Kossar án vara

Kossar án vara (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það snjóar hérna úti og garðurinn hann gránar. Garðastrætishúsin verða hlýleg að sjá og kertaljóssins skuggar skrýtnum myndum varpa á veggina í stofunni sem ég stari á. Og myndirnar þar læðast lúmskar inn í hugann, leggjast bak við augun og hvísla því að mér að ástin sé…

Ég minnist þín

Ég minnist þín (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar augu þín opnast sé ég ásýnd dauðans speglast þeim í. Ég sá rauðan himin  rifna í tvennt og ryðgaðar hendur þungar sem blý. Ég sat við rúm þitt og þagði með þér, þjakaður af myndum í huga mér. Þú sagðist trúa og trú þín var sterk.…

Þú færð að vita

Þú færð að vita (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar dagur og nóttin njótast og napur vindur um húsið fer, þegar máninn trónir hæst á himni og hendur mínar strjúka þér, þá færðu‘ að vita, þá færðu‘ að vita, þá færðu‘ að vita, vinan, hver ég er. Þegar algleymið færir þér friðinn og fingurnir í…

Borgarbarn

Borgarbarn (Lag og texti Bubbi Morthens) Reykbrúnt þang þekur fjöru úti á skeri skarfar dorma blágræn aldan ýfir makkann úlfgráan. Nöpur gola gárar polla fjúka dollur dimmrauðar milli steina stöfum merktar kóka kóla. Svart berg beður fugla griðastaður stóð á brún brosti kalt ungur maður með myrk augu. Sér til gamans gengur sanda augum rennir…

Fyrir löngu síðan

Fyrir löngu síðan (Lag og texti: Bubbi Morthens) Menn nýttu sér pólitísk sambönd sín og sviku – það gerðu þeir. Það tíðkaðist á tímum kalda stríðsins og síðan ekki söguna meir. Þetta gerðist fyrir löngu síðan en það gerist ekki í dag því þá var það þjóðinni í hag. Einu sinni var maður svo múraður…

Hún sefur

Hún sefur (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sumarsins stjarna sólin bjarta, sjáður hér hvílirstúlkan mín. Byrgðu gullna geisla þín, gáðu að hvert ljós þtt skín. Því hún sefur, stúlkan mín hún sefur. Sumarmáni með sorg í hjarta sefur bak við blámans tjöld. Hann er að dreyma dimmar nætur, dimmar nætur og veður köld meðan ég…

Við tveir

Við tveir (Lag og texti: Bubbi Morthens) Lítill strákur kallar á pabba sinn. Blómin vaka á velli grænum, heiður er himinninn. Lítill strákur býður faðminn sinn. Hlátur hjartað bræðir og litli lófinn þinn. Hér liggjum við tveir og trúum því að guð sé góður og ljúfur. Tyggjum strá, horfum hátt til himins pabba stúfur. Þarna…

Klettur í hafi

Klettur í hafi (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sólin er þín systir, sjálf ertu geislinn sem fyllir mig birtu og undarlegri þrá. Dagar verða ljósir, ljúft ilma rósir. Augu þín eins og vorið himinblá. Klettur í hafi ávallt sönn. Klettur í hafi ávallt sönn. Nóttin er þín móðir, sjálf ertu stjarnan. Ávallt gleður augað. Þú…

Við Gróttu

Við Gróttu (Lag og texti: Bubbi Morthens) Í rauðbláu húmi sólin sest niður yfir sjónum er miðnæturfriður þar er vitinn sem vakir allar nætur, varlega aldan snerti okkar fætur. Sporin í sandinum hverfa eins og árin eins hefur gróið yfir gömlu sárin. Og jörðin hún snýst um sólina alveg eins og ég. Og jörðin hún…

