guðjón Halldórsson) Hann stendur einn gegn straumi og starir í vatnið grátt, er býr yfir miklum mætti og magnast dag og nátt. Hann geymdi forðum gróður og gullin lífsins blóm. Þá átti hann unaðsangan og indælan söngvahljóm. Nú ertu fuglar flognir burt og fölnuð blómin hans…

Dómar heimsins

Dómar heimsins (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum) Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Gakktu einatt eigin slóð, hálir eru hversmanns vegir. Skeyttu ekki um boð ná bönn hvað sem hver segir. Inn í brjóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin…

Söknuður [2]

Söknuður [2] (Lag / texti: Jóhann Helgason / Vilhjálmur Vilhjálmsson) Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi‘ ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég…

Engillinn minn

Engillinn minn (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Því þú ert engillinn, þú ert engillinn, þú ert engillinn minn. Því þú ert engillinn, þú ert engillinn, þú ert engillinn minn. Þú komst eins og kölluð til mín að kvöldi og úti var svalt. Ég bæn minni beindi til þín, barns sem var fullkomið allt. Ég tók…

Til þín

Til þín (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Þú færir mér birtu og yl sem ég vissi ekki að væri til. Sú lífsgleði er geislar þér frá, allir í kringum þig sjá. Brosið þitt er fallegt og blítt, faðmlagið öruggt og hlýtt. Augun þín geislandi blá fá mig til að elska og þrá. Með þér vil…

Þetta er ég

Þetta er ég (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Á morgnana vakna ég þrekinn og þreyttur, þung eru augun og líkaminn sveittur, vekjaraklukkan og veröldin gargar, veraldarþrautirnar eru svo margar. Svo fer ég í fötin og flýti mér mikið en fyrir mér alltaf er helvítis spikið, buxurnar þröngar og allar í bletum, bévítans skyrtan er ötuð…

Rósin [2]

Rósin [2] (Lag / texti: erlent lag / Guðrún Sigurðardóttir) Sagt er ást sé áin djúpa, sem ungum drekki reyr. Sagt er ást sé eggjárn biturt sem alltaf særir meir. Sagt er ást sé eilíft hungur sem aldrei hlýtur fró. En mín ást er unga blómið og þú þess eina frjó. Eitt er hjarta svo…

Ljósin laða

Ljósin laða (Lag og texti: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) Það sækir á huga minn nú æskuminningin sú er ég hugfangin snót fór að mæla mér mót. Með titrandi vörunum þar sem dáleidd ég var að fá koss númer eitt getur lífinu breytt. Ljósin laða hér lýsa mér leiðina heim, þau lifa í hjarta mér, aldrei gleymi…

Smalastúlkan

Smalastúlkan (Lag / texti: Skúli Halldórsson / Jón Thoroddsen) Yngismey eina sá ég þar sem falla blá gil úr háhlíð; léttfætt um leiti‘ og börð, lautir og fjallaskörð smalar og hóar hjörð hringalind fríð. Kvíarnar koma á konur að mjalta þá, seppi‘ á vegg sest; kvíar og kannar mær kindur en vantar tvær; að fara‘…

Sumar er í sveitum

Sumar er í sveitum (Lag / texti: Jóhann Ó. Haraldsson / Friðgeir H. Berg) Sumar er í sveitum, söngur í mó, ljómi yfir leitum logn út um sjó. Andar árblæ heitum á algrænan skóg. Sumar er í sveitum, söngur í mó. [af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]

Uppörvun

Uppörvun (Lag / texti: erlent lag / Ómar Diðriksson) Þó þungir þankar herji að ert þú ei öllum horfin, því gleðin sem er geymd í þér er engum manni gleymd. Og dag einn aftur léttir lund og frá er sorgarstundin. Sýndu vilja og reyndu‘ að skilja, gefðu sálu þinni frið. Segðu aldrei nei við því…