Guð er kona

Guð er kona (Lag og texti: Bubbi Morthens) Lítil stelpa sagði við mig sjáðu skýin þarna, sjá þetta þykka hvíta þar er hópur barna. Þegar ég verð gömul og geng bogin svona mun guð á himnum taka mig og guð hún er kona. Gamall maður sagði við mig sumarið er búið, hjarta mitt er ansi…

Brunnurinn okkar

Brunnurinn okkar (Lag og texti: Bubbi Morthens) Frystihúsin leggja upp laupa, lánin streyma að, bátar kroppa í kvótann og kasta á sama stað. SÍS það bindur bændurna sem borga skuldirnar, það er dýrlegt að drottna og dæma af þeim jarðirnar. Fólkið inni á fjörðum þrjóskast, fjöllin sín elskar það, bændur berjast áfram, bjóða kreppunni heim…

Leiðin til San Diego

Leiðin til San Diego (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég veit um nætur sem taka öllum töfrum fram og trú mín á ævintýrið lifir undir ágústsólinni er engan skugga að finna. Ættum við að keyra strax yfir landamærin þar sem fótsporin finnast ennþá falin milli rústanna ásamt bergmáli okkar beggja, á þjóðvegi númer eitt er…

Það er gott að elska

Það er gott að elska (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti inn, ég sat við gluggann með kaffið, var að horfa á himininn, geislarnir tipluðu á hvítum fótum og földu brosin sín og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augu þín. Það er gott að elska,…

Kveðja [4]

Kveðja [4] (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert…

Skjól hjá mér þú átt

Skjól hjá mér þú átt (Lag og texti: Bubbi Morthens) Fyrir löngu síðan gekk ég grýttan veginn einn, gott ef ekki rigndi og í skó mínum var steinn. Það var komið fram í rökkur og rokið hvæsti hátt, þá sagði hún og brosti: skjól hjá mér þú átt. Þegar svartnættið lagðist sálina mína á, sólin…

Elliðaárþula

Elliðaárþula (Lag og texti: Bubbi Morthens) Stríðir strumar falla, stundum er flóð, þá stekkur fossinn, finnur sína slóð. Eitt sinn rann silfurbjört áin alla leið eftir dalnum drengur minn. Draumfull og breið söng hún sína þulu. Mörg eru mannanna verkin leið. Stríðir strumar falla, stundum er flóð. Fáir rata í fossinn né finna sína slóð.…

Þar sem gemsarnir aldrei þagna

Þar sem gemsarnir aldrei þagna (Lag og texti: Bubbi Morthens) Út úr húminu kemur dauðinn, kveður þig á sinn fund köldum rómi tilkynnir: Upp runnin er þín stund. Fyrir utan bíður djöfullinn og brosir undirblítt, bugtar sig og hneigir með hárið kolsvart, sítt. Þú sest inn í limmuna sem leggur hljóð af stað, við stýrið…

Þá verður gaman að lifa

Þá verður gaman að lifa (Lag og texti: Bubbi Morthens) Í þorpi úti á landi er lífið svona. Þar leyfa menn sér að draum og vona að verksmiðja rísi og reisi við bæinn með rífandi vinnu allan guðslangan daginn og þá verður gaman að lifa. Í þorpi úti á landi lærir ungur maður að litla…

Hvað kemur mér það við?

Hvað kemur mér það við? (Lag og texti: Bubbi Morthens) Við lifum á tímum tómleika og kvíða, töfrarnir virka ekki lengur. Lífið er metið sem tap eða gróði. Í myrkri aleinn maðurinn gengur, munaðarlaus lítill drengur. Við lifum á tímum trúleysis og heimsku. Tölum um frelsi til að velja dauðann í formi ofsa eða drykkju…

Öldueðli

Öldueðli (Lag og texti: Bubbi Morthens) Dunandi brunandi brimaldan grá berjandi merjandi af hamslausri þrá skolar hún skipi að landi. Æsandi hvæsandi hendir sér á hlæjandi æjandi veltur svo frá skipi sem skellur á sandi. Hóglega rólega hjalar við stein, blíðlega þýðlega þekur hún bein þarafaðmi köldum. Krauma straumar kafinu í, brjótast með skellum og…

Við tvö

Við tvö (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég mæti þér í myrkrinu með munninn í augna stað með fingurgómunum giska ég gætilega á það að svarið sé söngurinn sem sunginn verður í nótt og uppskeran sé algleymið sem aldrei verður sótt á akur þeirra ástlausu þar sem enginn er að sá en við tvö eigum…

Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador

Þeir hafa trúðinn en þá vantar trúbador (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég er staddur á stað þar sem línan liggur og lífið hjá fólkinu er svart og hvítt, þar er listamaðurinn glaður, þægur og þiggur í þriðja sinn styrkinn til að gera eitthvað nýtt. Á fjögra ára fresti þeir ganga í gömul spor, gjaldið…

Afkvæmi hugsana minna

Afkvæmi hugsana minna (Lag og texti: Bubbi Morthens) Afkvæmi hugsana minna hlusta ekki lengur á mig, halda fyrir mér vöku og vilja láta annast sig, í höfði mínu liggja göng inn í gula salinn víða, gönguferð á múrum hugans er svo lengi að líða svo ég ligg bara hérna svefnvana og syng í hljóði lag…

Horft til baka

Horft til baka (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þessi augu minna á herskip hjartans sem hljóðlaus sigla vokandi dimmrautt hafið, tundurskeytaorðin finna í myrkrinu markið og móðurskip heilans liggur í djúpinu grafið. Ég stari á þig í gegnum glasið og vökvann meðan grimmd þín flæðir bakvið lokaðar dyrnar. Dreg að mér andann og eigna mér…

Stjörnur

Stjörnur (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Ef lít ég til baka um bugðótta slóð þá bærast í huga mér örlaga ljóð um það sem fór miður og mistökin stór og margt sem um ævina aflaga fór. En gleymi að þakka allt gott sem ég fékk er gáleysislega um veginn ég gekk, oft valdi þá leið…

Litla barn

Litla barn (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Litla barn mín bær er sú að blessun ávallt hljótir þú. Það fegursta sem finna má þér fylgi alla daga. Og hvert sem ligja lítil spor þig leiða megi engill vor, sem tómleikanum tilgang gaf með tilverunni þinni. [af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]

Ég vildi að þú vissir

Ég vildi að þú vissir (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Ég vildi að þú vissir að víst ég elska þig. Þó í fjarlægð farir, þín fegurð heillar mig. Þótt æ sé treg mín tunga að tala ljúft til þín, þá vil ég að þú vitir þú verður ávallt mín. Ég vildi að þú vissir hve…

Haustregn

Haustregn (Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Jónas Friðrik Guðnason) Hnígur regn í húmi ótt, ég heyri tár þess falla. Það segir við sölnað gras að sumar kveðji alla. Og fuglinn er fegurst söng og flaug sólskinsdægrin löng, horfinn sé um höfin ströng til hlýrri og betri staða. Ég hlusta um hljóða nótt og heyri…

Tímans tönn

Tímans tönn (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Undarlegt hvað tíminn hefur tifað burt frá mér og tekið allt sem mér er kærast og haldið því hjá sér. Eina og öll mín æskuár sem aldrei koma á ný og allar góðu stundirnar sem fóru fyrir bý. Þær hurfu á braut, í tímans örlaga þraut. Hversu oft…

Sum börn

Sum börn (Lag og texti: Bubbi Morthens) Sum börn eiga foreldra aðeins að nafninu til, einhvers staðar í kerfinu segir maður jú ég skil, að ræna barn æskunni er aðeins fínna orð yfir það sem lögin túlka og skilgreina sem morð. Ekki benda á mig segir samviskan sæl og glöð í hvurjum manni sem frasann…