Þórsmerkurþrá

Þórsmerkurþrá (Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir) Í Þórsmörk, þar ég löngum vil dvelja. Í Þórsmörk, þegar vorsólin rís. Í Þórsmörk, birkið allt ilmar betur eftir hann langa vetur. Þar er mín paradís. Í Þórsmörk, blágresið virðist fegurra. Í Þórsmörk, hvergi er meiri ró. Í Þórsmörk, sólgeisli jöklana baðar, allt er þarna…

Látum sorgina sofna

Látum sorgina sofna (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Leggðu‘ aftur augun þín blíða barn, bráður dagur kveður. Nú þegar úti er hríð og hjarn, hlýja fangið gleður. Gráttu eigi gullið mitt, gæfan er mörgum í hag. Kannski hún nefnt hafi nafnið þitt, næst þegar vekur hún dag. Látum sorgina sofna í nótt, og saman við…

Friður [2]

Friður [2] (Lag og texti: Ómar Diðriksson) Langan veg keyri ég bjarta sumarnótt. Ég tunglið sé, tún og tré og vind sem hvíslar hljótt. Geymdu það sem færðu á augastað og hug þinn fyllir þrá. Horfðu inn í heiðskiran himininn þá paradís þú munt sjá. Lækjarnið og næturfrið ber að hlustum mér. Ég staldra við…

Segðu mér satt [2]

Segðu mér satt [2] Lag og texti: Ómar Diðriksson) Komdu nú sæll. Hvað segirðu gott? Hvernig er heilsan hjá þér í dag? Hvað er svo títt, er kaupið þitt gott? Og brjálað að gera hjá þér í dag. Segðu mér satt í dag. Segðu mér satt í dag. Segðu mér hvernig þér líður. Segðu mér…

Fákar

Fákar (Lag / texti: Ómar Diðriksson og Goodman / Einar Benediktsson) Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, það skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi, í hóp á þráðbeinum skínandi vegi, með nesti við bogann…

Út á djúpið hann Oddur dró

Út á djúpið hann Oddur dró (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Út á djúpið hann Oddur dró, ógurlega var ferjan mjó, á henni hafði‘ hann engan fans, ekki bar hún þungan hans, manndrápsbollinn marði‘ í kafi, þá missti lands. Barkinn rann í reginhyl, en strumpurinn lyftist aftan til, þegar hann Oddur þangað sest, þá…

Í skógi

Í skógi (Lag / texti: Pálmar Þ. Eyjólfsson / Jón Magnússon) Við eigum allan skóginn þann iðjagræna feld. Þar glóa öll í geislum hin glöðu júníkveld. Þar ljóða tærar lindir sín lög um runna og stein. Og vorið, blessað vorið á væng á hverri grein. Í hlíðum falla fossar um frjáls hjarða ból. Og gras…

Árnesþing

Árnesþing (Lag / text: Sigurður Ágústsson / Eiríkur Einarsson) Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt. Þar upp til fjalla‘ er helgisetrið mitt, er morgungeislans mildi fyrst ég naut við móðurskaut. Ég legg af stað án leiðsagnar og mals, mér lokast hvergi vegur austanfjalls, ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt í sólarátt. Í hinum gamla, göfga minjasal…

Haldiði’ hún Gróa hafi

Haldið‘ hún Gróa hafi (Lag / texti: Gunnar Reynir Sveinsson / Halldór Laxness) Haldið‘ hún Gróa hafi skó hafi skó, hafi skó, þá held ég‘ hún verði þvengjamjó þegar‘ hún fer að trallala, hafi skó, hafi skó, trallala, rallara, rallalla. [af plötunni Samkór Selfoss – Haustvísur]

Haustvísur til Máríu

Haustvísur til Máríu (Lag / texti: Atli Heimir Sveinsson / Einar Ólafur Sveinsson) Máría, ljáðu mér möttul þinn, mæðir hretið skýja; tekur mig að kala á kinn, kuldi smýgur‘ í hjartað inn; mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja. Máría, ljáðu mér möttul þinn, mærin heiðis sala; að mér sækir eldurinn, yfir mig steypist reykurinn;…