Útsýnið er fallegt

Útsýnið er fallegt (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar hverfa skýin og skuggar verða langir og skolgráar blokkir fá lit, þá stari ég út um gluggann, get ekki annað en gapað, jú alveg bit. Esjan er komin í klæðin sín fínu, kvenleg er hún, sjáðu þessa línu. Útsýnið er fallegt héðan þar sem ég sit.…

Lukkan og ég

Lukkan og ég (Lag og texti Bubbi Morthens) Að vakna og vita vorið komið er, finna hita frá hendi um háls mér, sjá lítinn strák liggja og ljúfan leika sér, það er ekki einleikið hve lífið ljúft er hér. Að liggja og leika, látast falla í dá, hlusta á hláturinn, horfa í augun blá, burra…

Vor í Þórsmörk

Vor í Þórsmörk (Lag / texti: Jón Þorsteinsson / Guðjón Helgason) Vanga mína vermir vorsins mildi blær. Yfir fögrum fjöllum fríður himinn tær. Limið fer að laufgast og litla blómið grær. Og litlu skáldin ljúfu sér lyfta grein af grein, þau syngja‘ um ást og unað öll nú fjarri mein. Dalinn fagra dreymir þar döggin…

Syngjandi vor

Syngjandi vor (Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Þorsteinn Erlingsson) Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor, með sólina og blæinn. Mér klappaði golan, þó gatan sé þröng og gott var í morgun að heyra þinn söng, nú kem ég sem fljúgandi langt út í ljósið og daginn. [af plötunni Karlakór Rangæinga –…

Af sama toga

Af sama toga (Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Grétar Haraldsson) Í vorsins hlýju vindum er vald og föðursjá. Við tignum sól á tindum og trúum lífið á. Og þegar vot hún vermir strá um veröld líf og þrótt, vaki ég og verð oft þá vitni‘ um bjarta nótt. Í vorsins hlýju vindum er vald…

Mitt Rangárþing

Mitt Rangárþing (Lag / texti: Guðjón Halldór Óskarsson / Grétar Haraldsson) Mitt Rangárþing á margar myndir. Svo mjúka jörð, og hæstu fjöll, svo hvíta fossa, heitar lindir, og hyldjúp fljót með boðaföll. Og ofar byggð með ógn af eldi er öræfanna frelsi‘ um sinn. Við tignum allt það töfraveldi sem tinda ber við himininn. Þar…

Vorganga

Vorganga (Lag / texti: Jens Sigurðsson / Jón Ólafsson) Er á rölti um mel og móa, mikið á ég gott. Söng í eyrun lætur lóa, lifnar gamalt glott. Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifar vor. Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor. Andinn svífur, gáfur gefast ef ég geng um engi, lengi beðið…

Haust [2]

Haust [2] (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Það haustar og húm á grundu stígur, nú horfinn er lítill söngfugl úr mó. Líf það er lifnar að vori nú hnígur og leggur sig þar sem áður það bjó. Grát ei móðir þótt gróður þinn falli og grúfi sig yfir oss vetrarins ský því senn kemur sólin…

Frjáls

Frjáls (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Er ég horfi út um gluggann oft minn hugur reika fer. Já, ég læt mig hverfa í skuggann þar sem enginn til mín sér. Þar er ég frjáls, já ég er frjáls. Það sem enginn frá mér tekur er frelsi, kærleikur og ást. Hvert lítið frækorn hugann vekur og…

Nótt með þér

Nótt með þér (Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Ómar Halldórsson) Er nóttin leggst yfir lönd og sæ og ljósin kvika á hverjum bæ í rökkurblæ meðan regnið dvín við reikum út fyrir garð. Og hlaðan dimm verður huld og skjól þeim hjörtum manna sem ástin fól, að leita alls sem við lífsins eld er…

Kvöldblíðan lognværa (Kvöld í sveit)