Vorvísa [2]

Vorvísa [2] (Lag / texti: Jón Ásgeirsson / Halldór Laxness) Hve bjart er veður, og blómið glatt er morgundöggin seður. Ó, græna lífsins land! Ó lífsins Grænaland, ó lífs míns gróður, leyf mér að elska þig og vera góður. Hve margt sem gleður. Í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður. Ó dýra lífsins land! Ó lífsins Dýraland,…

Jóakim úti í Babýlon

Jóakim úti í Babýlon (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Þórarinsson) Jóakim bjó í Babýlon, bjó þar með húsfreyju sinni. Hennar minni, hennar minni, hylla skal þá kvon. Jóakim sómamaður sagður var. Súsönnu prýddu flestar dyggðirnar. Aðdáendur, aðdáendur ekki skorti þar. Tehús prýddi þar trjágarðinn, tjaldað silkidúk bleikum. Lind og eikum, lind og eikum…

Fuglinn í fjörunni

Fuglinn í fjörunni (Lag / texti: Jón Þórarinsson / þjóðvísa) Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. Fuglinn í fjörunni hann er bróðir þinn. Ekki…

Úr útsæ rísa Íslands fjöll

Úr útsæ rísa Íslands fjöll (Lag / texti: Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson) Úr útsæ rísa Íslands fjöll með eld í hjarta þakin mjöll og brim við björg og sand. Þó mái tíminn margra spor þá man og elskar kynslóð vor sitt fagra föðurland. Við tölum íslenskt tungumál. Við tignum guð og landsins sál og…

Sveinar kátir syngið

Sveinar kátir syngið (Lag / texti: erlent lag / Bjarni Jónsson) Sveinar kátir, syngið saman fjörug ljóð. Æskusöngvum yngið elliþrungið blóð. Þráir söng vor sál, söngsins unaðsmál. [af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]

Vorvindar

Vorvindar (Lag / texti erlent lag / Páll Helgason) Þegar hlýir vorsins vindar vetrar leysa klakabönd, grænka taka tún og rindar, tíbrá vefur dal og strönd. Heim úr suðri fuglar fljúga, fylla loftið gleðisöng. Kátar öldur kletta gnúa, kvöldin verða björt og löng. Vorsins ungi undramáttur öllum svalar, mildur, hlýr. Aldnir hugir aftur finna æsku…

Ríðum sveinar sem…

Ríðum sveinar sem… (Lag / texti: erlent lag / ókunnur höfundur) Ríðum sveinar senn, saman fljóð og menn um fold í flokkum enn. Brosir móti blíð blessuð fjallahlíð, svo mæt sem mærin þýð. Yfir arnarból, árnar dal og hól, uns að sest er sól sæl við Tindastól. Látum skella hóf við hellu, hart svo járnin…

Íslands lag

Íslands lag (Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Grímur Thomsen) Heyrið vella á heiðum hveri. Heyrið álftir syngja‘ í veri. Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskoru bruna. Íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka. Undir klöpp og skútar taka. Íslands er það lag. Heyrið brim á björgum…

To i hola

To i hola (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson) Ef af garði ber gest, sem að fúr vill ólmur fá sér, þá er ljótan að eiga‘ ekki bót fyrir‘ boruna‘ á sér. En hún mamma sem gerði úr mér fína og pena píku, við hreint öllu kann ráð og þá auðvitað við slíku.…

Maggavísur

Maggavísur (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson o.fl.) Stöðugt þambar Maggi bjórinn kneyfa kunni, kátur „danaz moja“ raular fyrir munni. Sá mun fljótt á knefa kenna kappa er hyggst að stöðva þenna. Ó, dana, dana, dana, dana, ó dana. Maggi hefur slegist, það er varla vafi. Vitnar um það hendi búin hvítu trafi.…