Kvöldblíðan lognværa (Kvöld í sveit) (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundsson) Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og hýrt er í sveit. Sól er að kveðja við bjáfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu‘ í fallegri sveit. [af plötunni Karlakór Rangæinga –…

Ilmur vorsins

Ilmur vorsins (Lag og texti: Jón Þorsteinsson) Nú andar jörðin ilmi‘ og yl nú endurnærist allt sem grær. Um langa daga, ljósar nætur, ljúft að vera til. Í norðri sól um lágnótt læðist, lind og lækir syngja lag. Svo jörðin andann dregur djúp og dreymir nýjan dag. Um langa daga‘ og ljósar nætur er ljúft…

Rangárþing

Rangárþing (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Sigurjón Guðnason) Þú opnast sjónum fagri fjallahringu í faðmi þínum vagga okkar stóð. Þar halda vörðinn Hekla og Þríhyrningur, en hljóðlát Rangá kveðu draumkennd ljóð. Og fætur þínir laugast bröttum bárum, er bylta sér við dökkan Eyjasand. Við barm þinn sæl við undum bernskuárum. Þú ert vort…

Nú máttu hægt

Nú máttu hægt (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Erlingsson) Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur, og unga blómið krónu fær, þá dansar allt sem hjarta hefur er hörpu sína vorið slær. Og gáttu…

Stíg á bak

Stíg á bak (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarson / Frímann Einarsson) Nú er glatt yfir sál, hafið góðvina mál, allar gnægðir og peli í mal, þó skal hóflega kneyft, drukkin hestamanns skál, því að hér ér á góðhestum val. Leggjum bitil að munni, strjúk bóga og brjóst, og á bak leggjum þófamjúkt ver. Stígum…

Landið mitt

Landið mitt (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Ef ég vakna af draumi með dapra framtíðarsýn og dæmi lífið tómt glingur og prjál, reynist mér hollast að hugsa til þín sem hefur gætt lífi kulnaða sál. Þú getur gert kraftaverk landið mitt. Þú ert fegursta málverk gert af meistarans hönd eða magnþrungin kvikmynd í lit, hljómfagurt…

Sumarnótt [2]

Sumarnótt [2] (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Jón Magnússon) Svona getur sólin ofið silkivið um nakin fjöll. Svona getur grasið sofið glaða nótt um hlíð og völl. Elfin sjálf í svefni gengur, sumarbjört og fagurleit. Engin tunga ljóðar lengur. Læðist þögn um breiða sveit. Ber þú mínar bænir allar bjarta dís, á vörum…

Minning [3]

Minning [3] (Lag / texti: Guðmundur Jóhannsson / Guðjón Halldórsson) Kyrrðin djúpa barst um blómum skreytta hlíð. Bjartar vonir skóp hin ljósa sumartíð. Þangað komstu vina mín á frjálsan fund, fögur og blíð var þar ilmiþrungin rökkurstund. Þangað komstu vina mín á frjálsan fund, fögur og blíð var þar ilmiþrungin rökkurstund. Barmur þinn mér veitti…

Faðmlög og freyðandi vín

Faðmlög og freyðandi vín (Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason) Tra la la… Látum saman lagið óma, létt við syngjum tra la la la. Okkar söngvar saman hljóma, já við syngjum tra la la la. Þó að syrti ögn í álinn alltaf syngjum tra la la la. Saman mörg er sopin skálin, syngjum…

Syngjum bræður

Syngjum bræður (Lag og texti: Guðmundur Óli Sigurgeirsson) Syngjum bræður syngjum saman nú syngjum syngjum. Syngjum saman syngjum saman nú syngjum syngjum. Syngjum þar til dagur aftur rís syngjum með sælum rómi. Syngjum bræður syngjum saman nú syngjum syngjum. Dönsum bræður dönsum saman nú dönsum dönsum. Dönsum saman dönsum saman nú dönsum dönsum. Dönsum þar…