Lind í skógi

Lind í skógi (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson) Djúpt inn í dimmum skógi er dálítil uppsprettulind. Þar kemur margur og sækir sér svölun og sér sína spegilmynd. En súptu nú varlega vinur. Vart er hún lengur tær. Hún kastaði grjóti og gruggaði brunninn þín gráglettna yngismær. Hún hélt hún hlyti að mega…

Ökuþórasöngur

Ökuþórasöngur (Lag / texti: erlent lag / Magnús Sigurðsson) Sjá minn ljósa fola, sá má skakið þola. Sjáðu stóðhestinn stoltan, stappar, hneggjar og frísar, krafsar hófum hátt og þétt. Hvíar létt af losta, leysir vind með rosta, tilbúinn að taka‘ á rjúkandi sprett. Loga augun, tjóðrið togar í. Skjálfti‘ í taugum, skelfist yfir því að…

Sefur sól hjá Ægi

Sefur sól hjá Ægi (Lag / texti: Sigfús Einarsson / Sigurður Sigurðsson) Sefur sól hjá Ægi, sígur höfgi yfir brá. Einu ljúflings lagi, ljóðar fugl og aldan blá. Þögla nótt, í þínum örmum, þar er rótt og hvíld í hörmum, hvíldir öllum oss. [m.a. á plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]

Ísland, Ísland ég vil syngja

Ísland, Ísland ég vil syngja (Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Ísland, Ísland ég vil syngja um þín gömlu, traustu fjöll, þína hýra heiðardali, hamraskjól og vatnaföll, þín fögru fjarðarboga, frjálsan blæ og álftasöng, vorljós þitt og vetrarloga, vallarilm og birkigöng. Ísland, Ísland ég vil búa alla stund í faðmi þér.…

Loksins ég fann þig

Loksins ég fann þig Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson) Ég hef allt lífið leitað að þér. Leitað og spurt, sértu þar eða hér því ég trúði að til værir þú. Trúði og ég á þig nú. Loksins ég fann þig, líka þú sást mig ljóminn úr brúnu augunum skein. Haltu mér fast,…

Blómarósir

Blómarósir (Lag / texti: Jón Ásgeirsson / Helgi Sæmundsson) Ilmandi leggja þær garða og torg undir fót fagnandi laugast þær kossheitum morgunblæ. Þegar sólin dansar og skín, spinnur geislaþræði endalaust. Brosandi taka þær kveðju elskhuga sinna, hlæjandi snúa þær við þeim baki, njóta sín á vori og sumri en falla næsta haust. [af plötunni Karlakór…

Fyrstu vordægur

Fyrstu vordægur (Lag / texti: Árni Thorsteinsson / Þorsteinn Gíslason) Ljósin loftn fyllir og loftina verða blá, vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð og sóleyjar srpetta sunnan við garð. Þá flettir sól af fjöllunum fannanna…

Brennið þið vitar

Brennið þið vitar (Lag / texti: Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson) Brennið þið vitar. Hetjur styrkar standa við stýrisvöl en nótt til beggja hans. Brennið þið vitar. Út við svarta sanda særótið þylur dauðra manna nöfn. Brennið þið vitar. Lýsið hverjum landa, sem leitar heim – og þráir höfn. [m.a. á plötunni Karlakórinn Söngbræður –…

Kór úr Finlandia

Kór úr Finlandia (Lag / texti: erlent lag / Axel Guðmundsson) Þýtur í skógum eilíft aldalag, ómar af þjóðar vorrar sögu‘ og hag, allt það sem lifði‘ og leið vor fátæk þjóð. Ljóma á vötnunum tár – og blóð. Birta mun senn hinn nýja dýrðardag, dásamlegt sumar yrkja‘ upp vetrarbrag. Blessað af regni‘ og sindri…